Alberto Zapater?

alberto_zapater.jpgSamkvæmt spænska íþróttatímaritinu Marca eru Liverpool í góðri stöðu til að landa Alberto Zapater, sem er hægrisinnaður miðjumaður hjá Real Zaragoza. Þessi ungi leikmaður er víst mjög hátt metinn hjá Zaragoza, samkvæmt fréttinni, og þeir hafa gert það að forgangsatriði í sumar að ná undirskrift hans á nýjan fimm ára samning, og er talað um að hann fengi um milljón evrur fyrir hvert tímabil. Hann hefur þó hingað til neitað að skrifa undir og því er talið næsta víst að hann sé að bíða eftir að komast til einhvers stærra liðs. Valencia ku hafa gert áhuga sinn ljósan á honum en nú segja menn að Rafa Benítez sé nálægt því að tryggja sér kauða.

Hann verður 21s árs gamall í næstu viku og er með klausu í samningi sínum sem segir að hann megi fara ef tilboð upp á u.þ.b. 3 milljónir punda berist í hann. Marca halda því fram að Liverpool séu tilbúnir að bjóða þá upphæð og því eigi bara eftir að semja við kauða.

Ég verð að viðurkenna að þótt ég fylgist nokkuð vel með spænska boltanum, og hafi séð Real Zaragoza nokkrum sinnum spila sl. vetur, þá veit ég ekki neitt um leikmanninn. Hvort ég hef séð hann spila eða ekki man ég ekki, en ef Zaragoza-mönnum er svona mikið í mun að halda í hann hlýtur hann að geta eitthvað. Marca er hins vegar talsvert slúðurrit og því tek ég öllum fréttum þaðan með fyrirvara, en það verður spennandi að sjá hvort eitthvað gerist í þessum málum á næstu vikum.

Annars er það í hjálögðum slúðurfréttum að nokkuð áreiðanlegir heimildarmenn á spjallsíðu TLW halda því fram að Daniel Alvés sé nánast búinn að ganga frá samningi við Liverpool og muni skrifa undir og gerður opinber í síðasta lagi á næsta þriðjudag. Þennan leikmann hef ég séð spila, margoft, og ég vona það svo ótrúlega fokking heitt að hann komi að ég ræð mér ekki. Plís, plís, plís láttu þetta vera satt! 😉

11 Comments

 1. Athyglisvert. Kannski að bæta við að samkvæmt fréttinni hefur Valencia opinberlega líst yfir áhuga á Zapater og hann á víst aðeins eitt ár eftir af samningnum við Zaragoza.

  Veit einhver eitthvað um leikmannin?? Ég veit ekki einu sinni hvort hann sé góður í tölvuleikjum.

 2. Hvers lenskur er leikmaðurinn……..? Erum við að tala um annan spánverja eða hvað…. :rolleyes:

  Sá á Soccernet að hann hefur afrekað það að vera á lista hjá þeim yfir hverjir hafa fengið flest gul spjöld síðustu leiktíð (hann er í 5. sæti með 9 spjöld) :confused:

 3. Já hann er spænskur. Ég hef reyndar aldrei heyrt um hann. Googlaði hann og sá svosem ekkert meira en að hann er búinn að spila rúmlega 60 leiki fyrir Zaragoza síðustu tvö tímabil og bara skora eitt mark. En það segir okkur náttúrulega ekkert.

  Hvað haldiði hinsvegar að verði núna um Pongolle? Í augnablikinu er hann þriðji striker liðsins.

 4. Hvað er þá Garcia? hann er kannski meiri forward eða playmaker, frekar en striker? Sumir segja að hann sé kantmaður. Ég myndi allavega segja að hann sé á undan Pongolle í goggunarröðinni, hvert sem litið er.

 5. Hannes var þetta kaldhæðni hjá þér. Leikmaður sem spilar 60 leiki og skorar 1 mark er ekki nógu góður fyrir Liverpool það er alveg ljóst.

  Hættum að eltast við meðalmenn og kaupum leikmenn sem geta gert gæfumuninn.

  Þetta er spurning um lampa eða sófaborð. Í þessu tilfelli erum við að tala um lampa.

  Krizzi

 6. >Hannes var þetta kaldhæðni hjá þér. Leikmaður sem spilar 60 leiki og skorar 1 mark er ekki nógu góður fyrir Liverpool það er alveg ljóst.

  Hvað er Momo búinn að skora mörg mörk?

  Samkvæmt því sem ég er að lesa, þá er Zapater varnarsinnaður miðjumaður og því hugsaður frekar sem arftaki fyrir Hamann, heldur en lausn á vængnum. Við förum augljóslega ekki að kaupa neinar stjörnur á miðjuna hjá okkur, þar sem við erum nú þegar með 3 frábæra leikmenn þar.

 7. Hvað eru menn alltaf að tala um að hinn og þessi séu meðalmenn sem eru orðaðir við liverpool,Ef Rafa vill einhvern leikmann.Þá hlýtur hann að hafa not fyrir hann.Treysti Rafa til að kaupa menn sem hann þarf.

  takkP

 8. Einar ég hélt að hér væri hægri kantmaður á ferðinni. Kristján Atli talar um hægrisinnaður miðjumaður hjá Real Zaragoza. Gerði mér ekki grein fyrir því að pólitík væri í spilunum.

  Frekar væri ég til í að halda Hamann í eitt á til viðbótar (ef hægt er) heldur en að þurfa að eyða 3 millj í varamann. Okkur veitir víst ekkert af hverri krónu til að getað keypt góðan sóknarmann.

  Krizzi

 9. >Frekar væri ég til í að halda Hamann í eitt á til viðbótar (ef hægt er) heldur en að þurfa að eyða 3 millj í varamann.

  Ég held örugglega að Didi sé einn af launahæstu leikmönnunum. Þannig að launin has á einu ári gætu auðveldlega verið 1,5 milljón punda.

  En svo getur líka vel verið að Rafa og Didi hafi talað saman og Didi ekki þótt tækifærin vera nógu mörg. Mér finnst það fullkomlega eðlilegt. Ég hefði líka viljað halda Didi í eitt ár, en það er alltaf spurningin hvort menn sætti sig við að vera varamenn á þessum aldri.

Rafa um Cissé (uppfært: nóvember)!

Crouchy