Cisse til Marseille?

Samkvæmt L’Equipe þá mun Djibril Cisse fara strax í sumar til Marseille að láni og mun Marseilla svo kaupa hann næsta sumar. (sjá Google [þýðingu á franskri frétt](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=395527&CPID=8&clid=14&lid=2&title=l’OM+maintain+Cisse+interest).

Sky tala [líka um þetta](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=395527&CPID=8&clid=14&lid=2&title=l’OM+maintain+Cisse+interest) en ég veit ekki hvort þeir eru bara að apa upp eftir franska blaðinu. Þeir segja líka að líkur séu á að hinn 19 ára gamli [Samir Nasri](http://uk.sports.yahoo.com/fo/profiles/21522.html) komi að láni til Anfield sem hluti af samkomulaginu.

Ein athugasemd

  1. Jamm, Cissé virðist vera að fara til Marseille á láni. Það er skrýtið að við fáum ungan miðjumann í staðinn, ég veit ekkert um þennan Nasri, en það verður spennandi að sjá hvort það er eitthvað efni á ferðinni þar.

    Svo segja fréttir að við séum nálægt því að festa kaup á Craig Bellamy frá Blackburn og Daniel Alves frá Sevilla. Sem yrðu öll kaup sumarsins held ég, miðað við fjárhaginn eftir að salan á Cissé féll um sjálfa sig.

    Gætum við þá verið að horfa upp á Pongolle og Le Tallec í hópnum næsta tímabil, allavega fram að áramótum, á meðan Rafa safnar peningum til að kaupa fleiri framherja?

HM: “Liverpool” 2 – T&T 0

HM: Sex – Núll!!!