Cisse að fara?

-UPPFÆRT-
Ég hef sennilega eitthvað verið að misskilja, en ég sá aðra frétt á BBC eftir að ég póstaði þessu upprunalega inn. Vitna bara hér beint í Cisse:
>Hr. Houllier keypti mig til Liverpool en ég fékk aldrei tækifæri til að vinna með honum. Núna er ég með þjálfara sem vill ekki hafa mig hér áfram. Benítez notaði mig ekki, og því hef ég tekið skref aftur á bak á ferlinum. Ég nýt ekki trausts þjálfarans, honum líkar ekki við mig.

Lesist: Cisse er að fara, og hann er meira að segja tilbúinn að taka á sig launalækkun fyrir það.

>Fjárhagslega séð, þá þarf maður stundum að færa fórnir og ég er tilbúinn til þess. Hjartað á mér hallast til Marseille, en Lyon spilar í Meistaradeildinni og eru stabílari klúbbur. Ég held að ég gæti ekki hugsað mér annað tímabil eins og þessu sem var að ljúka.

Hann gæti því farið til Houllier í Lyon en Cisse greindi einnig frá því að hann hefði getað farið til Marseille í janúarglugganum. Það er því nokkuð ljóst að hann fer í sumar, og eftir þessi ummæli sem höfð eru eftir honum úr æfingabúðum franska landsliðsins eru rétt, er mér alveg sama.


Upprunalega færslan:

Djibril Cisse segir að hann verði kannski ekki áfram hjá okkur á næstu leiktíð. Hann skoraði auðvitað bara níu mörk í deildinni og ég held að allir hafi verið búnir að afskrifa að hann yrði hérna mikið lengur á tímabili, þegar hann kvartað yfir bekkjarsetu og slíkt. Hann kom aftur á móti sterkur inn í lok tímabilsins og því veit maður ekki.

Cisse gæti verið áfram, en ég held að það fari eftir því hvort Rafa fái þá menn sem hann vilji í sumar. Ljóst er að við munum kaupa einn framherja, en ef Rafa fær sér tvo þá eru allar líkur á því að Cisse fari…. Hann segir jafnframt að hann vilji að málið leysist sem allra fyrst.

>Ég ætla ekki að spila annað svona tímabil undir stjórn Benítez. Ég vil að allt verði klárt fyrir HM, svo ég geti einbeitt mér að boltanum mínum. Ég hef verið í sambandi við Paris Saint Germain, Lyon og einnig Marseille.

Mér finnst þetta vera full djúpt í árina tekið hjá Cisse. Mér er nokk sama þó að hann fari, svo lengi sem það komi þá tveir framherjar í staðinn og Crouch og Fowler verði því áfram.


Já og Benfica vilja víst fá amk 13,7 milljónir punda fyrir Simao. Er það nokkuð of mikið? Líklega fyrir Liverpool sem reyndi að kaupa hann á einhverjar átta milljónir á sínum tíma, að mig minnir. Væri ekki leiðinlegt að fá hann til okkar samt sem áður, og klárlega minn fyrsti kostur á hægri vænginn.

31 Comments

 1. Hjalti, átti Cisse ekki að hafa sagt þetta í janúar, þegar gekk sem verst? Er nokkuð viss um það, var að lesa þetta á fotbolti.net og minnir að hann hafi átt að hafa sagt þetta þá, en engu að síður auðvelt að misskilja og halda að hann hafi sagt þetta nýverið.

 2. Algjörlega óskiljanlegt! ..sem liverpool maður og mikill aðdáandi Fowlers þá skil ég ekki afhverju hann vill halda gömlum manni inní liðinu en ekki ungum ferskum manni sem skoraði nálægt 20 mörkum í vetur á miðjunni! Ef hann fer mun ég aldrei styðja við bakið á Benitez sóknarlega! thank you!

 3. algjörlega sammála síðasta ræðumanni… sjáið líka alveg þessa framherja sem hann hefur keypt til félagsins! Hann hefur greinilega ekki mikið vit á sóknarmönnum og svo loks þegar að þeir skora.. neinei þá á bara að selja þá og græða sem mest! ..þoli ekki svona hugsunarhátt! Cissé er maður sem er tilbúin að leggja allt sem hann á til þess að vera elskaður af klúbbnum og hann hefur margoft sagt það að hann elski liverpool útaf lífinu.. hefur gert það síðustu 3 ár að mig minnir!! En Benitez hann greinilega elskar klúbbinn.. nei eða bara ekki! æj ég nenni ekki að svekkja mig lengur á þessu! Það verður bara gaman að rakka niður fowler, crouch og örugglega einhvern álíka lélegan framherja sem hann kaupir á næsta timabili! En ég mun sakna Cissé ef hann fer..

 4. > Ef hann fer mun ég aldrei styðja við bakið á Benitez sóknarlega!

  Ha? Muntu þá bara halda með Liverpool þegar við erum í vörn?

 5. Hvort eru menn stuðningsmenn Liverpool FC eða Djibril Cissé?

  Rafa Benítez er marg búinn að sýna okkur það og sanna hvers hann er megnugur. Attitude hjá Cissé hefur á köflum verið skelfilegt og hefur bara brot af þessum vandamálum ratað á síður fjölmiðla.

  Frekar skrítið viðhorf hjá “stuðningsmanni” Liverpool að ákveða það að ætla að rakka niður leikmenn félagsins á næsta tímabili. Alveg örugglega eru allar aðgerðir Cissé vegna ástar hans á klúbbnum og það sem Rafa gerir er fyrst og fremst til að rífa félagið niður 😯

  Fáránlegur málflutningur að mínum dómi.

 6. nei ég meina.. útskýriði þá fyrir mér hvað hann hefur gert gott í sambandi við framherja? kaupir Morientes á 6 m pund og selur hann á hvað? nánast ekki neitt! Kaupir Crouch og hvað hefur hann svosem gert! jú skoraði rétt yfir 10 mörk en fékk alltaf að spila frammi einsog hann morientes. þú veist 12 mörk í 61 leik! segir það bara ekki alla sína sögu! ég er bara raunsær og það er greinilegt að hann kann ekki að velja sér framherja og svo ætlar hann að selja eina manninn sem getur skorað í þessu liði fyrir utan Gerrard! þetta bara fer svo mikið í taugarnar ámér! Að selja mann sem getur virkilega skorað mörk og leggur sig alltaf 100 % fram! frekar heimskulegt að mínu mati!

 7. Tek hjartanlega undir með SStein. Fáránlegt að ákveða það að fara rakka sóknarmenn Liverpool vegna ástar á einum leikmanni. Ég viðurkenni það, að ég gagnrýndi Rafa og stjórnina í fyrra vegna framgangs í sumum leikmannakaupum og það að hafa ekki fengið Owen til okkar. En ást mín á klúbbnum er alltaf meiri en svo, að maður lætur ekki einn einstakling stjórna sér.

  Viðhorf / attitude Cissé hefur margoft verið til umfjöllunar og hann hefur vissulega sagt að hann elski klúbbinn, en hann hefur líka sagt neikvæða hluti vegna þess að hann fái ekki að spila nóg. Að væla í fjölmiðla er alltaf neikvætt hjá mér og það töluðum við margir hérna um þegar ákveðin Cisse hrina gekk yfir í vetur 🙂

  Svona menn mega þá bara fara! Við verðum að trúa því að við fáum til okkar súperframherja … ef ekki, þá sýpur liðið kannski seiðið af því og Rafa fær skammirnar. En að hengja Rafa fyrir að Cissé sé að fara … það er fáránlegt!

 8. Cissé má fara og það dýrt… Houllier ætti að sjá sóma sinn í því að kaupa hann á 14 millj. punda og núlla kostnaðinn út sem við lögðum út í þegar hann kom til okkar.

  Hugsið ykkur hvaða leikmenn við gætum fengið fyrir 14 millj. + aðrar 10 millj. uussssss

  Ég sá Cissé spila í gær með franska landsliðinu gegn Mexíkó og hann var bara jafn lélegur og hann hefur oftast verið með okkur… lélegar sendingar fyrir markið og komst ekki í eitt almennilegt færi.

 9. Vonandi heldur hann áfram að losa sig við sentera og ég bið til guðs að Crouch verði hent á haugana. Algjör hörmung sem sá maður er. Framherji sem skorar 6 mörk á 1900 mínútum í deildinni og leggur upp 3 mörk er slakur framherji. Til gamans má geta að Morientes skoraði 3 mörk á 741 min og lagði upp 1. Og þið megið reyna að verja hann eins og þið getið og komið með alls kyns afsakanir en þessi maður er engan veginn næginlega góður til að vera aðal framherji stórklúbbs eins og Liverpool. Það er bara staðreynd

 10. nákvæmlega.. lítiði bara á straðreyndir!! Ekki reyna síðan að verja Benitez fyrir þesssa hörmulega framherja sem hann hefur fengið til Liverpool! Maður hélt að hann myndi gera betur eftir að hafa unnið meistaradeildina en eintóm vonbrigði eru hja mer allavena í sambandi við framherjana og þá sérstaklega ef hann ætlar að selja mann sem getur virkilega skorað mörk! En nóg um það.. ég skal hætta að gagnrýna en það er einsgott að hann komi ekki með annan 2 metra mann í þetta lið.. sem er í þokkabót alls ekki góður skallamaður! sry strákar svona eru þessar straðreyndir bara! ekki mér að kenna:D

 11. Þú ert ekki að koma með neitt sem getur talist til staðreynda, þú ert að koma með þína skoðun, og gott og vel, það má hver og einn hafa sína skoðun. Það sem er aftur á móti algjör staðreynd er það að við náðum 82 stigum í deildinni í ár, betra en liðið hefur náð í manna minnum, og FA bikarinn einnig í hús. Það er allavega morgunljóst í mínum huga að ég mun áfram setja mitt traust á Rafa Benítez, hann hefur sýnt mér það að hannn er traustsins verður.

  Ég veit ekki með þennan punkt þinn um að Cissé leggi sig alltaf 100% fram, ég myndi frekar segja að það hafi gilt með Nando. Það dugði honum þó engan veginn. Cissé hefur einmitt verið hvað mest gagnrýndur fyrir það að leggja sig ekki allan fram, fljótur að láta hausinn falla og gefast upp, sem sagt engan veginn 100% að leggja sig fram. Held að það sé aðal gagnrýnin sem hann hefur fengið.

 12. EEEn hann skorar mörk! og er það ekki það sem gildir í fótbolta? eða hvað… hefur þetta eithvað breyst? ..3 sæti er nátturlega bara engan veginn nógu gott og einhver FA bikar sem Steven Gerrard vann skiptir ekki miklu máli í minum huga! og var ég ekki að koma með straðreyndir? Morientes skorar 12 i 61 leik.. og Crouch með 10 mörk! Og ekki var hann að leggja upp mörkin heldur!! þetta segir bara sitt um kaupin á framherjunum! það er bara ekkert hægt að neita fyrir það! auðvitað er ég alveg jafn svekktur en það verður líka að vera hægt að taka gagnrýni einsog hrósi! ég er bara engan veginn sáttur með þessa framherja.. og það er þess vegna sem ég er svona fúll yfir þvi að hann skuli ætla að selja framherja sem skoraði nálægt 20 mörkum i vetur og það mest allt á miðjunni… Og hann var að leggja upp mörk lika! Það er bara ekkert hægt að þræta fyrir það að Benitez er bara búin að skíta á sig í kaupum á framerjum! þetta er straðreynd! vildi að ég gæti nú breytt þessu SSteinn en svona er þetta bara!!!!!!

 13. Það gleður mig að Siamo er verðsettur svona hátt því ég hafði ekki og hef ekki áhuga á að fá hann til LFC. Það gleður mig einnig að Cissé sé jafnvel á förum en það væri samt slæmt að selja hann strax á eftir Morientes og sitja svo uppi með allsherjar vandamál eftir sumarið. Þetta verður fróðlegt sumar og vonandi nýtist það betur en síðasta sumar og janúarglugginn. Það í raun fór með tímabilið okkar.

 14. Ég myndi nú telja að janúarglugginn hafi nú verið fínn hjá okkur. Fengum sjálfan Fowler, sem skilaði svo sannarlega sínu, skiptum á sléttu á Josemi og Kromkamp, sem að mínum dómi var algjör klassi og fengum svo Agger, sem er gríðarlega efnilegt kvikindi, og rúmlega efnilegur, hreinlega góður.

 15. Það er vonandi að bæði verjendur Cissé og Rafa í þessu máli taki eilítið mark á því sem ég ætla að segja, þar sem það er ekkert leyndarmál að ég hef verið stærsti og mesti stuðningsmaður Cissé á þessu bloggi síðan hann kom, auk þess að hafa haldið uppá hann sem leikmann frá því vel áður en hann kom til Liverpool. Það yrði eflaust leitun að öðrum eins Cissé-aðdáanda og mér á Íslandi.

  Mitt álit er engu að síður þetta:

  Djibril Cissé er að mínu mati leikmaður sem hefur allt til brunns að bera til að verða frábær í sínu fagi – framherjastörfum – svo lengi sem hann hefur réttu aðstæðurnar til þess. Liverpool í stjórnartíð Rafael Benítez eru því miður bara alls ekki réttu kringumstæðurnar fyrir hann. Það er í raun hvorki honum að kenna né Rafa, né einhverjum öðrum. Stundum líður leikmönnum bara ekki vel í einhverju ákveðnu umhverfi, og stundum eru þjálfarar bara ekki nægilega sáttir við það sem einhver leikmaður hefur fram á að bjóða.

  Cissé var ekki leikmaður sem Rafa valdi að hafa hjá Liverpool. Hann erfði hann og hefur í tvö ár (mínus 7 mánuði vegna fótbrotsins) reynt að ná því út úr Cissé sem hann vill fá út úr honum. Nú þykir mér, og flestum öðrum, það fullreynt að það muni ekki gerast.

  Á pappírnum er yfir litlu að kvarta. Cissé hefur skorað haug af mörkum í vetur, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hann var oft á bekknum löngum stundum og jafnan settur á kantinn ef hann fékk að vera í liðinu. En mörkin segja ekki alla söguna.

  Cissé hefur aldrei liðið vel hjá Liverpool, einfaldlega af því að hann hefur aldrei fengið að vera númer eitt. Hann virðist vera þannig leikmaður að hann þarfnist þess sárlega að vera elskaður, að finna að menn þarfnist hans. Þessi þörf er algjörlega á skjön við allt það sem Rafa stendur fyrir, hjá honum finnur **enginn** fyrir slíku. Ekki einu sinni Steven Gerrard, sem var fórnað fyrir málstaðinn í vetur og settur á kantinn. Hann kvartaði ekki, enda með hugarfar sem er Rafa meira að skapi, en hann var örugglega ekkert 100% ánægður með það heldur.

  Það sem Rafa þarfnast af framherja fær hann einfaldlega ekki hjá Cissé. Og að sama skapi mun Cissé aldrei fá frá Rafa það sem hann þarfnast af stjóra sínum. Cissé þarf nánast skilyrðislausan stuðning, Rafa þarf leikmann sem vinnur fyrst og fremst fyrir liðsheildina. Rafa hefur unnið titla með lið gersneydd af markheppnum framherjum, og Cissé hefur skorað ógrynnin af mörkum í liði þar sem hann var ‘Numero Uno’ sama hvað á gekk. Þannig að að vissu leyti hafa báðir rétt fyrir sér.

  Hins vegar hefur aðeins annar þeirra rétt fyrir sér hvað Liverpool FC snertir. Ef Rafa og Cissé greinir á er það skilyrðislaust Cissé sem verður að víkja. Þannig væri það með alla leikmenn, sama hvað þeir heita.

  Ég er mikill aðdáandi Cissé, svo mikið sem hægt er að vera aðdáandi leikmanns. Hann er skemmtilegur karakter, litríkur innan og utan vallar, og spilar fyrst og fremst með hjartanu. Hvort sem menn fíla hann eða ekki getur enginn neitað því að hann lífgi a.m.k. upp á tilveruna þegar hann spilar. Jú, hann er mjög frústererandi leikmaður sem getur verið jafn hrikalega lélegur og hann getur verið góður. Að sjá hann gegn W.B.A. á útivelli í vetur, eða heima gegn Mónakó í Meistaradeildinni fyrir tæpum tveimur árum, var eins og að horfa á einn allra besta framherja í heimi í stuði. En eins og Einar benti á, átti hann líka leiki eins og á útivelli gegn Man City í vetur, eða á Old Trafford í deildinni, þar sem hann hengdi haus og lét allt fara í skapið á sér og gerði liðinu meira illt en gott.

  Á endanum verður það nær örugglega sú niðurstaða að hann yfirgefi Liverpool í sumar. Ég lifi það af, leikmenn sem voru/eru í uppáhaldi hjá mér hafa yfirgefið Liverpool áður. Ég mun hugsa hlýtt til hans, eins og ég hugsa hlýtt til Milan Baros, Igor Biscan, Michael Owen, Steve McManaman og fleiri, hvar sem þeir eru. Þannig er þetta bara.

  Hitt er samt á hreinu að Liverpool FC, klúbburinn sjálfur, er stærri en nokkur einn leikmaður. Og ég lærði þá lexíu endanlega síðasta sumar að framkvæmdarstjórinn, Rafael Benítez á þessum tímum, er klúbburinn í líkamlegu gerfi. Þess vegna er það stjórinn, á meðan hann rökstyður starf sitt með árangri á vellinum, sem á hiklaust okkar stuðning skilinn. Í fyrra sáum við fram á að missa Steven Gerrard og fá Peter Crouch í staðinn – tveir hlutir sem reyndu mjög á þá skoðun mína að klúbburinn væri stærri en einhver einn leikmaður. Ég íhugaði það í fullri alvöru að snúast gegn Rafa ef hann missti Gerrard og keypti Crouch.

  Á endanum fór það svo að Gerrard var kyrr og Crouch kom. Ég lærði mína lexíu nær vikulega í vetur, þegar ég sá aftur og aftur hvers vegna Rafael Benítez er knattspyrnustjóri Liverpool en ekki ég, því Gerrard var Liverpool-maður af heilum hug og spilaði sem frelsaður þræll í vetur, á meðan Peter Crouch gerði öllum ljóst hvaða notagildi Rafa hafði fyrir hann.

  Þess vegna dettur mér ekki í hug annað en að styðja Rafa, jafnvel þótt um sé að ræða söluna á leikmanni sem mér er persónulega annt um.

  Þannig að til að gera þessa langa sögu stutta, þá óska ég Djibril Cissé velfarnaðar hjá þeim klúbbi sem mun á endanum kaupa hann. Eitthvað segir mér að það verði Gérard Houllier og Lyon, en þeir kumpánar eiga ókláruð viðskipti sín á milli, og ég myndi stökkva hæð mína í loft upp ef við fengjum 10+ milljónir punda fyrir Djib. Hann er fyllilega þess virði, því eins og Thierry Henry þá trúi ég því fyllilega að hann muni springa út **fyrir réttan stjóra og réttan klúbb.** Ætli Houllier sé ekki sá maður?

  Hvað Liverpool varðar þá er Rafa að stíga skref í rétta átt, stór skref. Morientes er farinn og Cissé er á leiðinni í sömu átt. Mikið veltur á því hverjir koma í þeirra stað, en ég mun allavega bíða spenntur og veit núna betur en að efast um fyrirætlanir Rafa Benítez í þessum málum. Það er ástæða fyrir því að hann er knattspyrnustjóri Liverpool og við hinir erum að karpa inná íslenskri bloggsíðu. 🙂

 16. Okei, Gretar. Ég get einfaldlega ekki haldið aftan að mér og ætla bara að skrifa þetta án allrar diplómatísku…

  [ummælum eytt vegna óþarfa orðbragðs, skorts á vitsmunalegri orðræðu og sómakenndar. Gunnar, orð þín hefðu komið verst út fyrir þig sjálfan; það eina sem þú gerðir í þessum ummælum var að kalla Djibril Cissé eins mörgum slæmum uppnefnum og þú gast og svo að reyna að þykjast vita hvað hann er að hugsa þegar hann er að spila knattspyrnu. Slepptu því að tjá þig ef þú getur ekki haldið þessu sómasamlegu. — Kristján Atli]

 17. já vinur.. þú talar nú bara eins og þú sért 12 ára! skítur í öðru hverju orði hja þér! á maður að taka mark á þér eða? heheh NEI maður er nú aðeins þroskaðri en það!

 18. Í guðanna bænum, ekki færa þessa síðu, Gunnar og Gretar, á þetta lága plan. Spjall ykkar minnir á spjallborð liverpool.is. Þessar umræður eiga ekkert skylt við knattspyrnu. Aftur á móti langar mig að spyrja einnar spurningar. Hvenær brilleraði aðkeyptur framherji síðast hjá Liverpool. Ekki Cissé, ekki Heskey, ekki Morientes, ekki Crouch, ekki Baros. Þetta eru allt menn sem voru að skora mikið með sínum félagsliðum áður en þeir komu til Liverpool en ná aldrei að verða þessir 20 DEILDARmarkamenn. Ég skil þetta ekki en vona að einhver ágætur maður kann skýringa á þessu.

 19. Alveg rólegir strákar, ætliði að breyta þessu frábæra og málefnalega Liverpool spjalli hérna í lúxusútgáfu af spjallinu liverpool.is ? :confused:
  Þið hljótið að geta rætt um Crouch og Cisse án þess að byrja froðufella :rolleyes:

  Það er bara staðreynd að Cisse er betri og hæfileikaríkari sóknarmaður en Crouch en hann hinsvegar virðist ekki ná sér 100% á strik með Liverpool hverju sem því er um að kenna.
  Cisse er franskur sérvitringur og þannig leikmenn (einnig Henry t.d.) þurfa að fá lið klæðskerasaumað í kringum sig til að fúnkera vel.

  Hjá Liverpool hinsvegar eru allir jafningjar og allir þurfa að byrja frá sama grunni og sanna sig.
  = Heimsklassa attitude þar sem aðeins þeir sem eru sterkir af sér andlega fá að spila reglulega í aðalliði.
  Þetta er ástæðan fyrir því að Liverpool hefur orðið
  5 sinnum Evrópumeistari Meistaraliða og vinnur stundum bikara án þess að vera spila vel.
  Því miður finnst mér eins og Cisse telji sig of góðan til að aðlaga sig stærri liðsheild þar sem hann er ekki súperstjarnan sem allir dansa í kringum.
  Þegar Liverpool gekk hvað best á 7 og 8.áratug síðustu aldar var liðið stundum ekki með allra bestu leikmennina en svakalega góðan hóp af andlega sterkum leikmönnum sem allir hefðu getað verið fyrirliðar liðsins. Cisse er því miður enginn leiðtogi og líklega sér Benitez að fyrr eða síðar þarf hann að losa sig við hann svo það komi ekki niður á móral liðsins þegar lengra sækir. Nýleg komment Cisse í *uppfært* sanna það. Menn komast bara ekki upp með að hugsa úfrá sjálfum sér hjá jafn sérstökum klúbbi og Liverpool.

  Menn mega ekki gleyma sér í einhverjum CM-leik þar sem mörk eru það eina sem skiptir máli, Rafael Benitez er að reyna að byggja upp stórveldi til langs tíma hjá Liverpool, ekki gleyma því. Til að ná því þarf hann hóp leikmanna sem styðja hvorn annan í gegnum súrt og sætt.
  Hversu frábær leikmaður sem Cisse er eða getur orðið, er hann bara ekki sá framherji sem Liverpool þarf.

 20. ég er alls ekki að gagnrýna liðið hjá Benitez.. hann er buin að ná frábærum árangri miðað við hvað hann hefur haft úr litlu að moða! En sóknarlega hefur hann einfaldlega skitið á sig og það er bara hrein staðreynd og ég vona svo sannarlega að það breytist! …vill bara gefa manni séns sem getur virkilega skorað og er búin að sýna það… En það má nú alveg rökræða hlutina hérna.. það gerir þetta nú bara skemmtilegra!

 21. Gretar: það er alveg óþarfi að vera með svona “skitið á sig” orðbragð. Það hjálpar ekki nokkrum manni né rökum að nota slíkt.

  Varðandi sóknarleikinn þá veistu vel að Liverpool skortir alvöru hægri kantmann og þangað til hann kemur er ekki hægt að dæma sóknarleik Liverpool undir stjórn Benitez almennilega. Þessi staða er virkilega mikilvæg í þessu 4-2-3-1 leikkerfi sem Rafa vill yfirleitt nota og gerði með góðum árangri hjá Valencia.

  Þegar Benitez vann sinn fyrsta titil með Valencia gerði hann það með frábærum varnarleik, næsta ár sem liðið vann gerði hann það með frábærum sóknarleik.
  Slakaðu bara á Grétar og leyfðu Rafa að þróa spil Liverpool eftir sínu höfði.
  Vertu heldur ekki svo óþolinmóður að dæma sjálfan meistarann útfrá sóknarleik sem hefur nánast enga ógnun frá hægri kanti og mjög slappa sóknarbakverði sem kunna ekki að gefa fyrir, engin furða t.d. að Morientes náði sér aldrei á strik með Liverpool…

 22. Enga ógnun frá hægri kantmanni… ég veit nú ekki betur en að sjálfur kóngururinn Steven Gerrard hafi verið að spila þá stöðu eithvað af tímabilinu! Ekki gekk það nú.. þá fer maður nú að spurja sig hvort sóknarleikurinn sé nægilega góður.. ekki reyna að kenna hægri kantmanninum um þetta markaleysi hja liðinu! Og auðvitað má maður gagnrýna sitt lið ef það er ekki að standa sig og þú sérð það alveg ef þú athugar tölfræðina á markaskorun liverpool og þá meina ég framherjana! ..það er bara engan vegin gott og það er þess vegna sem ég er að gagnrýna sölu á Cissé og aðalega vegna þess að þessi maður getur skorað og hann hefur ekkert annað en reynt að vera þolinmóður og beðið eftir sínum tækifærum en þau hafa bara einfaldega ekki komið.. þessi maður er framherji ekki einhver helvítis kantmaður! Og ekki reyna að segja mér það að þú sért sáttur með þessa framherja sem eru þarna núna?? ..En ja ég nenni þessu ekki lengur við skulum bara bíða og sjá hvað gerist… Bara einsgott fyrir manninn að kaupa einhvern klassa framherja ef hann ætlar sér að selja okkar eina mann fyrir utan steven gerrard sem getur skorað!! sææliiiir…

 23. Menn ættu nú allavega að bíða með að rífa kjaft þangað til þeir sjá hverja Benítez kaupir í stað Morientes, Cissé og Pongolle. Ef það koma t.d. tveir kallar sem skora báðir meira en Cissé OG spila betur fyrir liðið þá held ég að það verði allir sáttir.

  Grétar, það er mjög sniðugt að halda Fowler en ekki Cissé. Fyrir utan það að Fowler sé miklu klókari leikmaður þá sættir hann sig líka miklu frekar við að sitja soldið á bekknum þegar nýju world-class strikerarnir eru komnir. Þá er líka sniðugra að hafa leikmann á bekknum sem hann fékk ókeypis frekar en Cissé sem hann getur fengið smá aur fyrir núna.

 24. Annars var nú gaman að horfa
  á okkar mann með frökkunum í gær á móti mexico. Gat ekki blautann og reyndi alltaf sama trixið: sparka boltanum langt og hlaupa eins hratt og ég get. Sorglegt hvað mexikóarnir lásu hann auðveldlega. Hugsaði með mér, æ hvað verður fínt að losna við þennan gaur og allt svekkelsið með hann næsta tímabil. Hann verður ábyggilega flottur í frönsku deildinni en á alls ekki heima hjá gæðaklúbbi eins og Liverpool FC.

 25. Eigum við ekki að bíða og sjá hvort Cisse verði seldur. Það mætti halda að búið væri að selja hann eins og menn tala hér.

  Ekki gleyma að í janúar kom svipuð frétt þar sem Cisse vildi komast burtu til að spila reglulega og ná landsliðssæti. Þegar á reyndi var enginn fótur fyrir þeirri frétt. Við vitum að fréttamenn eru mjög duglegir að túlka orð leikmanna eftir sínu höfði, enda selur það blöðin.

  EN EF (stór spurning) þessi orð eru rétt í uppfært þá á hann Cisse ekki afturkvæmt til Liverpool, það er alveg ljóst. Góður liðsandi er eitt það mikilvægasta í hópíþróttum til að ná árangri.

  Ég sá Cisse spila í gær (eða á laugardaginn) með franska landsliðinu gegn Mexíkó (eins og Aggi). Þar var hann látinn spila megnið að leiknum út á hægri kanti í 3 manna sóknarlínu, en spilaði þó fremstur í ca 30-35 mín. Hann var vægast sagt mjög dapur í þessum leik, eins og hann var reyndar í mörgum leikjum Liverpool í vetur. Lýsendur leiksins (fyrrverandi atvinnumenn með mun meira vit á þessu en við spjallverjar) töluðu um það hversu einhæfur Cisse væri, færi ALLTAF til hægri og reyndi að taka menn á sprettinum, því ættu góðir varnarmenn mjög auðvelt með að verjast honum. Enda lásu varnarmenn Mexíkó Cisse eins og opna bók.

  Sammála Agga, Houllier ætti að sjá sóma sinn í því að kaupa Cisse til Lyon fyrir 14 millj (ef hann verður seldur). Einnig má hann kaupa Le Tallec og Pongolle demantana sína, vil sjá 6 millj þar. Ég held að Liverpool sé ennþá að sleikja sárin eftir allt peningabruðlið hjá Houllier.

  Kv
  Krizzi

 26. Mér sýnist reyndar Cissé staðfesta það algjörlega núna að það var fótur fyrir fréttinni frá því í janúar. Hann talar einmitt um að það hafi verið Liverpool sem hafi sagt nei þá og ekki viljað að hann færi.

Frétt vikunnar:

Crouchy