Melli á leið til Anfield?

[Skv. SkySports er Liverpool að skoða varnarmanninn Melli.](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=388931&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Reds+ponder+Melli+move) Hann spilar með Betis, er Spánverji og er 22 ára gamall. Hann hefur verið fastamaður í vörninni hjá Betis síðustu 2 tímabil.

“A club like Liverpool is always interested in Spanish football and I remember our two matches in the Champions League,”

Ég sé ekki hvernig miðvörður sé mikilvægur þegar við erum nokkuð vel settir í þeirri stöðu með Hyypia, Carragher, Agger og síðan er Pauletta að koma. Ég veit ekkert um þennan dreng og ef að þetta reynist vera meira en smá slúður þá mun Einar örugglega þýða fyrir okkur grein úr Marca.

2 Comments

  1. Ég hefði svo sem ekkert á móti því að fá Melli til Liverpool. Þetta er góður miðvörður sem hefur verið nálægt því að komast í spænska landsliðið sl. tvö ár, og það besta er að hann er ungur enn og á framtíðina fyrir sér.

    Hins vegar held ég að hér séu blöðin að blása upp sakleysislegan hlut. Klúbbar láta fylgjast með fullt af leikmönnum, það er ekki þar með sagt að þeir ætli sér að kaupa þá alla. Þótt við séum að fylgjast með Melli er enn ólíklegt að hann sé að koma, sér í lagi vegna þess að við vorum að kaupa þá Agger og Palletta.

    En maður veit aldrei, og eins og ég sagði áður þá hefði ég ekkert á móti Melli. Ef leikmaður er nógu góður fyrir Rafa er hann nógu góður fyrir mig. 🙂

  2. spurning hvort Rafa sé að hugsa um að stilla oftar upp þriggja manna varnarlínu (eins og hann gerði einu sinni með Carra, Hyppia og Agger) til að búa til meira pláss fyrir þessa stórkostlegu miðjumenn sem við erum með…
    það væri allavegna tilvalið að hafa möguleika á fleirri miðvörðum þá……

Verður Daniel Agger Evrópumeistari í sumar?

Morientes á útleið …