CROUCHY!

crouchowen412.jpg

JÆJA, okkar maður **Peter Crouch** tók sig til og skorað ÞRENNU með enska landsliðinu gegn Jamaíka í síðasta upphitunarleiknum fyrir HM. Við ættum þar með að geta bókað að hann verði í byrjunarliðinu gegn Paragvæ næsta laugardag.

Hann hefur því skorað 4 mörk í síðustu tveim leikjunum með Englandi. Frábær árangur hjá okkar manni. Ég var því miður svo hroðalega þunnur að ég náði bara að horfa á fyrstu 20 mínúturnar, en það væri gaman að heyra frá ykkur hvernig Gerrard, Carra og Crouchy voru að spila í dag.

Ætli menn hætti að púa á Crouchy núna? 🙂

Já, og Harry Kewell [skoraði tvö mörk](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152515060603-1317.htm) fyrir Ástralíu í gær.

7 Comments

  1. flott hjá honum, en verzt að hann næði ekki fernunni, en hann klúðraði víst vítaspyrnu.

  2. Þeir sem fussa og sveia yfir Crouch hafa ekki vit á fótbolta. Það sem þessir sömu einstaklingar eru í raun að hrauna yfir er ekki geta hans heldur útlit. Það að vera hátt í 2 metrar og líta út eins og ofvaxinn páskaungi er ekkert sem hjálpar honum en hann hefur sannað það að það er þrælmikill bolti í drengnum! Held að þeir sem hrauna yfir hann ættu að fara að íhuga Boccia eða strandblak sem áhugamál….allavega annað en fótbolta! :laugh:

    Svo má nú minnast á það að Harry Kewell spilaði í 85.mín með “down under” og gerði 2 og lagði upp 2 sem er OK í mínum kokkabókum.

  3. Frábært hjá Crouchy! SGE hefur staðfest að Crouchy verði í byrjunarliðinu gegn Paragvæ eftir viku! Brilljant hjá okkar manni, sem verður **augljóslega** markakóngur HM. 🙂

  4. Þetta var flottur leikur hjá Englandi og sérstaklega Crouch. Skoraði fín mörk og var duglegur.

    Ef enska liðið nær saman á HM þá geta þeir alveg farið langt.

  5. Var ekki fyrsta markið hans skráð sem sjálfsmark? Það var a.m.k sett sem sjálfsmark á varnarmann Jamaíka á leikskránni sjálfri eftir leikinn. Ef það er svo þá gerði hann því miður bara 2 mörk.

  6. – England 6-0 Jamaika

    1-0 Frank Lampard (´11)
    2-0 Jermaine Taylor (´17 sjálfsmark)
    3-0 Peter Crouch (´29)
    4-0 Michael Owen (´32)
    5-0 Peter Crouch (´67)
    6-0 Peter Crouch (´89

Flo ekki að fara neitt?

Van Basten