Robbie um Carra

Robbie Fowler [skrifa um enska landsliðið í Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17191756%26method=full%26siteid=50061%26headline=how%2dcan%2dcarra%2dbe%2dignored%2d-name_page.html)

>WATCHING England’s final warm-up match against Jamaica last Saturday, I was left speechless during one part of John Motson’s commentary. As he was talking to Mark Lawrenson about England’s possible starting line-up against Paraguay, Motty suggested that the 11 who began against Jamaica would do so in Frankfurt this weekend.

>Suddenly, though, he seemed flustered and felt the need to correct himself. “Sorry,” he said. **”Gary Neville will come back in for Jamie Carragher at right-back, obviously.”**

>Obviously what? Carra has played in England’s last three matches in three different positions and could not have been more impressive. I thought he was excellent in the holding role against Hungary but what more does he have to do to get credit from the so-called experts?

>Some people have often wondered whether Carra offers enough going forward, but unless my eyes were deceiving me, I’m pretty sure I saw him surge into the box and deliver a perfect cross for Peter Crouch to score his second.

>Play him as a right-back, central defender or central midfielder and he’ll never let you down, but to suggest Neville should walk straight back into the team is at best grossly unfair and at worst, patronising.

Hey heyr, Robbie!

Og þetta:

>Earlier this season, even the legendary Franco Baresi named Carra alongside John Terry as two of the best defenders in the world. Having seen the heroics Carra performed in helping Liverpool win the European Cup, the AC Milan legend is hardly a bad judge, is he?

>You’d be hard pressed to find four better defenders than Carra in the world. He must be given the platform his talents deserve.

Nákvæmlega! Getiði nefnt mér eitt landslið í heiminum (utan Englands auðvitað) þar sem Carragher væri ekki í byrjunarliðinu?

7 Comments

 1. Heyr heyr! Ég las þessa grein Fowler áðan og var sammála hverju orði. Af hverju eiga Ashley Cole og Gary Neville, sem hafa báðir átt við meiðsli að stríða og ekki náð að undirbúa sig 100% fyrir HM, að vera sjálfkrafa fram yfir Carra í bakverðina?

  Og af hverju er Rio Ferdinand valinn fram yfir Carra í miðvörðinn? Af hverju **í fjandanum** !?!? Það er nákvæmlega EKKERT sem hann getur gert sem Carra getur ekki gert af meiri hörku og ákveðni. Ekkert!

  Ég hugsaði lengi um það hvort það væri til eitthvað landslið þarna úti þar sem Carra myndi ekki labba beint inn í byrjunarliðið, og það eina sem mér datt í hug er Ítalía: Zambrotta, Nesta, Cannavaro, Oddo.

  En svo hugsaði ég með mér að Carra gæti slegið Oddo út úr bakverðinum í svefni, og ég er hreint ekki viss um að Cannavaro og Nesta gætu haldið honum út úr miðverðinum. Og svo eru Zambrotta og Nesta í meiðslavandræðum.

  Þannig að **nei** … það er ekkert lið þarna úti sem Carra myndi ekki labba inní. Nema England … og af hverju? Þið verðið að spyrja Svíann sérvitra að því. Ekki hef ég hugmynd.

  e.s.
  Það er vonandi að Steve McClaren leiðrétti þetta mikla ranglæti þegar hann tekur við landsliðinu. Það er eitthvað sem segir mér að hann muni gera Carra að sjálfkrafa miðverði með Terry um leið og hann taki við liðinu.

 2. Hafiði tekið eftir þvi nuna síðustu 2 ár.. að það er engin heimsklassa leikmaður sem vill virkilega fara til liverpool! hvað er eiginlega að gerast… maður sér leikmenn einungis hverfa frá liðinu! er ég eini maðurinn sem hefur áhyggjur af þessu??

 3. Hafiði líka spáð í því hvort Guðni Ágústsson verði næsti formaður Framsóknar? Ha?

  Nei, og það hefur álíka mikið með þennan pistil að gera og þetta komment hans Gretars. Mönnum, sem geta ekki gert annað en að væla yfir sama hlutnum við hvern einasta pistil, sem við skrifum, er bent á að kvarta einhvers staðar annars staðar.

  Það er í lagi að kvarta, en þá á að gera það á málefnalegan hátt og þegar það tengist skrifum á þesssari síðu. Svona eilífðar dómsdags komment tengd Liverpool eru líka leiðinlegt lesefni.

 4. Ha? Hafa engir heimsklassaleikmenn viljað koma til Liverpool síðustu tvö ár, Grétar?

  Þá erum við hreinlega **ósammála** um gæði Xabi Alonso, Pepe Reina og Momo Sissoko.

  Var Patrick Vieira “heimsklassaleikmaður” þegar hann kom til Arsenal? Var Roy Keane “heimsklassaleikmaður” þegar hann kom til Man Utd? Var Frank Lampard “heimsklassaleikmaður” þegar hann kom til Chelsea? Var Samuel Eto’o “heimsklassaleikmaður” þegar hann kom til Barcelona?

  Já. Þeir voru bara ekki að spila fyrir nógu góð lið. Það sama má segja um Alonso, Reina og Sissoko.

  Það gerist *örsjaldan* að einn af frægustu leikmönnum í heimi fer frá einu af stærstu liðum í heimi til annars af stærstu liðum í heimi. Um skeið virtist það gerast einu sinni á ári að Real Madríd keypti einn slíkan frá öðru liði, en nú er það fallið um sjálft sig. Þess utan hefur þetta ekki einu sinni gerst einu sinni á ári. Í ár hefur þetta gerst tvisvar, Ballack frá Bayern og Schevchenko frá Milan … báðir til Chelsea. Og ég sé United- og Arsenal-aðdáendur ekki örvænta.

  Ég örvænti ekki. Rafa mun kaupa réttu leikmennina. Kannski ekki þá frægustu í heimi, kannski ekki leikmenn frá Juventus/Barcelona/Real Madríd/Bayern München. En engu að síður réttu leikmennina.

  Hver veit? Kannski eru Mark Gonzalez, Gabriel Paletta eða Fabio Aurelio heimsklassaleikmenn? Kannski er Daniel Agger það, og á bara eftir að hrista af sér meiðslin? Hverjir sem koma, þá er það að mínu mati ekki spurning um hversu frægir þeir eru heldur hversu gott starf þeir munu vinna fyrir Rafa Benítez.

  Ég panikka ekki og finnst skrýtið að nokkur maður geri það. Þannig að í gvöööðanna bænum, hættið þessum “dómsdagsspám” eins og Einar orðaði það, við hverja færslu hérna á þessari síðu. Plís.

 5. Þetta kemur þessum þræði ekkert við en ég er að horfa á Frakkland – Kína á Eurosport og mér sýndist að Cisse hafi rétt í þessu veirið að brotna næstm því eins og gegn Blackburn hér um árið, á sam fæti. Skelfilegt ef þetta er rétt.

PC

CISSÉ FÓTBROTINN AFTUR (uppfært)!