Frétt vikunnar:

Spænsku slúðurblöðin eru einfaldlega í sérflokki hvað slúðrið varðar, það bara verður að segjast. Í gær birtist eftirfarandi frétt á vefmiðli AS.com, og mér fannst hún svo fyndin að ég ákvað að þýða hana í heild sinni hérna fyrir ykkur (með aðstoð Google, en það er samt merkilegt hvað maður er orðinn læs í spænskunni eftir að Rafa tók við stjórninni ) … hér kemur fréttin:

XABI ALONSO ER TIL SÖLU!

Liverpool þurfa að selja leikmenn til að geta keypt!

Xabi Alonso er enn sem fyrr á óskalista Real Madríd. Liverpool FC þurfa peninga frá leikmannasölu til að geta keypt sér nýja leikmenn í sumar, til að geta keppt við Roman Abramovich á markaðnum, en Chelsea hafa þegar í sumar tryggt sér Michael Ballack og munu nær örugglega kaupa Andriy Schevchenko líka. Stjórnendur Liverpool FC hafa ekki þau fjárráð sem þarf til að geta keypt klassaleikmenn og í Englandi gengur sú saga fjöllunum hærra að allir leikmenn liðsins séu til sölu fyrir rétt verð. Allir nema Steven Gerrard, hinn frábæri fyrirliði liðsins sem framlengdi samning sinn síðasta sumar. Klúbburinn stefnir á að græða eins mikið og hægt er á sölu þeirra leikmanna sem fara, menn vilja alls ekki tapa peningi á verði leikmanna, en hafa þó sett mörkin við að selja aðeins tvo af sínum betri leikmönnum. Hins vegar myndu þeir íhuga að selja Xabi Alonso ef rétt verð bærist í hann. Rafael Benítez hefur beðið klúbbinn um að útvega sér vængmanninn Daniel Alvés auk tveggja framherja í sumar.

Lesist: **Gvuð minn góður, Jamie Carragher ER TIL SÖLU!!!** :laugh:

Það er vert að hafa í huga að spænsku blöðin AS og Marca eru vön að vinna óbeina markaðsvinnu fyrir stórlið Real Madríd; það er, þau sjá um að valda leikmanni uggum og freista hans, og svo kemur Madríd með tilboðið sem leikmanninn er farið að langa í. Þeir ku hafa gert þetta líka fyrir um viku síðan með Francesc Fabregas hjá Arsenal.

Svo er bara að sjá hvort að þeir bjóði í Cesc eða Xabi í sumar. Já, eða Carragher … við seljum hann ekki fyrir minna en 50 milljónir punda! 😉

5 Comments

 1. Ég vildi óska þess að Real Madrid félli í aðra deildina.

  Þetta eru nú samt meiri fíflin, hefur þetta einhverntímann borið árangur?

 2. Einmitt !! fyrir kannski 100 millj. fá þeir Carrager.
  Og ég sem hélt að ítalska slúðurpressan væri slæm.

 3. já það er um að gera að selja toppleikmenn til að kaupa toppleikmenn. Nei ætli Rafa sé ekki kominn aðeins lengra en það.
  Ég hef alltaf áhyggjur af þessum Spánverjum okkar uppá það að gera hvort þeir fíli sig eða ekki.
  Vitiði hvað Schevchenko er gamall? Eru Chelsea komnir með topp striker til sex sjö ára? Æ það er bara að vona að liðin leggi sig 110% fram á næstu leiktíð. Annars vorkenni ég Chelsea fans. Þetta er orðið full mikið af því góða.

 4. liv þarf ekki að selja.þeir eru að fá sterkan fjárfesta með sér held að verði lítið um sölur hjá þeim selja kanski kewell

 5. Við skulum ekki æsa okkur um of. Þessar slúðurfréttir eru bara eins og gengur og gerist á hverjum degi á þessum tíma árs. Það er ljóst að ENGIN stjarna fer frá LFC og það þarf ansi mikinn pening til að Rafa fari að selja leikmann eins og Alonso sí svona. Það í raun skiptir ekki máli hvaða tölur við nefnum í þessu samhengi, það er bara svo vitlaust að selja bestu leikmenn sína til að REYNA að nálgast Chelsea í leikmannakaupum. Stærstu klúbbar í heimi, Scums og Real Madrid eru ekki einu sinni að skáka þeim við og því ætti litli fjölskylduklúbburinn Liverpool FC að gera það????

  En hvað leikmannakaup LFC varðar þá tel ég að Rafa klári ekki leikmannakaup sín fyrir HM í sumar. Það er í raun óraunhæft að búast við því að hann geri það, þar sem að flestir almennilegir leikmenn eru farnir í sumarfrí eða í æfingabúðir með sínum landsliðum og kannski ekki eins mikið að hugsa um sinn feril á meðan því stendur. En ég vil samt minna fólk á að Rafa er ekki allur þar sem hann er séður. Hann gæti þess vegna komið með blaðamannafund rétt fyrir HM og tilkynnt 3 nýja leikmenn (Gonzales líka) rétt eins og hann hefur gert áður. Hann er ekki lengi að hlutunum þegar hann fær tækifærið.

Shevchenko á leið til Chelsea

Cisse að fara?