England 1 – Paragvæ 0

Jæja, Englendingar unnur Paragvæ í frekar leiðinlegum leik á HM í dag. Ég er enginn sérstakur Englandsáhugamaður, því að Holland, Mexíkó og Argentína eru ofar á listanum hjá mér. En þetta vakti áhuga minn þar sem tveir Liverpool menn voru í liðinu.

Robinson

Neville – Ferdinand – Terry – A.Cole

Beckham – Gerrard – Lampard – J.Cole

Owen – Crouch

Leikurinn byrjaði hressilega og Paragvæar skoruðu sjálfsmark eftir aukaspyrnu frá David Beckham. Eftir það var þetta heldur daufur leikur með fáum færum.

Varðandi leikmenn Liverpool, þá var Steven Gerrard lítið áberandi í leiknum. Enn einu sinni er honum ætlað meira varnarhlutverk í liðinu. Enska landsliðið er sennilega eina landslið þar sem besti leikmaður liðsins fær ekki að spila sína bestu stöðu. Hann og Lampard náðu ekki vel saman, en Lampard náði að ógna markinu nokkrum sinnum vel. Sven Göran hlýtur á endanum að sjá ljósið og láta Gerrard fá frelsi til að fara framar á völlinn. Þetta gengur ekki svona áfram.

Peter Crouch var að mínu mati verulega góður í leiknum og sennilega einn besti leikmaður Englands (ásamt Joe Cole). Dómari leiksins lagði Crouch þó algerlega í einelti og dæmdi grimmt á hann. Hann vann gríðarlega vel fyrir liðið og skilaði boltanum frábærlega af sér. Vandamálið var að samherji hans í framlínunni, Michael Owen, var handónýtur í leiknum. Að mínu mati er það ALLS EKKI sjálfsagt að þegar að Rooney kemur inn í liðið að Crouch verði að víkja. Ef að Crouch og Owen spila svona í næstu leikjum, þá væri framlína með Crouch og Rooney að mínu mati mun sterkari en framlína með Owen og Rooney.

En allavegana, England þarf núna að vinna Trínídad & Tobago til að komast áfram úr riðlinu og er það ánægjulegt.

5 Comments

 1. Eins og ég hef sagt áður, þá hef ég ákveðnar taugar til Englands í svona keppnum. Leikurinn byrjaði kröftuglega og mér leist vel á framhaldið. En svo var þetta steindautt. En það er ekki upp á neinn að klaga nema Englendingana sjálfa. Þeir duttu herfilega langt niður eftir frábæra kraftbyrjun, og einungis skotin frá Lampard glöddu mann eitthvað í seinni hálfleik.

  Var virkilega ánægður með baráttu okkar manna, þó svo að Gerrard hafi ekki sést mikið. En fyrir mér var Crouch einna besti maður liðsins ásamt Joe Cole. Ég hef bara aldrei orðið jafn mikið vitni að jafn miklum persónulegum óvilja gagnvart einum manni, eins og dómarinn sýndi Crouch. Dómarinn eyðilagði ekki beint leikinn en hann hjálpaði til! Gula spjaldið á Crouch var rugl! Downing, Neville og Ashley Cole voru vonbrigði – og það að skipta út Owen fyrir Downing gerði akkúrat ekki neitt. Og ekki gerði Hargreaves mikið.

  Englendingar eiga mikið inni, ég held áfram að spá þeim langt í keppninni.

 2. Já England byrjaði vel í leiknum en náðu ekki að fylgja því eftir og þetta var frekar leiðinlegur leikur.

  Gerrard sást lítið og var í varnarvinnu á meðan Lampard var lausari.

  Crouch var duglegur en samt lítið ógnandi fannst mér. Owen er mjög ryðgaður og ljóst að Sven Goran er að reyna að spila drenginn í form…

  annars góður sigur en England þarf að spila betur ef þeir ætla sér að gera einhverja hluti í þessari keppni.

 3. Á það ekki að teljast góðs viti ef lið vinnur leik á meðan það spilar illa?
  Paragvæ er nú ekkert lélegt lið heldur.
  Sammála að Englendingar eiga mikið inni, sérstaklega ef ákveðinn maður sem byrjar á R og endar á ooney verður í formi á seinni hluta mótsins.

 4. Aggi – Coouch lítið ógnandi – jamm, algerlega sammála. Algert rugl að hafa hann einan frammi. Það eitt gerði það að verkum að liðið datt í vörn. Lagður í einelti – ég veit ekki. Hann er yfirleitt seinni að ná stöðu þegar háir boltar berast og þá reynir hann einhernveginn að böðlast yfir hinn leikmanninn. Tek undir með Arnari Gunnlaugs þegar hann sagði í gær í 4-4-2að hann væri frekar lélegur skalla maður v.þ. að tæmingarnar hjá honum væru slakar.

  Alger sóun á hæfileikum að láta Gerrard spila varnarsinnaðan tengilið. Sorglegt að besti maður liðsins skuli þurfa að leysa þessa vandræðastöðu hjá liðinu. Fyrir mér er þetta svipað og Ronaldinho væri varnartengiliður. Alger sóun á hæfileikum og sýnir kannski best að Gerrard á að hafa frjálsa rullu innan þess liðs sem hann spilar í.

  Áfram Liverpool!

 5. Mig langar svo að bæta við að fyrir mér er það alger misskilningur að senterar eigi að vera duglegir. Ég myndi miklu frekar vilja sjá orð eins og klókur, lúnkinn, fljótur, hættulegur, teknískur eða markaskorari heldur en orðið duglegur.

  Áfram Liverpool!

Crouchy og Gerrard með, Carra á bekknum

Camoranesi?