Uppgjör Liverpoolbloggsins á tímabilinu 2005/06

Leikur og mark tímabilsins: Liverpool-West Ham og Steven Gerrard:

Laugardagurinn 13. maí og ég er að vinna, eins og svo oft áður. Ég hef varla haft tíma til að leggja hugann að stærsta leik míns liðs á tímabilinu þegar klukkan slær tvö og adrenalínið tekur öll völd í líkamanum. Ég hef alltof mikið að gera til að horfa á allan leikinn en ég er svo heppinn að vinna við það að skrifa um íþróttir að ég fylgist með með öðru auganu.

1-0 fyrir West Ham. Fagnaðaröskur heyrðist innan af skrifstofu og stuðningsmenn Man U og annarra liða fagna yfir óförum Jamie Carragher sem skoraði sjálfsmark. Frábært! Hugsaði ég og í mér blundaði að þetta yrði ekki okkar dagur. Ég hef þó alltaf trú á mínum mönnum og hvað gerist næst? 2-0! Enn meira er fagnað og í þetta sinn hleyp ég ekki fram til að sjá markið sem þeir skoruðu.

Ég sný mér aftur að vinnunni og heyri engin fagnaðarlæti þegar Djibril Cisse minnkar muninn eftir snilldar sendingu frá Steven Gerrard. Ég hef aðeins einu sinni séð þetta mark, og ekki einu sinni séð sendinguna. Því hélt ég í tuttugu mínútur að staðan væri 2-0 í hálfleik fyrir West Ham.

Eftir að hafa verið duglegur yfir fyrri hálfleikinn ákvað ég að horfa á þann síðari. Gladdist mjög við að sjá að staðan var 2-1 í hálfleik en ekki 2-0. Engum datt samt í hug að láta mig vita! Skrýtið með meiru…

Þegar Liverpool er að keppa stressast ég upp. Þegar bikar er í húfi þá naga ég á mér neglurnar. Þegar Steven Gerrard jafnaði með frábæru marki þá stökk ég upp og fagnaði en var fljótlega skotinn niður á jörðina aftur, eftir að hafa gert mér vonir um sigur, þegar West Ham komst aftur yfir.

Það voru tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Ég ákvað að tala við vinnufélaga minn og vinkonu sem ég þurfti að hafa orð við fyrir utan húsið og rölti því þangað, svekktur og búinn að gefast upp. Hvað var ég að spá? Ég man alveg eftir Istanbúl sko 🙂

Vinnufélagi minn og vinur, harður Man U maður, rölti í rólegheitum til mín og bað mig vinsamlegast um að kíkja aðeins inn. Ég varð hvumsa, en hlýtti og átti ekki orð við öskur lýsanna undir stórskotlegu marki besta miðjumanns heims, sem jafnað hafði leikinn í 3-3. Þetta ótrúlega mark skoraði Gerrard með þrumufleyg af 30 metra færi, í ómögulegri stöðu á Þúsaldarvellinum í Cardiff á lokasekúndum leiksins og tryggði okkur framlenginu. Mark ársins, að sjálfsögðu!

Ég fór aftur við skrifborðið í framlengingunni og átti ekki orð yfir markvörslu tímabilsins, sem ég útnefni hér með sem aukaverðlaun Liverpoolbloggsins, þegar Reina varði boltann í stöngina og út. Við tók vítaspyrnukeppni, þar sem ég var mjög sigurviss, enda með frábæran markmann sem er þekktur vítabani.

Við vorum nokkrir að horfa á vítaspyrnukeppnina og öskruðum hver ofan í annan, ég, Man U maðurinn og æstur stuðningsmaður Tottenham sem hatar Liverpool meira en Arsenal. Við vorum meira að segja vinsamlegast beðnir um að halda kjafti þar sem fólk væri að reyna að vinna í kringum okkur en þegar titillinn var í augsýn þá lét ég það sem vind um eyru þjóta og tók eitt gott YEEEEESSSSCCCCCHHHH!!!!!!!!!!

Þetta var lesendur góðir, leikur ársins samkvæmt okkur á Liverpoolblogginu, séð út frá mínum bæjardyrum.

5 Comments

  1. Flott frásögn Hjalti og nokkuð augljóst að þetta séu leikur og mark ársins.

    Í þessu leynist líka ákveðinn boðskapur: þegar Liverpool er að spila mega menn **ALDREI NOKKURN TÍMANN** líta af sjónvarpsskjánum! :tongue: 😉

  2. Skemmtileg frásögn og margt sem minnti á Istanbul í fyrra í þessum leik. Ég missti sjálfur af megninu af leiknum þar sem ég var að fara í flug þennan dag. Fékk þó sms um borð í vélina rétt fyrir flugtak með úrslitum úr vítaspyrnukeppninni og brosti alla leiðina til Minneapolis.

    Veit einhver hvar hægt er að nálgast upptöku af leiknum á netinu eða annarsstaðar ???
    :biggrin2: :biggrin2: :biggrin: :biggrin:

  3. Alveg hélt ég Hjalti að þú af öllum hefðir lært af Istanbúl þegar ég rak þig aftur á Players þegar hún var 3-2. :blush: En við viljum ekkert rifja það upp núna neitt…

  4. Eg verð að segja það að liv spilaði ekki vel þennan dag, voru hálf latir. En mörkin voru frábær og Reina góður að verja í vítaspyrnuni

Kuyt vill koma til Englands!

AJ líklega til Wigan