Guily?

Daily Mirror og fleiri blöð [halda því fram í dag](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_objectid=17106198%26method=full%26siteid=94762%26headline=rafa%2dtargets%2dbarca%2ds%2dgiuly%2d-name_page.html) að Rafa Benitez vilji fá til sín Ludovic Giuly frá Barcelona.

Giuly hefur áður tjáð sig um þetta mál og hann segist vilja vera áfram hjá Barca en þá eingöngu ef hann fær viðunandi samning. Svo sem eðlileg ummæli.

Það er hins vegar ljóst að hann hefur alls ekki fengið nægilega mörg tækifæri hjá Barca og hinn 29 ára frakka er sennilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir tilhugsuninni um að vera varamaður fyrir Lionel Messi á næsta tímabili. Talið er að líklegt kaupverð Liverpool (ef af verður) sé um 3 milljónir punda.

Ég verð að segja að ég er verulega spenntur fyrir þessum möguleika á hægri kantinum. Við vitum öll að Giuly er frábær knattspyrnumaður og þetta er ekki mikill peningur fyrir leikmann með hans hæfileika.

Gefum okkur að þetta gangi upp og að Alves og Aurelio séu líka á leiðinni til okkar, þá gæti liðið á næsta tímabili verið að þróast í þessa átt:

Reina

Finnan/Alves – Carra – Hyypia/Agger – Aurelio

Guily – Gerrard – Sissoko – Alonso – Kewell

????

Og málið er að eftir þessi kaup, þá hljótum við að eiga umtalsverðan pening eftir. Alves+Guily kosta 10 milljónir punda og Aurelio er ókeypis. Á móti væri hugsanlegt að við fengjum um eða yfir 10 milljónir punda fyrir þessa leikmenn: Luis Garcia, Dudek/Kirkland, Traore og Kromkamp (ef maður gleypir öllu slúðri, sem hefur komið fram síðustu daga.

Þannig að við erum nokkurn veginn á sléttu og getum þá eytt stórum upphæðum í að kaupa heimsklassa framherja.


Það, sem er líka athyglisvert að ef þessi kaup, sem við erum orðaðir við hvað sterkast munu ganga upp, þá er breiddin í hópnum orðin algjörlega frábær. Sjáið bara þetta:

**Markverðir**: Pepe Reina, Chris Kirkland/Scott Carson
**Vinstri bakvörður**: Fabio Aurelio, John-Arne Riise
**Miðverðir:** Sami Hyypia, Jamie Carragher, Gabriel Paletta, Daniel Agger
**Hægri bakvörður:** Daniel Alves, Steve Finnan
**Vinstri Kantur:** Harry Kewell, Mark Gonzales
**Miðja:** Steven Gerrard, Xabi Alonso, Momo Sissoko, Didi Hamann, Zenden
**Hægri Kantur:** Ludovic Guily, Luis Garcia
**Framherjar:** ????, Peter Crouch, Robbie Fowler.

Þetta, dömur mínar og herrar er **frábær** hópur. Það er líka svo hróplega augljóst hvar vandamálið í þessum hópi liggur. Við hreinlega **verðum** að fá toppframherja til liðsins fyrir næsta tímabil.

11 Comments

 1. Ef þetta gerist þá yrði þetta hreint út sagt frábær kaup. Og ef við höldum Garcia og fáum Guily þá erum við í hreint út sagt frábærum málum á hægri kantinum og verðmiðinn… 3 millj. punda! Það er ekki neitt.

  Já takk!

 2. Owen kemur heim, heyrði í honum í gær og hann er á leiðinni. Þetta verður ekkert mál, meistarar á næsta ári. 😉

 3. persónulega myndi ég hafa Gonzales sem fyrsta kost á kantinn, en ef Harry spilar eins og undanfarið, þá verður þetta barátta milli þeirra í vetur.

  Ég vill líka halda Cissé og Garcia. Fá einn SUPER STRIKER og þá er þetta perfect.

 4. þetta er hörkulið… með þvílíkt góða breidd…
  myndi reyndar persónulega vilja halda Cisse (hann er fljótastur og skotfastastur Liverpool leikmanna og tókst nú þrátt fyrir allt að skora 19 mörk á tímabilinu… )

  ef við fengjum svo inn leikmann á borð við Kiyrt, þá værum við að eyða ca. 20m í leikmenn og fá eitthvað af því til baka…

  hefur annars einhver annar en ég tekið eftir því hvað það eru margir C$$$$ menn sem eru bókstaflega að biðja um að fá að fara þaðan… ekki bara að reyna það… heldur grátbiðja (jafnvel að bjóðast til að kaupa sína eigin samninga til að losna)??? :laugh:

 5. > hann er fljótastur og skotfastastur Liverpool leikmanna

  Fyrirgefðu Árni, en *sástu* West Ham leikinn? Ég efast um að Cisse fái titil fyrir að vera skotfastasti L’Pool leikmaðurinn. 🙂

  Það sem er athgylisvert við þetta væl í Chelsea mönnum er að þetta eru ekki varamenn, heldur tveir menn sem spila næstum því alltaf – Drogba og Gallas. Þetta er ekki ólíkt því og að Hyypia og Crouch myndu biðja um að vera seldir. Við myndum vera ansi hissa ef það gerðist hjá okkur.

 6. Einar ertu ekki að gleyma útileiknum gegn West Ham, þar sem Cisse skaut boltanum úr kyrrstöðu í bláhornið? Ekki viss um að Gerrard gæti leikið það eftir þá hann sé auðvitað mun skotvissari en Cisse 🙂

  Varðandi Chelsea grunar mig að það fari að verða síðasti séns Mourinho til að vinna Champions League næsta ár. Ætli hann sé ekki bara að gera Drogba og co. alveg gráhærða þessa dagana með því að nudda mönnum uppúr mistökum þessa árs, leikmennirnir eru bara komnir með nóg af þessari portúgölsku Silvíu Nótt og flýja núna sökkvandi skip! :rolleyes:

 7. Einar Örn, það má vel vera að mörkin hjá Gerrard hafi verið frábær á móti West Ham en það breytir ekki þeirri STAÐREYND að Cisse er skotfastastur í liðinu. Fyrir nokkru síðan las ég viðtal við Jose Reina og þar tjáði hann sig meðal annars um það að Djibril Cisse væri með mesta skotkraftinn í liðinu. Hver er betri að dæma um það en markmaður liðsins ? Maður sem spilar með honum á hverjum degi ! Riise og Gerrard koma þar á eftir.

  Sjá hér:

  http://www.liverpoolfc.tv/news/archivedirs/news/2005/nov/15/N150570051115-0914.htm

  [quote]Who has the hardest shot in training?

  Djibril Cisse. Riise and Stevie G have hard shots as well but Cisse definitely has the hardest.[/quote]

 8. ég veit það vel að Cisse er ekki sá skotvissasti í liðinu… (og hittir boltan í raun oft ótrúlega illa) en eins og segir í greininni sem Steven Geir benti á… þá er hann skotfastasti 😉

 9. gaman að þurfa ekki heyra ummæli um að steven g,se ekki a förum,var með hjartað i brokanum siðast þegar það var til umræðu,hann er einfaldlega langbestur og það i heiminum,og a eftir að verða betri.

Verður Traore fyrstur til að kveðja?

Uppgjör Liverpoolbloggsins á tímabilinu 2005/06