Hverjir fara og á hvaða verði?

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvaða leikmenn fari frá okkur í sumar og hvað við myndum fá fyrir þá leikmenn. Við höfum öll okkar skoðanir á því hvaða leikmenn við viljum halda og láta fara, sumir voru ánægðir þegar Baros fór aðrir ekki. Í dag leysti Liverpool 5 unga leikmenn undan samning sem eru þeir Ramón Calliste, Robbie Foy, Paul Willis, Paul Lancaster og Calum Woods. Það sem ég veit um þessa leikmenn er að Paul Willis og Lancaster eru markmenn, Calum Woods er varnarmaður, Calliste er framherji og Robbie Foy er kantmaður/framherji sem var í láni hjá Wrexham í vetur. Ég tel þetta sé einungis byrjunin á hreinsu hjá Rafa. En hverjir fara? Ég ætla að fara yfir þá leikmenn sem ég tel að séu eða gætu verið á förum frá Liverpool í sumar.

Jerzy Dudek er 33 ára gamall. Búinn að vera varamaður í vetur fyrir Pepe Reina. Tel mjög líklegt að hann vilji fara í sumar eftir að hafa ekki verið valinn í 23 manna hóp fyrir HM í sumar.
Samningur: 1.7.2007
Staða: Fer.
Verð: 1 millj. punda

Harry Kewell er 28 ára gamall. Náði loksins að sýna sitt rétta andlit með Liverpool í vetur eftir erfið ár vegna meiðsla. Er gríðarlega hæfileikaríkur og getur skorað. Rafa virðist hafa mikla trú á drengnum. Þótt Gonzalez sé að koma þá tel ég líklegt að Kewell verði áfram mikilvægur leikmaður hjá Rafa.
Samningur: 1.7.2008
Staða: Verður áfram.
Verð: 5 millj. punda

Djibril Cisse er 25 ára gamall. Hefur átt erfiða tíma hjá Liverpool. Kom með stórt orðspor með sér frá Frakklandi og hefur aldrei náð að standa undir því. Tel líklegt að hann fari.
Samningur: 1.7.2009
Staða: Fer líklega
Verð: 8 millj. punda

Luis Garcia er 28 ára gamall. Tumi Þumall er ótrúlega seigur leikmaður sem gefur Liverpool aðra vídd þegar hann er inná. Gerir þetta óvænta og frábær squad leikmaður. Verður vonandi áfram.
Samningur: 1.7.2009
Staða: Ef konan hans ræður engu þá verður hann áfram annars er hann á leið burtu.
Verð: 5 millj. punda

Dietmar Hamann er 33 ára gamall. Hefur smátt og smátt orðið minna áberandi í liðinu. Kemur samt oft upp þegar mest á reynir t.d. gegn AC Milan og nýverið gegn West Ham í FA Cup. Á vonandi eitt á eftir sem gott back up á miðjunni.
Samningur: 1.7.2006
Staða: Vonandi áfam í eitt tímabil.

Fernando Morientes er 30 ára gamall. Hefur verið vonbrigði hjá Liverpool og líklega á förum.
Samningur: 1.7.2008
Staða: Mjög líklega á förum.
Verð: 2-4 millj. punda

Djimi Traore er 26 ára gamall. Hann hefur átt vont tímabil í vetur og er næsta örugglega á leið frá okkur. Sérstaklega ef Fabio Aurelio kemur.
Samningur: 1.7.2009
Staða: Líklega á förum.
Verð: 2-3 millj. punda

Carl Medjani er 21 árs gamall. Veit ekkert um þennan dreng. Kom til okkar árið 2003 en hefur mestmegnis verið í láni síðan.
Samningur: Óljóst. Hefur verið 2 síðustu tímabil í láni hjá Lorient (í fyrra) og Metz (í ár).
Staða: Ekki hugmynd.
Verð: ?

Neil Mellor er 24 ára gamall. Hann átti frábæra innkomu í liðið á síðasta tímabili en var meiddur fyrra part þessa tímabils. Var lánaður til Wigan og byrjaði vel en meiddist síðan aftur. Tel næsta víst að hann fari í sumar.
Samningur: 1.7.2006
Staða: Fer.
Verð: Held að hann sé samningslaus og fari þá frítt.

David Raven er 21 árs gamall. Sá hann orðað við Tranmere eftir lánstímann sinn þar. Ólíklegt að hann eigi framtíð hjá LFC.
Samningur: 1.7.2007. Var í láni hjá Tranmere.
Staða: líklegt að hann fari
Verð: frítt

Chris Kirkland er 25 ára gamall. Hefur verið í láni hjá WBA í vetur. Spilaði ágætlega faman af en breytti til og meiddist. Tel næsta víst að hann fari í sumar og þá jafnvel til WBA.
Samningur: 1.7.2009
Staða: Fer
Verð: 1. millj. punda

Florent Sinama Pongolle er 22 ára gamall. Var hjá Blackburn í láni seinni helming tímabilsins og skoraði 1 mark í 10 leikjum. Hann hefur hæfileikana en þarf að spila reglulega. Gæti átt framtíð hjá Liverpool.
Samningur: 1.7.2008
Staða: 50-50
Verð 2-3 millj. punda

Anthony Le Tallec er 22 ára gamall. Hefur verið í láni hjá Sunderland allt tímabilið en var jafnlélegur og allt það lið. Er næstum örugglega á leið frá Liverpool.
Samningur: 1.7.2008
Staða: Fer
Verð: 1-2 millj. punda

Zak Whitbread er 22 ára gamall. Var í láni hjá Millwall og stóð sig ágætlega. Hefur sjálfur rætt um það að hann sé hugsanlega á förum í sumar.
Samningur: 1.7.2007. Var á láni hjá Millwall í vetur.
Staða: fer líklega
Verð: minna en 1 millj. pund

Darren Potter er 22 ára gamall. Var í láni hjá Southampton seinni helming tímabilsins og stóð sig í það minnsta ekki nógu vel til að þeir hefðu áhuga á að kaupa drenginn. Tel líklegt að hann fari.
Samningur: 1.7.2008
Staða: Fer líklega
Verð: minna en 1 millj. pund

Bruno Cheyrou er 28 ára gamall. Er búinn að vera í láni síðustu tvö tímabil. Fyrst hjá Marseille og í vetur hjá Bordeaux. Tel 100% að hann fari og þá líklegast til Bordeaux þar sem hann hefur þótt standa sig ágætlega í vetur.
Samningur: Óljóst.
Staða: Fer.
Verð: held að samningurinn sé að renna út og fer hann því frítt.

Salif Diao er 29 ára gamall. Hefur verið í láni hjá Portsmouth í vetur og er búinn að vera meiddur í næstum allan vetur. Hann er ekki góður leikmaður og pirraði mig mikið þegar hann spilaði of oft hjá Houllier.
Samningur: 1.7.2007
Staða: Fer.
Verð: minna en 1 millj. pund.

9 Comments

 1. Gaman að skoða þetta. Ein hugsun fór þó í gegnum huga minn þegar ég sá nafn Sinama Pongolle. Fyrir jól og í kringum Luton leikinn þegar lítið gekk hjá framherjum Liverpool að skora voru flestir stuðningsmenn orðnir reiðir á því hvað hann fékk að spila lítið og voru jafnvel hundfúlir út í Benitez að lána “besta” sóknarmanninn til Blackburn. Svo kom Robbie Fowler. Ég hef ekki heyrt minnst á Pongolle síðan. :tongue:

 2. Ef Garcia fer þá seljum við hann á hærri upphæð en 5 milljónir punda. Kostaði hann ekki 6 þegar hann kom? Miðað við frammistöðu hans síðustu tvö ár þá eigum við að geta fengið 8 milljónir fyrir hann!

 3. Alveg sammála Gumma H, ef Garcia fer frá okkur fáum við 7-8 milljónir fyrir hann, búin að skora mikið og kominn inn í Spænska landsliðs hópinn og skoraði 3 mörk þar í fyrsta leiknum sínum, mörg lið á spáni sem myndu alveg þiggja þennan leikmann. Hann gæti líka verið notaður í skyptum fyrir stóran leikmann frá spáni.

 4. Já líklega er þetta rétt metið hjá ykkur Gumma H og Andra. Ég hef vanmetið markaðsverð Garcia. Hitt er síðan annað mál að ég vil helst bara ekkert að hann fari.

 5. Hamann fékk framlengingu á samning sinn þegar hann spilaði leik númer 21 á þessu tímabili, svo hann verður áfram.

 6. Ok Elías gott mál. Mig minnti þetta en fann ekki staðfestinguna á því á netinu.

  Gott mál.

  Veit einhver annars hver staðan er á:
  Carl Medjani? Hvernig hann hefur staðið sig í Frakklandi? Verður hann áfram? Fáum við eitthvað fyrir hann?
  Darren Potter
  David Raven
  Zak Whitbread

 7. Ég vona og held að Cisse verði áfram hjá okkur og sömuleiðis vona ég að Garcia verði áfram en ef hann fer þá ekki fyrir minna en 8 m/p.

  Dudek 2
  Kewell 3,5
  Morientes 4
  Traore 1
  Medjani 500k
  Mellor 1
  Raven 500k
  Diao 1
  Le Tallec 500k
  Pongolle 2
  Kirkland 1
  Cheyrou frítt
  Potter frítt
  Whitbread frítt
  Samtals 17 millur

  Hugsanlega
  Garcia 8-10
  Cisse 8-10
  Samtals 16-20 milliur

  Samtals bæði 33-37 milljónir.

  Líklegir inn: Aurelio, Alves, Defoe, Pennant, Kuyt, SWP og Bent.
  Koma í sumar: Paletta og Gonzales

 8. Það má ekki breyta liðinu of mikið, Kewell má ekki fara, Garcia ekki heldur. Þá vil ég gefa Cisse fleiri tækifæri. Hamann verður að vera áfram, hinir mega fara fyrir sanngjarnt verð.

  Við erum ekki langt frá fullkomnu vinningsliði.
  Áfram rauðir.

 9. Við ættum ekki að vera að eyða tíma í að ræða um Kewell, hann má alls ekki fara og hef ég alla trú á að þetta sé alger kjaftasaga.
  Að selja Cisse væri líka rugl. Hann á það skilið að fá annað tímabil og sanna sig betur. Reyndar fannst mér hann slakur um mitt tímabil og virtist hann þá líka vera með hausinn verulega illa festan á búkinn. En núna seinni hluta tímabils hefur hann verið öflugur og miklu áhugasamari en hann var, það býr mikið afl í þessu manni.
  Morientes má endilega fara sem fyrst. Kallinn er þarf að komast í sólina aftur.
  Hvað er að frétta af Medjani? Hann lofaði nú verulega góðu þegar ég sá hann spila að mig minnir með yngri landsliði Frakka síðasta sumar. Þar var hann eins og klettur í miðri vörninni. Hann gæri orðið öflugur.

5 farnir

Henry áfram hjá Arsenal