Miðjumaðurinn

Dömur mínar og herrar, má ég kynna manninn sem ætlar að [redda öllum miðjuvandræðum](http://sport.independent.co.uk/football/internationals/article621789.ece) Englendinga í sumar…

carra-meistaradeild.jpg

Samkvæmt Indenpendent ætlar Sven-Göran að spila með 5 manna miðju á móti Ungverjum annað kvöld. Semsagt, á miðjunni eiga að vera Beckham, Lampard, Cole, Gerrard (framarlega) og … **Jamie Carragher**. Gerrard á að vera nokkurn veginn á milli miðju og sóknar og svo verður Michael Owen einn frammi.

Owen er reyndar meiddur og hann virðist vera verulega tæpur fyrir HM. Ef að Owen er meiddur, þá væri ekki ólíklegt að liðið á HM myndi líta svona út:

Robinson

Neville – Terry – Ferdinand – A.Cole

Beckham – Lampard – Carra – J.Cole

GerrardCrouch

Magnað helvíti, ekki satt?

8 Comments

 1. Það er frábært ef að Carra fær að vera í byrjunarliði Englendinga á HM.

  Eeennn, það er alveg fáránlegt að Sven skuli ekki nota hann sem miðvörð, þar sem hæfileikar Carra nýtast best.

  Göran hinn sænski er algjör meistari í því að spila mönnum úr sínum eðlilegu stöðum. Eða eru það bara þeir allra hæfileikamestu þ.e. Carra og Gerrard? 🙂

 2. ég væri alveg til í að sjá hann vera varnarsinnaðan miðjumann…þú færð ekki meiri báráttu í einum manni einsog í Carra.. hann er snillingur! þá gæti Lampard lika verið með miklu meira sóknarhlutverk! Og það væri nú bara gaman að sjá hvað kæmi útúr þessu!

 3. Maðurinn á skilið að fá að vera í landsliðinu, miðað við þá frammistöðu sem hann hefur sýnt sl. ár (hreint ótrúlegt að sjá hvað hann hefur lítið fengið að spreyta sig með því …..:confused:).

  Carra er nú þannig leikmaður að hann getur leyst hvaða stöðu sem er (og gert það mjög vel :smile:) og skiptir þá litlu hvort að það sé ÖLL aftasta línan eða miðjan (eða hreinlega frammi…… :wink:).

 4. Sýnir nú enn og aftur hversu mikill snillingur Sven er :rolleyes:

  Hann er með Carrick, sem hefur blómstrað í þessari stöðu á þessu tímabili, en ákveður að setja Carra þarna, sem á klárlega að vera í miðverðinum við hlið Terry. Nehh, hann ákveður að taka Carra og spila honum út úr stöðu.

  Hann er nú nokkrum sinnum búinn að troða Stevie G á vinstri kantinn, líklega sú staða sem hann á síst heima í af öllum (fyrir kannski utan miðvarðarstöðuna, en Sven hefur nú sett hann þar líka :laugh:)

  Ég held að það hafi verið nokkuð sama hvern þeir réðu inn fyrir Sven, þeir gátu ekki gert verri hluti. Svíinn er búinn að missa það.

 5. Ef þetta er raunin, þá held ég að áætlun Sven sé bara að Carra sé framliggjandi miðvörður og eigi stoppa skyndisóknir svo það reyni ekkert á Terry og Ferdinand. :laugh:

 6. vona að við pullarar þurfum ekki að biða i allt sumar eftir þvi að einhverjir goðir verði keyptir,er ekkert verið að ræða um frammherja,timi til komin að fa einn verulega goðan,allavega sem stendur undir nafni,þeir hafa nu ekki beinlinis verið að standa sig,þessir frammherjar sem við höfum haft.

Leikmenn Liverpool á HM

Alves eftirsóttur