Le Tallec vill fara en Garcia fer hvergi.

Le Tallec hefur gefið það út að hann vilji fara og í raun kemur það ekkert óvart. Kannski það eina sem kemur á óvart er að hann skuli sjá sig knúinn til þess að segja það. Fyrir mér og flestum öðrum stuðningsmönnum Liverpool þá hefur það legið ljóst fyrir eftir að hann náði alls ekki að setja mark sitt á ömurlegt Sunderland lið. Líklegast þykir að hann fari til Frakklands og vonandi gengur honum betur þar en í Englandi.

Síðan hefur Benitez gefið það út að Garcia sé ekki á förum líkt og Morientes. Rafa segir m.a.:

“I’m really happy with Luis and I know he is happy at Liverpool. He is an important player for us and he is still part of our plans.”

Þetta eru góðar fréttir og þá er það mál úr sögunni. Gott mál.

Núna vil ég bara að við förum að ganga frá við leikmenn t.d. mætti Dirk Kuyt alveg ganga frá strax eftir helgi ásamt Aurelio og Alves.

10 Comments

 1. Sko, ef að Kuyt þarf tíma til að hugsa sig um það hvort hann fari til okkar, verði áfram hjá Feyenoord eða fari til Newcastle, þá má hann eiga sig.

  * Feyenoord
  * Newcastle
  * Liverpool

  Maður, sem þarf tíma til að velja á milli þessara kosta, á ekkert erindi til Liverpool.

 2. Held reyndar að það sé ekki við Kuyt að sakast. Að því sem fram hefur komið, þá er ekki búið að leggja fram formlegt boð í hann og það eina sem hann er að segja núna, að hvað sem gerist, þá vilji hann ekki láta neitt trufla sig við undirbúning HM og muni fara yfir stöðuna eftir HM. Held að núna sé ekkert á borðinu fyrir hann þar sem hann getur sest niður og ákveðið hvert hann er að fara. Fair deal for him að mínum dómi.

 3. Ég er sammála Einari í þessu, að ef einhver þarf tíma til að velja á milli Feyenoord, Newcastle eða Liverpool … þá á sá einstaklingur ekkert erindi til Liverpool.

  Var ekki líka einhver stjórnarformaður hjá Feyenoord búinn að segja að Kæt færi hvergi? Hverju sem því líður, þá styð ég það að ganga frá kaupum fyrir HM. Og skv. Kæt (ég hef gaman af því að kalla hann þetta …) þá ætlar hann að ákveða sig eftir HM…

 4. Eins og ég sagði áður, er hann í þeirri stöðu núna að geta valið á milli?

 5. Tek undir með Einari, frábærar fréttir með Garcia.

  Það er öllum ljóst að Tallec er ekki manna klárastur, gaurinn er gjörsamlega búinn að kúka upp á bakið á sér (afsakið orðbragðið). Hann fór fram á það að vera lánaður þegar Benitez tók við liðinu og síðan fer hann fram á sölu eftir ömurlegt tímabil með Sunderland. Hvernig væri að þessi franski vælukjói prófaði að berjast fyrir sæti sínu hjá í staðin fyrir að gefast alltaf upp.

  Tallec er sennilega eitt besta dæmi um leikmann sem ekki er með kollinn í lagi. Til að ná topp árangri þarft þú að vera sannur atvinnumaður og það er Tallec ekki. Enda er Benites alltaf að ítreka mikilvægi þess að leikmenn séu góðir atvinnumenn.

  Varðandi Alves þá gæti orðið eftitt að fá atvinnuleyfi fyrir hann þar sem Alves er ekki búinn að spila einn landsleik fyrir Brazil (Soccernet).

  Einnig er talað um að Kuyt sé ekki efstur á óskalista Benites yfir sóknarmenn. Á undan honum í röðinni eru Darren Bent, Jermaine Defoe og Craig Bellamy.

  Kv
  Krizzi

 6. Krizzi, Alves þarf ekki atvinnuleifi því að hann er með vegabréf frá Spáni

Uppgjör Liverpoolbloggsins á tímabilinu 2005/06

Shevchenko á leið til Chelsea