Kuyt vill koma til Englands!

Ég flokka þetta undir **leikmenn** en ekki **slúður** af því að hér er um að ræða tilvitnanir í leikmanninn sjálfan, sem gerir málið öllu áhugaverðara.

Málið er það að Dirk Kuyt, framherji Feyenoord í Hollandi, sagði í gær að Newcastle United hefðu sýnt sér áhuga. Í dag munu svo birtast fréttir í flestum stóru blöðunum í Englandi (Guardian, Times, Independent) sem byggja á eftirfarandi orðum sem Kuyt lét falla við blaðamenn úr æfingabúðum hollenska landsliðsins í gær:

>”Jorien van den Herik [the Feyenoord president] has informed me of a new approach from last year’s European champions, but it is out of my hands. I have several opportunities but it is now down to Feyenoord.

>I am happy at Feyenoord but would like to play in the Premier League. Last year this was close to happening so for now I prefer to concentrate only on the World Cup because my hopes could be soured again.”

Þetta túlka ég á eftirfarandi vegu: það er ekki vitað hvort Newcastle og/eða Liverpool hafa haft samband við Feyenoord um Kuyt, en við vitum allavega pottþétt *að hann hefur áhuga* á að koma til Englands. Hann virðist vera að reyna að glæða umræðuna eitthvað sjálfur í þeirri von að annar hvor klúbburinn bíti á agnið og bjóði í sig. Af þessum tveimur klúbbum myndi maður svo ætla að Liverpool væri betri kosturinn fyrir metnaðarfullan framherja, þar sem við erum í Meistaradeildinni og höfum unnið titla undanfarið, en Michael Owen-ævintýrið í fyrra kenndi manni þó það eitt að afskrifa Newcastle aldrei í svona umræðu.

Hins vegar þá eru tveir punktar í þessu sem vert er að gefa gaum:

1. Ekki, ég endurtek EKKI, vanmeta mátt leikmanns sem hefur ákveðið að yfirgefa lið sitt fyrir stærri klúbb. Þótt Kuyt eigi þrjú ár eftir af samningi sínum við Feyenoord og þeir hafi því tæknilega séð öll tromp á sinni hendi myndi þeim reynast nánast ómögulegt að hindra hann ef hann ákveður að fara. Og hann virðist vera búinn að ákveða það og farinn að tilkynna öllum sem vilja heyra að hann sé á leiðinni til Englands, hvað sem tautar og raular!

2. Á móti kemur að við megum ekki vanmeta mátt klúbbsins, sérstaklega ekki með Heimsmeistarakeppnina yfirvofandi. Feyenoord-mönnum liggur alveg pottþétt ekki á að selja sinn besta leikmann, en ef þeir á annað borð ætla að leyfa honum að fara er næsta víst að þeir munu reyna að hindra alla samninga fram yfir HM í knattspyrnu. Ef Kuyt spilar eins og búist er við af honum þar gæti hann hæglega hafa tvöfaldast í verði eftir keppnina, sem væri algjör draumur í dós fyrir Feyenoord.

Það er líka vert að rifja upp að í haust spurðust Liverpool fyrir um Kuyt og Rafa staðfesti áhuga sinn á leikmanninum:

>”Kuyt is a good striker. Maybe he is cheaper than other players but we will have to see what happens.”

Við sem þekkjum Rafa og höndlun hans á fjölmiðlum vitum að þetta eru stór orð sem myndu aldrei falla nema bara ef áhuginn á Kuyt væri pottþéttur. Annars hefði Rafa bara gefið gamla, góða possibilities-svarið. 😉

Ég veit ekki með ykkur en ég krosslegg alla fingur, tær og eistu í þeirri von að Kuyt komi til okkar í sumar. Hann er #1 á mínum óskalista og væri það eflaust hjá öllum lesendum þessarar síðu, ef menn hefðu séð hann spila reglulega. Þið sem hafið ekki enn séð hann spila, fylgist með Hollandi á HM í sumar. Þið munið brosa. 🙂

15 Comments

  1. Minn maður nr. 1 líka. Vona bara að Newcastle fari ekki að bjóða 17M punda í hann til að losna við samkeppni frá öðrum liðum.

  2. Þetta er afar einfalt í mínum huga: **VIÐ VERÐUM AÐ FÁ ÞENNAN DRENG.**

    Þótt það kosti að brjóta bankann, í kringum 15+ millj. punda. Reyndar tel ég að við ættum að geta fengið hann á svipað verð og Cissé fyrir 2 árum eða um 14 millj. punda.

    **Koma svo Rafa!!!!**

  3. Mér skilst að Holland spili bara með einn framherja og sá yrði væntanlega Nistelroy. Þannig að Kuyt kæmi bara af bekknum allavega til að byrja með. annars bíð ég spenntur enda aldrei séð hann spila.

  4. Holland spilar svipaða leikaðferð og Barcelona. Semsagt með einn framherja eða 3, eftir því hvernig maður telur.

    Gaman líka að Kuyt skuli enn kalla okkur Evrópumeistara. Skynsamur strákur. 🙂

    En já, hann er kostur númer 1 að mínu mati.

  5. ekki gleyma að Hollendingar eru líka með Roy Mackay (hvernig sem þetta er skrifað) þannig að ef þeir spila bara með einn stræker getur vel verið að Kuyt sé þriðji kostur…

    er það annars vitleysa í mér eða stendur ekki þarna að það hafi komið nýtt tilboð frá evrópumeisturum síðasta árs???
    myndi það ekki vera Liverpool??? 😉

  6. Mér skilst að það séu bara smá formsatriði eftir varðandi Aurelio.

  7. Ég held að það séu ekki allir hérna á spjallinu að átta sig á því hversu góður leikmaður þetta er. Hann er hreint út sagt magnaður.

    Hér tala menn um RVN og Roy Mackay (sem er ekki í hópnum). Eins og Einar segir, þá spila þeir svipað kerfi og Barca. Með einn alveg efst og svo tvo mjög sóknadjarfa menn þar fyrir aftan. Kuyt er búinn að spil flesta leiki undanfarið með liðinu á toppnum eða annar af þessum leikmönnum sem eru fyrir aftan.

    Miðað við það sem maður hefur lesið í miðlum eftir Van Basten tel ég að hann sé einn af fyrstu mönnum inn í liðið. Basten hefur alveg gríðarlega trú á honum og sagði hann vera draum allra þjálfara að vera með í sínu liði, sama hvaða lið það væri.

  8. Mgh átt þú ekki að vera lesa fyrir próf.

    Ég er annars sammála öllum öðrum hér, Kuyt er málið. Ef Morientes fer í sumar þá vantar okkur annan (sterkan) framherja sem getur haldið boltanum upp á toppnum. En það er Kuyt einmitt mjög góður í, auk þess að vera mikill markaskorari. Van Basten hefur sagt að Kuyt sé líka mjög vinnusamur fyrir liðið og ekki ætti það að draga úr áhuga Benites.

    Ég hef séð nokkra leiki með kauða og get því sagt með sanni að hann sé gæða sóknarmaður. Leikstíll hans hentar vel fyrir enskan fólbolta. Þetta er sterkur strákur sem getur staðið að sér varnamenn (eitthvað annað en sumir “hóst” Morientes).

    Hjá Hollandi hefur hann líka verið að spila út á hægri kanti í þriggjamanna sókn og staðið sig mjög vel í þeirri stöðu. Við erum því að tala um fjölhæfan og mjög góðan leikmann. Vonandi Liverpool leikmann áður en langt um líður.

    Kv
    Krizzi

  9. Eins og Einar Örn drap á þá spila Hollendingarnir svipaða taktík og Barcelona. Þar verður væntanlega Ruud van Nistelrooy í hlutverki Samuel Eto’o sem strikerinn á toppnum, Arjen Robben í hlutverki Ronaldinho úti vinstra megin og Dirk Kuyt í hlutverki Lionel Messi hægra megin. En ég skal **samt** lofa ykkur því að Kuyt verður markahæstur í hollenska landsliðinu í sumar, enda hefur hann verið duglegur að skora úr þessari stöðu.

  10. Mér finnst það ferlegt ef Mgh er að þvælast á bloggsíðum þegar hann á að vera lesa undir próf (enda er ég kennari) :laugh: En að öllu gamni slepptu. Hvernig er hollenski boltinn í samanburði við þann enska. Við höfum séð toppframherja úr öðrum deildum (Cisse) koma í ensku deildina og ráða ekki viðhraðan og pressuna sem þar er. líkamlegur styrkur og andlegur þarf að vera meiriháttar til að þola það álag, áreiti og tæklingar sem viðgangast þar. Stenst Kuyt Þetta álag???

  11. Jahh, Ruud Van Nistelrooy stóð sig nú alveg bærilega og kom hann beint úr þessari sömu deild.

    Málið er að það er aldrei hægt að segja til um þetta fyrirfram. Persónulega finnst mér Kuyt ekkert ólíklegri en RvN að ná að plumma sig á Englandi.

  12. Við skulum orða það þannig að Ruud van Nistelrooy var markakóngur hollensku deildarinnar í einhver ár, og síðan var Mateja Kezman markakóngur sömu deildar í einhver ár.

    Með öðrum orðum, þá fer þetta algjörlega eftir leikmanninum. Þótt Kuyt hafi brillerað í Hollandi er ekkert sem segir að hann verði næsti RvN en heldur ekkert sem segir að hann verði næsti MK. Það fer bara eftir honum sjálfum, og ég held að hann hafi það sem til þarf.

  13. Sigtryggur þú segir að Cisse hafi ekki ráðið við þetta, ég segi bull, drengurinn skoraði 19 mörk á leiktiðinni sem er þannig séð hans fyrsta útaf fótbrotinu hans á þeirri seinustu. En ég segi Dirk Kyyt og Cisse saman á næstu leiktíð.

Traore á leið burtu en ekki Morientes?

Uppgjör Liverpoolbloggsins á tímabilinu 2005/06