Camoranesi?

camoranesi.jpg

Samkvæmt Sky Sports, þá hafa Bayern Munchen [og Liverpool áhuga á hægri kantmanni Juventus, Mauro Camoranesi](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=393946&CPID=21&title=Duo+keen+on+Camoranesi&lid=&channel=worldcup2006&f=rss&clid=128).

Sky gefa ekkert upp hvaðan þetta slúður kemur, en þetta er athyglisvert. Líklegt er að Camoranesi verði í ítalska liðinu, sem spilar við Ghana á mánudaginn. Camoranesi er 27 ára, fæddur í Argentínu en er ítalskur ríkisborgari.

9 Comments

 1. Hann er reyndar þrítugur.

  En allir geta gert mistök. Sky segja t.d. að hann sé fæddur í Úrúgvæ! 😉

 2. [Mauro Germán Camoranesi](http://en.wikipedia.org/wiki/Mauro_Camoranesi) er fæddur 4. október 1976. Hann er fæddur í Argentínu (Tandil) en er með ítalskt ríkisfang.

  Hann hefur m.a. spilað með tveimur liðum frá Mexíkó Santos Laguna og Cruz Azul. Hann var eitt tímabil hjá argentíska liðinu Banfield en í því liði er einmitt Gabriel Pauletta. Juventus keypti hann frá Verona þar sem hann var í tvö tímabil árið 2002.

 3. Ég mismuna mönnum ekki eftir því hvenær á árinu þeir eru fæddir! :tongue:

  Er annars eitthvað varið í hann?

 4. Fyrst hélt ég að þetta væri helvítis ítali en svo þegar þið gerðuð mér það ljóst, að hann sé Argentínumaður með ítalskt vegabréf varð ég rólegri. Allt annað en ítali til Liverpool! En fyrst við erum að fara á hausinn af því að við gátum ekki selt Cissé verðum við víst að reyna að fylla upp í liðið með einhverjum jólasveinum. Svona gerast víst kaupin á eyrinni.

 5. Hann er reyndar svakalega góður leikmaður, en hann er algjört vandræðabarn.

  Vill fá hann en Benni verður að skóla hann til.

 6. Ég hef alltaf verið hrifinn af Camoranesi þegar ég hef séð hann spila með Juventus og verð mjög sáttur ef hann skreppur til Liverpool…

 7. Nú erum við að tala saman!

  Byrjunarliðs maður hjá Juve og Ítalska landsliðinu hlítur bara að geta eitthvað. Þessi er rosalega góður og myndi gera tilkall til sætis í byrjunarliðinu. Fyrir mér er þetta ekki spurning.

  Ég skil reyndar ekki þegar menn segja að þessi og hinn séu vandræðagemsar. Þetta eru einhverjar leyfar frá Hullier tímabilinu þegar enginn mátti hafa sjálfstæðan vilja. Allt frumkvæði og öll leikgleði þar með á bak og burt. Ég held að menn ættu að sleppa þessum vangaveltum og spá bara í hvort menn séu góðir í fótbolta eða ekki. Síðan kemur bara í ljós hvernig menn falla inn í hópinn o.sv.frv.

  Mér sýnist líka Rafa einmitt vera maður sem þolir að hafa sterka einstaklinga í kringum sig og einmitt sækja í þá leikmenn.

  Fleiri svona fréttir af leikmannakaupum!

  Áfram Liverpool!

 8. Hössi ég hélt einmitt að Rafa væri mjög á móti “vandræðagemsum” og að liðsheildin væri ofar öllu… samanber cissé sem virtist vera of mikill gosi fyrir þetta lið. en hvað veit ég.

England 1 – Paragvæ 0

Þáttur um Gerrard á Sky One.