Cisse til Lyon?

Slúðrið í kringum Djibril Cisse fer stigmagnandi þessa dagana eftir að hann byrjaði að um [óréttlæti heimsins](http://www.kop.is/gamalt/2006/05/28/15.21.51/) við franska fjölmiðla.

Núna segir Aulas, forseti Lyon að hann sé spenntur fyrir Cisse. Eða nokkurn veginn:

>When a player wants to come to Lyon, we love the fact that he declares it.

Franskir fjölmiðlar segja svo frá því að Liverpool og Lyon séu nú þegar byrjuð að semja um mögulegt verð á Djibril Cisse. Ekki veit ég hvað er rétt í því, en það verður að teljast líklegt að Djibril sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool og sennilega ágætt að Houllier borgi okkur tilbaka hlutaf af þeim peingum, sem hann eyddi í vitleysu (Salif Diao er líka til sölu!).

En ef að Djibril Cisse fer (og frönsku “demantarnir” líka), þá eru eftirfarandi framherjar eftir hjá Liverpool:

Peter Crouch
Robbie Fowler

Hvaða framherja ætlar Rafa að bæta við þennan hóp? Það er stóra spurningin. Það, sem hefur komið manni á óvart er skorturinn á slúðri varðandi framherjakaup. Einhvern veginn held ég að ef Rafa hefði virkilegan áhuga á Dirk Kuyt, þá væri hann búinn að klára þau mál. Hverjir aðrir koma þá til greina?

10 Comments

  1. Er ekki frekar rétt að spyrja um hvaða framherjUM hann ætli að bæta við.,….

  2. Kannski ekki heimsfrétt en á Skysports segir Anthony Le Tallec, í viðtali sínu.

    “They will buy two great strikers, I think, so in my mind I have already left.

    Eins og ég segi, ekki heimsfrétt, en gefur manni þó smá vísbendingu hvað Rafa er að hugsa held ég.
    Kannski eru þetta líka vangaveltur í Le Tallec, hver veit.

    Ég legg áherslu á að hann sagði 2 GREAT strikers.
    :biggrin2:

  3. Af hverju Defoe ?
    Er hann eitthvað spennandi ?
    Annars er ég gríðarlega svekktur yfir því að Sergio Aguero er búinn að skrifa undir hjá Atl. Madrid ! 😡

  4. Ef frakka-krakkarnir fara og Cissé líka þá erum við klárlega að fá 7m (Cissé), Pongolle 3-4m og Le Tallec 1-2m + peninginn sem við fengum fyrir Morentes. Þetta gæti þýtt að við gætum farið út í 1 stk Fernando Torres eða slíkan calibera leikmann. Ég er ekki að sjá fyrir mér Chelsea kaupa hann þegar Cheva er að koma til þeirra. Ég tel 15-17m eiga að nægja til að fá Torres en svo er líka spurning hvort þessi Dirk Kuyt sé eitthvað merkilegt fyrirbæri sem eyða ætti 8-10m í. Ég heimta stórt nafn í sumar og það er ég viss um að Rafa er sammála mér um. Spurningin er hvort leikmennirnir sem hann reynir að kaupa verði blásnir upp í verði eins og alltaf.

  5. Það er gott mál, eins og Einar segir, að Houllier borgi til baka peninginn sem hann eyddi hinn litríka og misjafna Cissé.

    Ennfremur má hann fá Le Tallec, Diao og Cheyrou líka.

    Hins vegar vona ég að við höldum Pongolle. Ég tel það ljóst að Mellor fari líka þar sem hann er bæði ekki næginlega góður fyrir LFC sem og ávallt meiddur.

    Þá erum við með þessa:
    Fowler
    Crouch
    Pongolle
    +2 (Kuyt og spánverji)

    Ég segi fyrir mína parta hvað varðar Defoe… af hverju er hann nógu góður fyrir okkur þegar Tottenham getur ekki notað hann?

    Koma svo Rafa…. förum að ganga frá einhverjum kaupum.

  6. Ég sagði þá sem ég HELD að myndu koma en ekki þá sem ég vill 😉
    Vil jú Kuyt og svoo hum er Adriano ekki ósáttur hjá Inter :biggrin2: :rolleyes:

  7. Aggi, ég efast um að Pongolle verði áfram því hann er búinn að segja þetta:

    “*I’m 21 years old and I need to play, I want to play. It’s difficult and frustrating when you are sat on the bench and not involved in a game.

    At Liverpool, even if I played well or didn’t play well, I never knew whether I was going to play the next match.

    As a striker, that makes things really difficult in your head because you need confidence to score goals.

    So that’s what I need – to start a game, enjoy my football and not think whether I am going to play the next match or not.*”

    Það er því alveg á hreinu að hann er ekki tilbúinn að vera fimmti framherji Liverpool lengur. Enda held ég að við þurfum ekkert meira en tvo nýja topp framherja og svo Crouch og Fowler.

  8. Hannes, en ef Rafa kaupir eingöngu einn framherja og við höldum Pongolle?

    Þá er klárt mál að hann fær fullt af leikjum.

  9. Ekki gleyma Garcia, hann getur spilað frammi.

    Ef við kaupum hægri kantmann þá eru auknar líkur á því að Benites noti Garcia meira í sókninni.

    Krizzi

Peter Crouch – The Robot

Chelsea kaup