Uppgjör Liverpoolbloggsins á tímabilinu 2005/06

5703-morientes.jpg

Mestu vonbrigðin: Fernando Morientes

Þann 13. janúar 2005 var ég ótrúlega ánægður þegar [Fernando Morientes var keyptur frá Real Madrid á 6.3 millj. punda](http://www.kop.is/gamalt/2005/01/13/17.46.35/) og skrifaði undir 3,5 ára samning (til ársins 2008).

Kaupin á Morientes eru þau stærstu við LFC hefur gert í langan langan tíma ásamt kaupunum á Xabi Alonso.
Rafa keep up the good work!!!!
Aggi sendi inn – 13.01.05 19:41 – (Ummæli #1)

Já ekki hægt að segja annað að ég hafi verið bjartsýnn…

Árið áður hafði Morientes verið hreint út sagt frábær með Monaco í meistaradeildinni og skoraði 9 mörk í 12 leikjum. Hann hafði verið leikmaður hjá Real Madrid síðan 1997, spilað 179 leiki og skorað 72 mörk, og m.a. unnið Meistaradeildina 2000 og 2002 með þeim og tapaði í úrslitum 2004 þá með Monaco. Morientes hefur einnig spilað 43 landsleiki fyrir Spán og skorað í þeim 26 mörk! Þetta allt segir okkur að Liverpool var að kaupa toppklassa framherja til næstu 3ja ára eða hvað?

Þegar Fernando kemur til okkar í janúar 2005 þá var hann ekki í neinu leikformi og var það ljóst að það tæki hann smá tíma að komast í spil form. Hann spilaði [sinn fyrsta leik gegn Man U á Anfield](http://www.kop.is/gamalt/2005/01/15/15.00.57/) en gerði lítið til að koma í veg fyrir 0-1 tap þar sem Dudek fór á “kostum”. Síðan skoraði hann gegn [Charlton í 2-1 sigri þann 1.febrúar 2005.](http://www.kop.is/gamalt/2005/02/01/22.41.34/)
Morientes mátti ekki spila með okkur í meistaradeildinni en spilaði þetta tímabil 15 leiki og skoraði 3 mörk, alls ekki frábær byrjun en ég ásamt flestum stuðningsmönnum Liverpool vorum tilbúin að sjá Morientes í almennilegu formi og þegar hann væri búinn að aðlagast enska boltanum sem og Englandi sjálfu. ÚÚÚÚFFFFF!!!
Tímabilið sem núna var að ljúka spilaði Morientes 46 leiki og skoraði 9 mörk… og í heildina hefur hann þá spilað 61 leik og skorað heil 12 mörk. Það er ekki sá Morientes sem ég þekkti. Langt frá því.
Það má vel vera að Morientes geti ennþá spilað í topp deild og skorað búnka af mörkum en ég tel af og frá að það gerist með Liverpool eða í ensku deildinni. MESTU VONBRIGÐIN: **Fernando Morientes.**

**STIGIN FÉLLU SVO:**
1. Fernando Morientes – 11 stig
2. Benfica – 5 stig
3. Tapleikir gegn Chelsea í deildinni – 4 stig

**EINSTAKLINGSLISTAR:**

**Aggi:**
1. Tapið á heimavelli gegn Chelsea þar sem Hyypia var veikur og leit illa út gegn Drogba. Óþolandi leikur og mér verður beinlínis óglatt að hugsa um þetta.
2. Fernando Morientes. Hann hefur nákvæmlega ekkert getað frá því að hann kom til okkar og ég hef gefið honum of mikinn séns. Hann er búinn og Rafa hlýtur að láta hann fara.
3. Leikirnir gegn Benfica. Við erum betri og ég skil ekki ennþá afhverju við unnum þá ekki. Mikið svekkelsi að láta þá slá okkur út. Var þunglyndur í viku eftir þetta tap og missti áhugann á meistaradeildinni. Hef ekki horft á leik síðann!

**Einar Örn**
1. Fernando Morientes
2. Benfica
3. Sao Paulo

**Hjalti:**
1. Fernando Morientes
2. Að sýna það ekki alltaf í leikjum gegn Chelsea að við erum ekki lakara
lið 🙂

**Kristján Atli:**
1. Fernando Morientes. Þarfnast ekki útskýringar.
2. Tapið fyrir Benfica á Anfield.
3. Tapið fyrir Sao Paulo í Tokýó.

6 Comments

 1. Jú vissulega hefur Morientes verið vonbrigði. Ég held reyndar að hann hafi aldrei komist í alminnilegt leikform eftir að hann spilaði með Monaco. En hvað um það hann hefur fengið fullt af sénsum.

  Mér finnst samt skondið hvað það er þunn lína milli hláturs og gráturs í boltanum. Mér hefur fundist Morientes alveg jafn slakur og Crouch og ef þjóðernið væri öfugt á þessum leikmönnum hefði hlutskipti þeirra verið öfugt, er ég nokkuð vissu um. Samt er Morientes mestu vonbrigðin og Crouch (7m punda) með mestu framfarirnar.

  En svona er þetta bara í boltanum.

 2. Hössi, þjóðerni hefur ekkert með málið að gera. Peter Crouch hefur einfaldlega verið miklu, miklu betri en Morientes á þessu tímabili.

 3. Ég er svo hjartanlega sammála ykkur hvað Morientes varðar…… maðurinn hefur verið svo slappur frá því hann kom að hálfa væri miklu meira en nóg !

  Algjör synd og skömm þar sem að maðurinn hefur yfir nógu að búa og ætti að geta miklu meira (það eru bara sumir sem passa hreinlega ekki í enska boltann)…
  þetta með þjóðernið ???? Couchy hefur þegar vanist enska stílnum og er því betur í stakk búinn til að vera þar…. Ekkert svo viss um að hann sé betri (reyndar alveg viss um að CP nái aldrei eins miklum árangri og Morientes hefur þegar gert)

  ÞEGAR hann (Morientes eða CP :confused:) verður seldur er það von mín að við fáum einhvern sem er ekki á sínu síðasta skeiði heldur fá einhvern ungan og ferskan……. (kuyt er víst að fara til Newcastle) hvernig væri að fá Javier Saviola sem dæmi……??

 4. Hjartanlega sammála ykkur í þessu vali. Morientes hefur valdið manni mjög miklum vonbrigðum.

  Þegar Morientes skrifaði undir hjá Liverpool voru væntingar aðdáenda gríðalegar svo vægt sé til orða tekið, menn vildu meina að hann væri bestu kaup Liverpool frá upphafi (hef nefnt þetta áður). Þannig að ekki er ég hissa á því að hann hljóti þessa nafnbót hér.

  Annars er ég hræddur um að Morientes sé byrjaður að horfa í peninginn og vilji því sitja út samninginn (eins og Hössi nefndi eitt sinn) þar sem ólíklegt þykir að hann fái álíka laun hjá spænsku liði. Ef marka má orð umboðsmans hans þá lítur allt út fyrir það:

  ” Þetta er einungis orðrómur sem er búinn til að fjölmiðlum. Það er ekkert satt. EINI HLUTURINN SEM ER ÖRUGGUR ER AÐ MORIENTES Á EFTIR 2 ÁR AF SAMNINGI SÍNUM VIÐ LIVERPOOL”

  Það besta í stöðunni væri að setja hann uppí annan leikmann. Nú er verið að tala um áhuga Valencia og Betis á honum. Hjá þeim liðum eru nokkrir leikmenn sem gætu nýst Liverpool mun betur en Morientes. Vonandi vinna yfirmenn Liverpool vel úr þessu, því satt best að segja hafa þeir of oft valdið mér vonbrigðum síðustu árin.

  Hvað er að frétta af leikmannakaupum okkar, Ballack er kominn til C$$$$$$$, Berbatov til Tottenham og í dag keyptu Arsenal Tomas Rosicky (talað um 6 millj punda, ef rétt er þá er það gjafaverð). Þetta eru allt heimsklassa leikmenn í mínum huga. Allt leikmenn sem Liverpool hefði auðveldlega getað notað.

  Benites vildi vera búinn að kaupa leikmenn fyrir HM, það þýðir að LFC hafa ekki marga daga til stefnu.

  Vonandi erum við ekki að horfa upp á sumar eins og það síðasta þar sem stjórnarmenn Liverpool voru dregnir á asnaeyrunum fram að lokun leikmannagluggans.

  p.s. væri ekki svona harðorður ef Benites hefði ekki talað um að hann vildi helst klára að kaupa leikmenn fyrir HM.

  Kveðja
  Krizzi

 5. Gonzales kominn. Þá þarf bara að klára Pauletta,Alves og Aurelio málin og einbeita kröftum okkar i að kaupa framherja. Þá er ég sáttur ef Garcia síðan verður áfram.

  YNWA

Morientes á útleið …

Hvaða leikmenn koma og hvernig mun liðið líta út?