Verður Traore fyrstur til að kveðja?

Chris Bascombe á Echo segir að [Djimi Traore verði hugsanlega fyrsti](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17103276%26method=full%26siteid=50061%26headline=traore%2dmay%2dbe%2dfirst%2dout%2dof%2danfield-name_page.html) aðalliðsleikmaðurinn, sem fari frá Liverpool í sumar.

Samkvæmt honum er Rafa tilbúinn að hlusta á tilboð í Traore. Ekkert lið er þó orðað sterklega við hann.

6 Comments

 1. Ég mun ekki gráta það… við fáum líklega Aurelio í sumar og hann er klárlega sterkari en Traore. Í miðverðinum erum við svo með Carra, Sami, Agger og Paletta (sem kemur í sumar), og erum því í fínum málum þar.

 2. Djimi Traore átti að vera mikið efni og hefur aldrei náð að standa virkilega undir því. Hann átti reyndar frábært tímabil seinni hlusta þess síðasta m.a. góðan leik gegn AC Milan. En hann er of mistækur fyrir LFC.

  Vonandi gengur honum vel í framtíðinni… og við fáum smá aur í kassann fyrir hann.

 3. ég vill samt meina að þú færð ekki mikið sterkari mann varnalega séð.. hann er frábær tæklari og alltaf hlaupandi! held að þessi maður hefði verið frábær ef hann hefði fengið meira traust og jafnvel verið bara fastamaður i liðinu við hlið Carra! En maður fær ekki alltaf að ráða þessu:)

 4. Traore er svona lengd útgáfa af Phil Babb. Hann tæklar oft glæsilega og skallar af afli. En það er ekki það sem gerir menn að leikmönnum stórliða í dag. Hann gerir einnig stórkostleg mistök líkt og Babb. Það er einfaldlega alltof lítill bolti í þessum kappa til að hann eigi heima í hugmyndafræði okkar manna. Vertu blessaður Traore.

 5. Málið með Traore að það væri hægt að búa til rosalega flott “highlight” teip með honum, þar sem sýndar væru margar ótrúlegar tæklingar.

  Hins vegar væri líka hægt að búa til ansi gott “bloopers” teip, þar sem fáránlega klaufaleg mistök hans væru tekin fyrir. Ég vil meina (eftir að hafa séð leikinn á Anfield) að Traore hafi verið ein stærsta orsökin fyrir tapinu gegn Benfica. Maður fékk fyrir hjartað í hvert sinn sem hann fékk boltann, og hann var gríðarlega slappur í því að koma boltanum almennilega frá sér.

  Hann er einfaldlega ekki nógu góður fyrir Liverpool. Ekki nógu stöðugur og ekki nógu góður með boltann.

Uppgjör Liverpoolbloggsins á tímabilinu 2005/2006

Guily?