Ókeypis miði á HM!!!

Já, þið lásuð þetta rétt.

Ég var beðinn um að auglýsa hérna á blogginu miða á HM, sem fæst ókeypis.

Þetta er 1 miði á England – Trinidad – 15 júní í Nurnberg. Miðinn er fyrir aftan annað markið í 1 röð.

Sá, sem á miðann fer ekki fram á neina greiðslu, heldur má viðtakandinn einungis bjóða honum uppá einn bjór. 🙂 Á miðanum er nafn fyrirtækis (en ekki nafn og passanúmer) þannig að eigandinn ábyrgist ekki að viðkomandi komist inn, en það er *mjög* ólíklegt að það sé vandamál.

Ef þú hefur áhuga á miðanum, settu þá inn nafn þitt og email (settu emailið í sjálft kommentið, ekki bara í email hlutann á forminu) og viðkomandi mun hafa samband við þig. Þetta er ekki á vegum okkar á Liverpool blogginu, heldur mun eigandi miðans hafa samband við áhugasama.

7 Comments

  1. Sæll, Svenni heiti ég og væri ólmur til í ad fara á tennan leik, ég bý í Kaupmannahöfn og býd tér uppá tvo bjóra fyrir midann:)
    Ég verd á íslandi 22-29 júni og myndi tá hitta á tig í bjór. E-mailid mitt er svennip@hotmail.com

  2. Góðan dag!
    Ég myndi svo sannarlega þiggja miðann. Ég bý í Þýskalandi, nálægt Nurnberg og á því heimangengt. Það væri ekki ónýtt að fá að sjá Gerrard og félaga fara á kostum… Áfram England!
    Og bjórinn verður ekki vandamál… hér er sko nóg af honum!

  3. ef þessi ágæti maður gæti reddað mér 2 miðum á Brasilía – Ástralía eða Spánn – Túnis þá væri ég óendanlega sáttur við hann :biggrin2:

Hamann til Bolton? (uppfært)

HM í dag: Þýskaland og Ekvador unnu