Meira um Djibril (og Arsenal)

Í framhaldi af umræðu gærdagsins, þá virðast Lyon menn vera [að íhuga alvarlega að kaupa Djibril Cisse í sumar](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/5038840.stm). Forseti Lyon segir nú:

>We will study the situation closely maybe even during the two days break the French team has this weekend.

>”He is a player manager] Gerard Houllier likes and Djibril has stated, Lyon could be a destination for him.”

Semsagt, hlutirnir gætu jafnvel gerst núna um helgina!

Cisse segist svo vera tilbúinn að taka á sig launalækkun til að fara til Marseille eða Lyon:

>”Financially, you have to make some sacrifices and I’m ready to make them.” “My heart leans to Marseille, but Lyon play in the Champions League and is a more stable club.”

Ég held að við getum allavegana bókað það nokkurn veginn núna að Djibril Cisse hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool.


Svo gætu Arsenal verið í [verulegum vandræðum](http://news.bbc.co.uk/1/hi/programmes/newsnight/5037494.stm). BBC segir að Arsenal hafi greitt 1 milljón punda til belgíska klúbbsins Beveren, en samstarf á milli þessara liða hefur verið mikið. Ef þetta reynist rétt gæti Arsenal jafnvel átt það á hættu að vera dæmdir útúr Meistaradeildinni á næsta tímabili.

3 Comments

  1. Nú er eitthvað verið að hvísla um Pablo Aimar og Steed Malbranque. Hvernig líst mönnum á það?

    Ég held að Malbranque gæti verið fín lausn á hægri kantinn. En er pláss fyrir Aimar á miðjunni? Væri þá málið að láta Hamann og Zenden fara og eiga Gerrard, Alonso, Sissoko og Aimar á miðjuna?

  2. Ég sá eimmit frétt þess efnis að Aimar væri í boði fyrir ekki svo mikin pening. Það undarlega við það var þegar ég sá fréttina hugsaði ég hvort pláss væri fyrir hann í liðinu. Stuðningsmenn hve margra liða leyfa sér að hugsa þannig?

    Auðvitað væri samt frábært að byrja næsta tímabil með Gerrard, Alonso, Sissoko og Aimar sem möguleik á miðjuna.

Chelsea kaup

Rafa skrifar undir samning! (uppfært)