Crouchy og Gerrard með, Carra á bekknum

Jæja, enska liðið gegn Paragvæ er komið. Liðið er einsog í síðasta æfingaleik, nema að Gary Nev*?´- er í bakverðinum í staðin fyrir Carragher.

Robinson

Neville – Ferdinand – Terry – A.Cole

Beckham – Gerrard – Lampard – J.Cole

Owen – Crouch

Jæja, Crouch skorar þrennu í dag. Er það ekki? 🙂

3 Comments

 1. Englendingarnir voru ekki lengi að skora fyrsta markið eða eftir 3 mín. Reyndar sjálfsmark en sterkt að fá mark snemma í leiknum… menn geta þá slakað aðeins og taugarnar róast.

 2. Þeir verða ekki heimsmeistarar með engan Carragher í liðinu! :tongue:

 3. Þessi leikur var þvílíkur gúmmítékki að það hálfa væri nóg. Hefði fengið meira út úr því að strauja sokkana mína en að horfa á þessa tímasóun. Hef ekki tíma til að skrifa fulla færslu, en nokkrir punktar:

  1. Hvers vegna tók SGE Walcott með ef hann treystir honum svo greinilega ekki í leikina? Rooney er meiddur og Owen og Crouchy báðir inná. Svo er Owen orðinn þreyttur og verður að fara útaf … og hann setur Downing inná? Og gat svo ekki tekið Crouchy útaf, þótt hann væri greinilega búinn á því og orðinn tæpur með gult spjald, af því að hann treystir Walcott ekki? Hefði betur drullast til að hafa Defoe eða Bent þarna ef hann ætlar ekki að nota Theo.

  2. Englendingar vinna **aldrei** HM í sumar á meðan þeir stilla upp hálfu liði af leikmönnum sem eru í lítilli sem engri leikæfingu. Það var hreinlega sársaukafullt að horfa á bæði Gary Neville og Ashley Cole í dag – eru þetta hetjurnar sem eru að halda Jamie Carragher utan vallar?!? Og ekki minnast á Michael Owen og Stewart Downing, sem hafa spilað um 15 leiki í alvöru keppnum sín á milli á þessu ári … SGE virðist ekki meta leikform mikils en það var ljóst í þessum leik að Englendingana sárvantar leikmenn sem eru fitt og skarpir **NÚNA** … ekki í fyrra eða um næstu jól, heldur NÚNA!

  3. Steven Gerrard + hlutverk varnarsinnaðs miðjumanns eða vinnukonu fyrir Frank Lampard = STEINDAUTT MIÐJUSPIL! Fokking drullist til að ná þessu, Eriksson og McClaren, þetta VIRKAR EKKI!

  Og þar með er það upptalið. Svíarnir munu skemmta sér konunglega með þessar vænglínur Englendinga ef Cole og Neville gyrða sig ekki alvarlega í brók. Og ef SGE ætlar að halda svona áfram í liðsvali sínu þá verður hann orðinn að algjörum skúrk eftir nokkrar vikur.

HM í dag: Þýskaland og Ekvador unnu

England 1 – Paragvæ 0