Pennant? (uppfært)

Dail Mail halda því [fram að Liverpool hafi gert 3 milljóna punda tilboð í Jermaine Pennant](http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=389308&in_page_id=1779) leikmann Birmingham.

Pennant er athyglisverður kostur, sérstaklega ef hann kostar ekki meiri pening. Í flestum þeim leikjum, sem ég hef séð hann spila fyrir Birmingham þá hefur hann verið þeirra besti maður. Hitt er svo annað mál hvort að menn sætti sig við að við séum einungis að kaupa menn frá liðum, sem hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni þegar við á annað borð kaupum enska leikmenn.

Það verður þó að hafa í huga að þetta er einungis slúður – ekkert er víst.

Chris Bascombe hjá Echo hélt því líka fram í gær að Liverpool hefði [ekki áhuga](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17178972%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2dtips%2dkewell%2dto%2dstar-name_page.html) á Steed Malbranque.


**Uppfært (KAR):** Birmingham hafa gefið út opinbera yfirlýsingu um þetta Pennant-slúður, og svo virðist sem þeir annað hvort vilji alls ekki selja hann eða það sem líklegra er, að þeir séu að reyna að halda út og fá meiri peninga fyrir kauða:

“Following reports that have appeared in two of today’s national newspapers linking Jermaine Pennant with a move to Liverpool, Birmingham City wishes to clarify the situation for its own fans.

Birmingham have not received an offer of any kind from Liverpool for the player and neither does it expect one.

Managing director Karren Brady has spoken to her counterpart Ricky Parry at Liverpool and informed him that Jermaine Pennant is not for sale.”

Með öðrum orðum: **miklu meiri pening en 4 millur, takk!**

Hvernig ætli Rafa svari þessu … ?

18 Comments

 1. Pennant er feikifínn leikmaður að mínu mati. Þykir reyndar erfiður ekki rétt. Ég held að Pennant mundi blómstra með betri samherjum.
  Til í kauða fyrir ekki hærri upphæð.

  Hvað halda/vona menn annars að við fáum fyrir Cisse?

 2. Að vissu leyti skil ég vel ef það er stefna hjá Rafa og félögum að líta alltaf á enska leikmenn hjá fallliðunum. Þar fást þeir kannski helst á einhverju sem nálgast það að vera sanngjarnt verð.

  Ímyndið ykkur t.d. ef að Peter Crouch hefði átt nákvæmlega sama tímabil og hann átti fyrir Southampton … nema hann hefði átt það fyrir Everton, sem náðu 4. sætinu í deildinni. Hann hefði kostað helmingi meira en hann gerði, að minnsta kosti.

  Ef Pennant væri enn hjá Arsenal myndi hann kosta talsvert meira en 4-5 milljónir punda, þannig að ef við fáum hann á því verði er það góður díll að mínu mati. En, þótt Pennant sé góður og gæti blómstrað hjá okkur og allt það, þá finnst mér ekki nóg að kaupa hann. Vill alls ekki að það skemmi fyrir möguleikum okkar á að kaupa einhvern eins og Daniel Alvés líka á hægri vænginn. Við þurfum valkosti og breidd þar eins og annars staðar í liðinu.

  Svo er Emile Heskey líka til sölu á tombóluverði …. 😉

 3. trausti – ég hef sagt það áður og ég segi það aftur, ég vill fá tveggja stafa tölu fyrir Djibril Cissé. Ef við fengjum 10 milljónir fyrir hann myndi ég hoppa hæð mína í loft upp af gleði. Þess vegna er smá stríð á milli Lyon og Marseille um hann það besta sem gæti komið fyrir okkur, þá þurfa menn að fara að yfirbjóða hvorn annan.

  Hins vegar held ég að raunsætt verð sé kannski um 7-9 milljónir punda, og tel líklegra að við sjáum eitthvað þar á milli fyrir hann.

 4. Það væri gaman að vita hvað Peter Crouch myndi kosta akkúrat núna í dag. 🙂

  Og já, ég er sammála þér Kristján – Pennant sem auka kostur í hópnum á 3 milljónir punda er að mínu mati verulega góður kostur. En þá þurfum við líka fleiri menn.

 5. Æji veit ekki með þennan Pennant gaur. Maður er kannski farinn að gera of miklar kröfur en ég vil sjá Sambrosa poppa upp þarna á kantinn. Annars er ótrúlegt hvað Rafa og Rick tekst að halda því leyndu það sem þeir eru að gera leikmannamálum. Spurning um að senda framsóknarmenn á námskeið hjá þeim :biggrin:

 6. Þetta bull varðandi “eigum við að kaupa leikmenn frá fallliðum” er svo mikið rugl og fásinna. Það að lið fellur þýðir ekki að leikmenn þeirra séu lélegir, bara náðu greinilega ekki saman. Jermaine Pennant er góður leikmaður og held að sé týpan sem getur komið og orðið góður hópsmaður hjá LFC. Ætli 4.5 til 5m dugi ekki fyrir honum og yrði ekki ósanngjörn upphæð, þeas ef B´ham ætla ekki að halda þeirri heimskulegu stefnu enskra liða, að blása upp verðið á enskum leikmönnum.

  Annars er ég sammála Kristjáni Atla að það besta sem gat gerst í Cissé-kjaftaþvælunni að Lyon og Marseille séu að berjast um hann. Ég sá einmitt fyrir mér 10m fyrir hann eða jafnvel meira þar sem Houllier er ekki allur séður þegar um peninga er að ræða. Við gætum alveg eins séð rúmlega 10m fyrir kauða ef Lyon fær hann sem væri bara flott því þá væri hægt að klára framherjamálin. Við fáum eflaust ekki Torres en þá getum við boðið 5m “take it or leave it” í Defoe og 6m í Bellamy og við erum fullmannaðir í framlínunni.

 7. Átti Pennant ekki flestar fyrirgjafir allra í ensku deildinni á síðasta tímabili???

 8. Jú, jú, Árni, mikið rétt, en ekki hafa þær verið mjög góðar þar sem Birmingham skoraði næstfæst mörk í deildinni. Ég vil ekki sjá Pennant. Held að hann sé engan veginn nógu góður fyrir Liverpool og svo er hann vandræðagemlingur í þokkabót.

 9. Varðandi gæði krossanna, þá segir fjöldi skoraðra marka ekkert um gæði krossanna frá Pennant. Vandamálið með B’rum þetta tímabil var það að þeir hafa gjörsamlega getulausa framherja.

  C’mon, þeir eru með Heskey í framlínunni í öllum leikjum og hann skorar ekkert (hljómar kunnulega). Þar er á ferðinni einn lélegasti skallamaður miðað við líkamsburði sem ég veit um. M.Owen skoraði miklu mun fleiri skallamörk en Heskey, og Owen er algjör veimiltíta.

 10. Hvað höfum við að gera með Pennant. Hann er ekki betri en þeir leikmenn sem spila á hægri kanti Liverpool í dag, þ.e Garcia og Gerrard.

  Ef Liverpool hefur metnað til að ná lengra en 3-4 sætið í deildinni, þá eru þetta ekki réttu kaupin.

  Ef Pennant er svona rosalega góður afhverju er hann þá ekki í enska landsliðinu. Lennon og W. Phillips eru á undan honum í röðinni af ungum leikmönum.

  Komum okkur út úr þessu meðalmennsku tali og förum að horfa til alvöru leikmanna.

  Krizzi

 11. Ég er ekki farinn að hafa verulegar áhyggjur, kannski á morgun eða hinn, en ég væri alveg til í það að fá staðfestar fréttir af leikmannakaupum fyrir HM2006! Það var það sem Rafa sagðist vilja gera … en einhvern veginn finnst mér allar fréttir og slúður sem maður les í gegnum http://www.newsnow.co.uk (og leitar að Liverpool) snúast um það, að það sé ekkert að nálgast neins staðar

 12. Ég held við værum alveg vel settir ef við fengjum Pennant og Malbranque til að keppast um sæti í liðinu á hægri kantinum. Gæti verið ódýr og góð lausn, kannski 7M punda samtals. Þó að ég myndi að sjálfsögðu frekar vilja sjá Simao og Alves koma. Reyndar hafa Pennant og Malbranque það framyfir hina tvo að þeir eru búnir að sanna sig í ensku deildinni.

 13. já frábært hjá kallinum… Selja Cissé.. alveg greinilega útaf þvi að hann fílar hann ekki fyrir utan völlinn! ..er greinilega eithvað óþekkur! en þá á bara að kaupa mann sem hefur aðalega verið þekktur fyrir að vera óþekkur fyrir utana völlinn.. og hann er soldið fyrir stútinn en auðvitað er hann góður knattspyrnumaður! En afhverju að kaupa hann og selja cissé.. held að þeir séu mjög svipaðir fyrir utan völlinn!! hvert er þetta lið að fara? ..gjörsamlega í hundana eða?

 14. Það styrkir klárlega hópinn að fá Pennant til okkar fyrir 3-5 millj. punda. Hann er 25 ára og búinn að ganga í gegnum ýmislegt. Ég hugsa að hann gæti alveg staðið sig vel hjá okkur en ég sé hann eingöngu sem squad leikmann, ekki sem lykilleikmann.

  Fyrir föstudag vil ég sjá eftirfarandi:
  Dirk Kuyt and Fabio Aurelio have signed for Liverpool.

 15. Sko – til að styrkja liðið þurfum við mann sem að slær þá út sem eru í byrjunarliði Liverpool.

  Ætla menn að segja mér að þessi Pennant gaur komi til með að slá Garcia eða Sissoko út úr liðinu????? Hvað þá þessi Malbranque.

  Eigum við ekki að byrja á því að styrkja þær stöður sem eru veikastar hjá okkur – eins og t.d. senterstöðurnar.

  Kristján Atli – ef við fengjum 14 millur fyrir Crouch myndi ég selja hann á stundinni. Ætlar þú að segja mér að leikmaður sem var arfaslakur í allan vetur en skori svo nokkur mörk í æfingaleikjum með enska landsliðinu og það gegn Jamaica hafi barastað hækkað um helming???? Ég segi bara seljum hann strax og það til Chelsea við myndum kannski Crespo eða Gudjonsen sem hluta af kaupverðinu. Aaa ég gleymdi því – sorry – Gudjonsen er ekki á Liverpool mælikvarða – bara Barcelona og manu mælikvarða.

  Áfram Liverpool!

 16. >Ætlar þú að segja mér að leikmaður sem var arfaslakur í allan vetur en skori svo nokkur mörk í æfingaleikjum með enska landsliðinu og það gegn Jamaica hafi barastað hækkað um helming?

  Ég trúi ekki að menn séu ennþá að halda því fram að Crouch hafi verið “arfaslakur” í vetur. Það er hrein fásinna.

  Og Eiður er fyrst og fremst hugsaður sem varamaður hjá Barca. Heldurðu að hann sé að fara að slá út Messi/Ronaldinho/Eto’o?

Mörkin hans Crouch

Verður Cisse í franska liðinu?