Chelsea kaup

**Úffffff!**

Andriy Shevchenko skrifaði áðan [undir 4 ára samning við Chelsea](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/c/chelsea/5035604.stm) og við það tilefni tilkynnti Mourinho líka að hann vildi kaupa [Roberto Carlos frá Real Madrid](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/c/chelsea/5033138.stm). Eftir það ættu Chelsea menn að vera sáttir við kaup sumarsins.

Við bjuggumst svosem við þessu. En athyglisverð eru komment frá Didier Drogba, sem komu [fyrr í dag](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/c/chelsea/5034458.stm), þar sem Drogba sagði Lyon mönnum að Mourinho ætlaði að byggja liðið í kringum Drogba og Shevchenko. Sem er athyglisvert, þar sem þá þyrfti Jose að breyta 4-5-1 leikaðferðinni sinni. Ætlar hann þá að fara í 4-4-2, eða ætlar hann jafnvel að spila 4-3-3 án hefðbundnu vængmannana sinna, svipað einsog t.d. Barcelona?

Þetta gæti verið svona – 4-4-2:

Cech

Ferreira – Terry – Carvalho – Carlos

Robben – Lampard – Ballack – Cole

Shevchenko – Drogba

Vandamálið við þessa uppstillingu er að þarna er enginn Makalele, sem hefur verið fastamaður hjá Chelsea. Í raun getur Chelsea varla spilað með bara tvo miðjumenn, þar sem maður hefði haldið að allir Makalele, Lampard og Ballack væru pottþéttir í byrjunarliðinu.

Gæti þetta því verið svona – með Ballack enn framar – hæpið, þar sem Ballack mun varla spila í þessari stöðu?

Cech

Ferreira – Terry – Carvalho – Carlos

Lampard – Makalele – Essien

Ballack – Shevchenko – Drogba

eða með Ballack á miðjunni og J.Cole eða Robben frammi

Cech

Ferreira – Terry – Carvalho – Carlos

Lampard – Makalele – Ballack

Robben/Cole- Shevchenko – Drogba

Svona þegar ég hugsa þetta, þá þykir mér þetta einna líklegust af uppstillingunum. Hvernig sem maður reynir að stilla þessu upp, þá er í raun breiddin í þessu Chelsea liði orðin ógnvægleg. Ef við tökum það sem gefið að 4 manna vörnin sé eins, þá hefur Mourinho bara 6 stöður til að raða þessum leikmönnum í lið (að því gefnu að Eiður Smári verði allavegana seldur): Essien, Lampard, Makalele, Ballack, Shevchenko, Drogba, Robben, Wright-Phillips, Duff, J. Cole, Kalou, (Crespo).

Þetta er hreinasta geðveiki. Í hverjum einasta leik verða að minnsta kosti 5 toppklassa miðju- og sóknarmenn ekki inná. Ekki bara góðir leikmenn, heldur leikmenn sem eru fastamenn í landsliðum og kæmust inní flest önnur lið í heimi.

Ef að þetta Chelsea lið smellur saman, þá get ég ekki séð að nokkuð lið í enska boltanum geti stöðvað þetta samansafn af leikmönnum. Von hinna liðanna hlýtur að vera að þetta lið geti ekki smollið saman og að Chelsea hljóti sömu örlög og Real Madrid. Þessi sumarkaup Chelsea bera allavegana ansi sterkan keim af “galacticos” stefnunni hjá Real Madrid.

Annars hljótum við að bjóða Shevchenko velkomin í ensku deildina.
Jerzy biður að heilsa. 🙂

25 Comments

  1. Mjög athyglisvert….

    held að þeir eigi líka eftir að prufa að spila 4-4-2 með tígul miðju, þ.e. með Makelele aftastan á miðjunni, svo lampard og Ballack (eða jafnvel Essien) og svo kannski Joe Cole eða Robben fremsta á miðjunni( eða jafnvel Ballack eða Lampard og hafa þá Essien einn af þessum tveimur central miðjumönnum!!) Mourinho var aðeins farinn að nota þetta undir lok síðasta tímabils með misjöfnum árangri, en ég held að hann telji þetta ekki fullreynt.

    Ég myndi allavega halda að það væri ekkert alltof bjart fyrir SWP og reyndar aðra vængmenn í Chelsea liðinu fyrir komandi tímabil, og þar af leiðandi finnst mér að hann eigi bara að taka næstu lest á Anfield og vera þar næsta vetur…..

  2. Mér er nákvæmlega sama hvað Chelsea gerir. Þeir hafa verið rosalega stöðugir síðustu tvö árin en ég held að nú fari að halla undan fæti. Menn sem ég hef rætt við benda mér í sífeldu á það að þeir séu komnir með Ballack og að Sheva sé nánast kominn o.sfrv. En ég segji og hvað…?

    Eiga þeir eftir að ná 100 stigum á næstu leiktíð ?

    Mitt svar er nei.

    Þegar þeir urðu meistarar í fyrra náðu þeir held ég 96 stigum og í ár 91-92 stigum eða eitthvað álíka og mér er sama hvern þeir kaupa, stöðuleikinn verður varla meiri. Í raun tel ég að Chelsea eigi ekki eftir að fara yfir 90 stigin á næsta tímabili og að LFC eigi eftir að veita þeim enn harðari keppni um titilinn en þeir hafa áður gert.

    Ég byggi þessa skoðun mína á því að þeir hafa unnið deildina tvisvar en CL aldrei og það hlýtur að verða aðalmarkmið þeirra. Jose virðist einnig vera að breyta dálítið miklu og kannski tekur það þá einhvern tíma að venjast nýjum stjörnum sem þurfa að sýna sig.

    Ég held að þessar breytingar geti hjálpað þeim í CL en trúi því ekki að þeir verði sterkari í EPL en undanfarin tvö ár.

  3. Þetta er ótrúlega sterkur hópur og eina vonin er að þetta fari sömu leið og Real Madrid… og Mourinho gleymi varnarleiknum og selji Gallas og Terry…

    … en á meðan Chelsea sankar að sér frábærum leikmönnum… hvar eru okkar nýju leikmenn?

    Það er í sjálfu sér ágætt að við séum að selja leikmenn eins og Morientes, Cissé, Le Tallec, Traore o.s.frv. en það væri ágætt að sjá alla vega 2 leikmenn ganga til liðs við okkur áður en HM byrjar…

  4. já þetta er rosalegt.

    þetta lið er rosalegt og ég verð bara að vona að mórallinn verði lélegur hjá þeim sem myndi þá bitna á gengi þeirra.

    Í sambandi við uppstillinguna, þá finnst mér nokkuð líklegt að Drogba sé fullur af sk… (afsakið orðalagið) og það verði bara einn frammi

  5. Ég er orðinn vel stressaður yfir leikmannamarkaðs málum hjá okkur. Rafa var að tala um að hann vildi ljúka þessu fyrir HM, og hvað eru margir dagar í HM ? 9 ? þetta styttist og ekkert að gerast :/ býst við Chelsea fáranlega sterkum á næsta tímabili.

  6. Mággkona mín er gift Ítala. Þau eiga fimm ára dóttur. Við fæðingu sagði barnalæknirinn þeim að tala móðurmál sín við dótturina, og þá myndi hún læra þau bæði. Í dag talar hún íslensku og ítölsku reiprennandi.

    Schevchenko þarf ekki að læra ensku til að geta talað við börnin sín. Fáránlegasta afsökun allra tíma. Raunveruleg ástæða: PENINGAR!

    End of discussion.

    Hvað okkur hina varðar, þá eru Chelsea núna búnir að kaupa Ballack, Schevchenko og eru líklega að fara að kaupa Roberto Carlos líka. Það er nánast sama hvaða leikmenn Arsenal, Man U og Liverpool kaupa, það mun ekki standast samanburð.

    Eins og Einar segir, það besta sem við getum vonað er að við fáum einhvern míní-Galacticos sirkus útúr þessu öllu saman; pirring frá stórstjörnum sem þurfa að sitja á bekknum, opinber rifrildi við Mourinho sem mun rífast og skammast út í alla af sinni alkunnu snilld.

    Því hinn kosturinn í stöðunni er satt best að segja ógnvænlegur. Ef þetta lið smellur saman og allt gengur upp veit ég ekki hver getur stöðvað þetta lið.

    Vill Asier del Horno vera varaskeifa fyrir Carlos? Nægir Michael Essien að vera fjórði eða fimmti valkostur á miðjuna? Sættir Crespo sig við að vera á eftir Drogba og Schevchenko í goggunarröðinni? Þola Damien Duff og Shaun Wright-Phillips annað tímabil af því að horfa á úr stúkunni? Hvernig líður Gallas í vetur eftir að Mourinho neitar að leyfa honum að fara?

    Og hvað ef Schevchenko, Terry, Lampard, Makelele, Cech eða Drogba meiðast og verða frá í einhvern tíma?

    Það er margt sem getur farið úrskeiðis hjá Chelsea, og ef við erum alveg hreinskilnir verðum við hreinlega að vona það besta í þeim efnum. Því ef lífið hjá þessum klúbbi verður dans á rósum mun ekkert lið stöðva þá næstu árin.

  7. Við þurfum bara að taka upp veskið og klára þessa samninga við Pauletta, Gonzalez, Aurelio, Alves, Kuyt og annan top-striker (Owen/Torres).

    Þá getum við hæglega keppt við þetta blessaða Chelsea lið!

  8. Ég geri mér grein fyrir að það er sjaldgæft að fótboltanördar séu í samböndum :biggrin: en Kristján Atli er líklega einn af þeim heppnu :laugh:

    Roberto Carlos? Sem varnarmaður?? Orðinn 33ja? Gæti ekki óskað mér annars betra en að hann kæmi þarna inn í liðið, þá yrði vörnin brothætt. Ofmetnasti maður í boltanum síðustu ár.

    Svo bætist líklega aulinn John Obi Mikel (fjöldi keppnisleikja síðasta árið: sirka 8) inn á miðjuna þarna. Hann ku eiga greiða leið í flest önnur lið.

    Ég get ekki ímyndað mér hvernig mórallinn verður þarna, en veit hvað ég vona

  9. Vá, þetta eru samt 6 leikmenn og við erum ekki búnir að fá einn einasta!

    En “humm”, það er hægt að eiga mágkonu á annan hátt en í gegnum bróður sinn. Mér þykir líklegra að systir konunnar hans Kristjáns Atla sé gift Ítala. :tongue:

  10. Hannes, það er búið að ganga frá við Gonzalez og Pauletta. Pauletta kemur 1.júlí formlega í félagið og Gonzalez var í raun bara í láni frá Liverpool hjá Sociedad í vetur.

    Hins vegar væri ljúft að sjá Aurelio, Alves, Kuyt og Torres koma fyrir HM!

  11. Ok – Chelsea er að bæta tveim af bestu leikmönnum í heiminum í lið sem rúllaði upp ensku deildinni. Lítur ekkert sérstakleg vel út.

    En það eru bara 11 leikmenn inn á í einu.

    Ég tel að ef við verðum ekki fyrir meiðslum þá séum við 3 leikmönnum á eftir Chelsea. Við þurfum tvo heimsklassa sentera það er á hreinu og ég myndi vilja sjá nýjan hægri bakvörð.

    Ef þessar stöður verða mannaðar og við sleppum við meiðslu gætum við alveg velgt þeim undir uggum en það verður svo sannarlega á brattann að sækja – en alls ekki ómögulegt.

    Nú veltur allt á Moores og Parry.

  12. Ch$$$$$$$ hefur því miður sannað það að þú getur keypt þér árangur í íþróttum. Peningar eru það sem telur í fótbolta í dag.

    Hvaða annað lið í heiminum hefði t.d. efni á því að láta tvo 20+ millj punda leikmenn sitja á bekknum Essien (24 millj) og Wright-Phillips (21 millj).

    Þessi kaup C$$$$$$$ á Ballack og Schevchenko færa liðið upp á aðrað hæðir(jafnvel þær hæstu). Sama hversu mikið við reynum að sannfæra okkur um annað þá er það bara staðreynd, þeir er með langbesta liðið á Englandi í dag (og líklega í heiminum).

    Annars er mín tilfinning sú að eftir þessi kaup verði höfuð áherslan lögð á meistaradeildina. Það er sá titill sem þeir þrá mest.

    Eins og Kristján kom inn á þá er spurning hvernig mórallinn hjá þeim verður í vetur. Lélegur mórall hefur áhrif á liðið út á velli. Eiga allar þessar stjörnur eftir að vera ánægðar á bekknum????

    Moron hefur aldrei farið leynt með það að hann vilji ekki kaupa stjörnur. Hann hefur frekað kosið að kaupa leikmenn sem falla að leikskipulagi hans. Því spyr maður sig voru þessir leikmenn á óskalista hans eða Abra/Kenyon.

    Ps. Rosalega var Schevchenko fljótur að semja við þá.

    Krizzi

  13. Ég veit Aggi, en mér líður samt ekki vel fyrr en Gonzalez fær atvinnuleyfið og ég sé mynd af Pauletta á Anfield. En mér sýnist við vera nokkuð sammála í þessum málum! 🙂

  14. Segi og skrifa það bara núna: Ég spái því að Liverpool verði Englandsmeistari á næsta tímabili! Hef engar áhyggjur af Chelsea – sorry, ég er ekki að reyna að sannfæra mig um neitt, ég bara sé ekki endilega þetta vera eitthvað ósigrandi lið. Real Madrid er dæmi um það að það er ekki hægt að kaupa árangur og ég held að Chelsea geti verið ágætis dæmi um það líka.

  15. Ástæða Schevchenko getur ekki verið byggð á peningunum einum. Þetta er hans “síðasti” kafli sem knattspyrnumaður og hann fær hér tækifæri til að spila síðustu árin með liði sem er til alls líklegt, ekki bara í Englandi heldur í Evrópu líka. Hann er löngu búinn að sanna sig á Ítalíu, því ekki að sanna sig á Englandi.

    Flytja til London, verða moldríkur, spila með snillingumum í Chelsea, vinna deildina og hanga með ríkasta manni heims. Why not?

    En hann nú samt eftir að sanna sig á Englandi, það er ekkert sjálfgefið. Hann er þó líklegur maðurinn.

    Hvað okkar framherjamál varðar, þá sá ég einhversatðar nafn Bent nefnt í dag. Hann skoraði hvað? 21-22 mörk á síðasta tímabili. Enga síður ekki spennandi kostur að mínu mati. En mörkin tala sínu máli. Það er ekki nog að vera bestur í heimi að fagna. Verð að taka það fram að ég hef samt alltaf trú á þeim framherjum sem keyptir eru. Mesta trú hafði ég þó á Karl-Heinz Riedle á sínum tíma. En eftir kaupin á Fernando veit ég að allir geta klikkað. Líka Schevchenko.

    Áfram Liverpool

  16. Ég skil ekki hvað allir eru að hristast og skjálfa yfir þessum Úkraínudreng! Það er alveg sama hvað þessi vellauðugi rússi kaupir að þá getur hann ekki sett nema 11 leikmenn inná í einu.

    Þú komst með mjög góðan punkt, Einar, varðandi uppstillinguna á Chelsea liðinu. Ef Mourinho ætlar að fara yfir í 4-4-2 kerfið og fórna Makelele í staðinn fyrir “Drogba-Sheva” framherjaparinu veikir það Chelsea liðið mjög varnarlega. Makelele er eflaust sá leikmaður í deildinni sem er vanmetnastur hvað vinnslu varðar. Hann er að mínu viti sá sem hefur gert Frank Lampard kleift að fara framar á völlinn og skora þessi mörk. (Gerrard og Sissoko hjá LFC er sama samlíking). Ef Makelele á að detta út úr liðinu þarf annað hvort Lampard eða Ballack að sinna varnarskyldu því ekki geta þeir báðir gert það um leið. Þeir eru báðir mjög svipaðir miðjumenn og tel ég að þeim verður ekki stillt upp svoleiðis. Ég tel það af og frá að Mourinho bakki með sitt kerfi og skúffi Makelele, sínum mikilvægasta manni, úr liðinu til að geta stillt upp einhverju draumaliði. Ó nei. Ég tel að Sheva verði í framlínunni og jafnvel á öðrum hvorum kantinum í þessari typical 4-3-2-1 uppstillingu. Þar eru þeir hættulegastir með sterka menn til að sinna varnarhlutverkinu og fljótir að sækja þegar þeir fá boltann. Annars ætla ég fyrst að sjá Sheva sanna sig í enska boltanum áður en ég ætla að fara að vera með yfirlýsingar. Boltinn ætti að henta honum þar sem Úkraína er kick&run landslið.

  17. Það sást líka vel hversu mikilvægur Makelele er C$$$ þegar þeir töpuðu 3-0 fyrir Boro…

    Sást líka hjá Púlurum í fyrri hálfleik gegn Milan í fyrra hversu mikilvægt það er að hafa góðan varnartengilið á móti góðum sóknarliðum…
    um leið og Hamann kom inná lokuðust eyðurnar og það gaf Gerrard tækifæri til að sækja…

    Góðir varnartengiliðir eru nauðsynlegir í nútímabolta… Man.utd er ekki með neinn… C$$$$ eru bara með einn (Essien er ekki nógu góður að mínu mati til að taka við af Makelele) en við erum með 2 stórkostlega (og svo náttúrulega mesta tæklara ensku deildarinnar í ár, Alonso)…

    Um leið og Rafa verður búinn að kaupa 2 góða framherja, þá held ég að við getum staðið jafnfætis, og jafnvel framar, C$$$ þegar liðsheildir eru skoðaðar (ekki bara einstakir leikmenn)… 😉

  18. Ef ég ætti að stilla upp byrjunarliði Chelsea á næsta tímabili yrði það svona:

    —-Petr Cech
    –Ferreira–Terry–Gallas–Carlos–
    —-Makelele-
    —Ballack—-Lampard-Joe Cole—
    –Shevchenko-Kalou

    Vá… mér líður eins og ég hafi svindlað í Football Manager….

  19. Hjalti, þú ferð nokkuð nærri því sem ég myndi segja að Mourinho sé að hugsa. En pældu í því að fyrir utan þessa leikmenn sem þú nefnir gætu þeir **LÍKA** stillt þessu liði upp:

    —Carlo Cudicini –Johnson–???–Carvalho–Del Horno– —-Diarra- —SWP—-Essien-Robben— –Drogba-Crespo—

    Og þá erum við ekki enn búnir að nefna til sögunnar leikmenn eins og Damien Duff, Wayne Bridge, Carlton Cole, Eið Smára (sem er enn hjá Chelsea þangað til annað kemur í ljós) og nýja varamarkvörðinn, Hilario.

    Lesist: **fáránleg breidd!!!**

    Það er ekki hægt að vinna svona lið. Það er nánast sama hver meiðist, það veikir liðið næstum því ekki neitt …

  20. Ef ég ætti að stilla upp byrjunarliði Liverpool á næsta tímabili yrði það svona:

    Reina

    Finnan-Hyypia-Carra-Aurelio

    Alves-Gerrard-Alonso-Kewell

    Kuyt-Torres

    Til að velja úr á bekkinn: Carson, Riise, Kromkamp, Agger, Pauletta, Gonzalez, García, Sissoko, Zenden, Fowler og Crouch.

    Vá… MÉR líður eins og ég hafi svindlað í Football Manager! 😉

    Enn þetta er víst ekki orðið svona (ennþá)

    :tongue:

  21. ManUtd hefur nú reynt að kaupa sér velgengni að undanförnu sbr top 6 transfer fee á Englandi:

    TOP FIVE BRITISH TRANSFERS
    Andriy Shevchenko; AC Milan – Chelsea £30m?
    Rio Ferdinand: Leeds – Man Utd £30m
    Juan Sebastian Veron: Lazio – Man Utd £28m
    Wayne Rooney: Everton – Man Utd £27m
    Michael Essien: Lyon – Chelsea £24.5m
    Didier Drogba: Marseille – Chelsea £24m

    Ef listinn yrði lengdur í top15 yrði Cheski vissulega með langflesta leikmenn. En hár verðmiði er enganveginn ávísun á að leikmaðurinn standi sig sbr nr 2, 3 og 5 á þessum lista.

  22. Ég get nú ekki alveg tekið undir það að Rio hafi ekki staðið sig vel hjá manu.

    Þeir kaupa hann 2002, tímabilið 2002/2003 þá vinna þeir deildina og fá fæst mörk á sig. Næstu tvö tímabil lenda þeir í 3 sæti. Ekki er það nú alveg Rio að kenna heldur frekar meðspilurum hans í vörninni og markvörðunum tveimur, þeim Roy Carrol og Tim Howard.

    Tölfræðin er líka Rio hliðholl því með hann í liðinu er manu með mun betri árangur en án hans.

    Af þessum 6 leikmönnum er aðeins einn sem ekki stóð sig, hann Veron. Hinir eru að mínu mati hverrar krónu virði, set nú reyndar spurningamerki við Essien full hátt verð þar.

    Það er samt rétt hjá Ólafi að hátt verð er ekki ávísun á góðan árangur hjá þeim leikmanni. Það sannast best ef við skoðum dýrustu kaup Liverpool:

    Hér er listi yfir þá 5 dýrustu:

    1. Djibril Cisse Auxerre £14,500,000 Gerard Houllier 01.07.2004
    2. Emile Heskey Leicester £11,000,000 Gerard Houllier 10.03.2000
    3. Xabi Alonso Real Sociedad £10,700,000 Rafael Benítez 20.08.2004
    4. El Hadji Diouf Lens £10,000,000 Gerard Houllier 01.06.2002
    5. Stan Collymore Nottm For £8,500,000 Roy Evans 01.07.1995

    Þarna er aðeins einn leikmaður (Alonso) sem hefur sannað sig hjá Liverpool og reynst hverrar krónu virði. Þetta segir okkur líka að dýrir sóknarmenn hafa ekki verið að náð sér á strik hjá okkur, hvað veldur það er stór spurning. En vonandi verður breyting þar á næsta vetur.

  23. Er nú ekki áhyggjufullur yfir því að Chelsea fái Roberto Carlos. Hann er nýbúinn að klára grútlélegt tímabil hjá Real og við fáum líklegast Fabio Aurelio sem er einfaldlega mun betri vinstri bakvörður en Carlos.

  24. Ég kíkti í gamni á íslensku Chelsea síðuna og þar er könnun um hversu mikils virði lesendur telja Shevschenko vera. Yfir 62% telja hann 30 milljón punda virði eða meira, þar af tæp 17% sem segja hann vera 50 milljón punda virði.

    Mér hefur lengi blöskrað verðlagið á sumum knattspyrnumönnunum, en ég er stórgáttaður á því að svona margir skuli telja Shevy svona rosalega mikils virði. Tekur fólk virkilega undir þetta, eða eru Chelsea fylgjendur bara komnir í þennan yfirprísaðan þankagang vegna Abramovich og hans peninga?

Cisse til Lyon?

Meira um Djibril (og Arsenal)