AJ líklega til Wigan

Jæja, við getum sennilega strikað eitt nafn út af listanum yfir væntanlega framherja til Liverpool. Crystal Palace hafa tekið 8,5 milljóna punda tilboði frá Wigan í Andy Johnson, og um leið sent Everton og Bolton þau skilaboð að þeir verði að hækka fyrri tilboð sín frá því fyrir helgi ef þeir vilja eiga séns á að fá hann.

Ég, fyrir mitt leyti, er feginn. AJ er góður leikmaður og sómar sér vel í Úrvalsdeildinni, það er engin spurning, en við eigum að vera að horfa á leikmenn í heimsklassa. Dirk Kuyt er í heimsklassa, Jermain Defoe er (að mínu mati) mögulega í heimsklassa, Michael Owen er í heimsklassa. Andy Johnson er það ekki.

Gott hjá honum, og ég vona að hann fari frekar til þeirra en til Everton eða Bolton. Hann fær þá að minnsta kosti að spila sóknarknattspyrnu næsta vetur.

6 Comments

 1. “Heimsklassi” er ofmetið orð. Hvað hafa Kuyt og Defoe sannað í evrópu (CL) og með landsliði? Eins og er komast þeir ekki með tærnar þar sem Owen, Henry, Shevchenko, Ronaldo, Trezeguet, ofl. eru með hælana. Þýðir samt ekki að þeir séu lélegir leikmenn, en samt sem áður ekki heimsklassaleikmenn.

 2. Ég skil þitt sjónarmið Aron og er í raun ekki ósammála því sem slíku. Fyrir mér persónulega hins vegar finnst mér hugtakið “heimsklassaleikmaður” vera mjög þröngt eins og þú setur það upp, og því kýs ég að nota það á aðra vegu:

  Í stað þess að hugsa með mér að aðeins örfáir, kannski 3-5 framherjar í heiminum, hafi sannað sig sem heimsklassaleikmenn með félagsliði **og** landsliði, þá nota ég þetta sem skilgreiningu á þeim leikmönnum sem gætu komist í hvaða byrjunarlið sem er í heiminum.

  Michael Owen er þannig leikmaður.
  Dirk Kuyt er þannig leikmaður. Þótt hann hafi ekki sannað það (ennþá) þá tel ég ótrúlega litlar líkur á því að hann kæmist ekki í byrjunarlið hjá hvaða stórliði sem er í Evrópu eða víðar.
  Jermain Defoe *gæti* verið þannig leikmaður, hann hefur í það minnsta getuna til að vera í heimsklassa. Hann á hins vegar eftir að sanna það og því tók ég það fram í greinni að þetta væri eingöngu mitt álit.

  Og þannig er það nú bara. Þegar ég segi að einhver sé í “heimsklassa” er ég ekki að meina að viðkomandi hafi orðið markakóngur á stórmóti landsliða og unnið stóran titil sem aðalframherji síns félagsliðs – enda er Milan Baros **ekki** heimsklassaframherji að mínu mati. Nálægt því, en það hafðist ekki hjá honum og virðist ekki ætla að hafast.

  Baros er dæmi um leikmann sem hefur afrekað meira á sínum ferli sem félagsmaður og landsliðsmaður en Michael Owen og Wayne Rooney hafa gert til samans. Myndirðu lýsa honum sem heimsklassaframherja eða þeim ekki? Auðvitað ekki.

  En allavega, þetta var útúrdúr. Pointið er að ég er sammála þinni skilgreiningu Aron en ég bara kýs að nota aðra slíka fyrir hugtakið “heimsklassaframherji.” 🙂

 3. [quote]…þá nota ég þetta sem skilgreiningu á þeim leikmönnum sem gætu komist í hvaða byrjunarlið sem er í heiminum. Michael Owen er þannig leikmaður
  [/quote]

  Ehmm… Owen komst ekki í byrjunarliðið hjá RM eða hvað ? Hann á að mínu mati ekki heima í þessum hópi.

 4. Skv. þinni skilgreiningu Kristján ættu aðeins tveir sóknarmenn að teljast heimsklassa… :confused:

 5. A.J. er ódýrari útgáfan af Michael Owen sem hefur verið allt of lengi hjá “Kick & Run” liði sem eyðilagði hans vonir um að fara á HM í sumar. Wigan er skásta liðið af þeim þremur (Everton og Bolton) sem hafa áhuga á honum og hann á eftir að smell passa inn í liðið.

  Ég held að Andy Johnson hefði passað vel í liðið okkar en fyrir þennan pening getum við alveg eins hent 5-8 milljónum í viðbót og fengið Fernando Torres sem er leikmaðurinn!

 6. Fair point, og þitt álit. Ég persónulega lít á heimsklassa leikmann einhver sem að er stöðugur í gegnum tímabil eftir tímabil (ekki einhver “one season wonder”) og hefur sannað sig í einum af þrem-fjórum bestu deildum og keppnum heims. Ég persónulega lít á hollensku deildina sömu augum og frönsku deildina, 1-2 góð lið á meðan restin eru eintóm miðlungslið. Mér persónulega finnst Kuyt ekki ennþá hafa sannað sig gegn topp andstæðingum eða topp vörnum og þangað til að hann gerir það, og það oftar en einusinni, þá er hann bara “góður” leikmaður í mínum augum.

  Mér persónulega finnst Ronaldo vera besta skýringin á heimsklassa framherja í dag. Fólk má hlæja og minnast á hversu búttaður karl greyið er í framan, en þessi fitukeppur heldur áfram að skora mörk og fyrir utan þetta tímabil hefur hann rústað eða skorað gegn bestu vörnum og varnarmönnum heims. Þetta er maður sem að hefur sannað sig í Hollandi, Spáni, og Ítalíu og hefur verið markakóngur á HM og Copa America.

  Ég er alls ekki að tala niður til Kuyt, ég vill endilega fá hann til okkar en mér finnast að hann hefur ýmislegt að sanna fyrir mér áður en að ég fer að kalla hann heimsklassa leikmann.

  Og varðandi Defoe þá mundi ég ekki kalla hann heimsklassa leikmann heldur, langt frá því. HAnn er góður “premiership player” en hann er alltof fljótfær og eigingjarn og hann minnir mikið á Baros þegar að hann setur hausinn niður og hleypur af stað. HAnn hefur vissulega skorað mörg falleg mörk en mér finnst hann þurfa bæta sig mikið.

Uppgjör Liverpoolbloggsins á tímabilinu 2005/06

Gonzalez, Gonzalez …