Verður Cisse í franska liðinu?

Nokkuð athyglisverðir hlutir eru að gerast í tengslum við franska landsliðið. Samkvæmt Reuters [verður Djibril Cisse](http://in.today.reuters.com/news/newsArticle.aspx?type=sportsNews&storyID=2006-06-06T233635Z_01_NOOTR_RTRJONC_0_India-253094-1.xml&archived=False) í byrjunarliðinu í síðasta æfingaleik Frakka fyrir HM, á morgun.

Raymond Domenech hafði áður gefið það sterklega í skyn að liðið í síðasta æfingaleiknum myndi líka byrja fyrsta leikinn á HM. Og af uppstillingunni má ætla að þetta sé sterkasta liðið. Þess vegna er mjög athyglisvert að sjá nafn Djibril Cisse í liðinu en ekki David Trezeguet.

Allavegana, liðið verður því svona:

Fabien Barthez

Sagnol – Thuram – Gallas – Abidal

Zidane – Makelele – Vieira – Malouda

Henry – Cisse

Það væri náttúrulega verulega gaman að sjá Cisse í byrjunarliði Frakka á HM. Vonandi að hann nái að standa sig, hvort sem hann verður áfram hjá Liverpool eða ekki.

7 Comments

 1. Váááá hvað ég vona að þetta gangi eftir. Ef hann stendur sig vel græðum við vel á því hvort sem hann verður áfram eða seldur.

  Ef hann verður áfram kemur hann tilbaka fullur sjálfstrausts og leikmaðurinn eins og hann þrífst á því að hafa sjálftraust.

 2. Gaeti vel verid ad Cisse eigi eftir ad blomstra. Frakkarnir lagu i skotgrofunum og beittu skyndisoknum i leiknum sem eg sa a moti donum, kerfi sem hann funkerar fint i strakurinn. Ef heppnin er med okkur tha skorar hann slatta a HM og Liverpool skorar kassann

 3. Já þetta er vissulega spennandi möguleiki. Fyrir Liverpool eru þetta góðar fréttir hvernig sem á það er litið – ef hann verður áfram hjá okkur er þetta gott fyrir sjálfstraust hans, ef hann verður seldur ætti þetta að geta aukið verðið á honum. Sérstaklega ef hann stendur sig vel.

  Nú bíð ég spenntur eftir fyrsta leik Frakka. Henry og Cissé saman í framlínunni … újé!

 4. Þessi Trezeguet er ekki merkilegur pappír að mínu áliti og skil ég að franski einvaldurinn setji Cissé í framlínuna í staðinn. Vonandi spilar Cissé gott mót og við fáum 10% upphæðarinnar sem við keyptum hann á………

 5. Aldrei verið hrifinn af trezuge en menn sem nenna að horfa á ítalska boltann lofa hann í hásterkt.

 6. Var að lesa það inni á Teamtalk að Cisse gæti verið fótbrotinn 😯 🙁
  Hafið þið heyrt eitthvað um það?

Pennant? (uppfært)

WR