Alves á leiðinni?

upixuefa6.jpg

Samkvæmt fjölmiðlum gætu 2 Brasilíumenn verið á leiðinni til Liverpool í sumar. Við könnumst öll við slúðrið um Fabio Aurelio, en núna hefur líka Daniel Alves, sem leikur sem bakvörður eða hægri kantmaður hjá Sevilla [tjáð sig um áhuga Liverpool](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=388122&CPID=23&clid=179&lid=4161&title=Alves+considering+Reds+move).

Hann segir:

>”Liverpool is an appetising option because of the Spanish coach they have and because of the players they have there because they are from Spain too,” said Alves.

>”They will help me adapt and that makes it easier, I now have to weigh up and make a decision.

>”It makes me very proud that some of Europe’s big teams have shown an interest in me. For every player, playing at the highest level is an objective – and clubs like Liverpool are at the very top now.

>”They are one of those big important clubs with a lot of history. The truth is, it is an attractive option. Liverpool have a great team and a great manager. It makes me very proud that they are interested in me.”

Sevilla lenti í 5. sæti í spænsku deildinni og komu skemmtilega á óvart. Unnu Real Madrid 4-3 í síðasta leiknum á tímabilinu, en náðu samt ekki að komast í Meistaradeildina. Þetta sama lið rústaði svo auðvitað Middlesboro í úrslitum UEFA bikarsins.

Við höfum nokkrum sinnum [fjallað um Alves](http://www.google.is/search?hs=M0d&hl=en&client=firefox-a&rls=org.mozilla%3Aen-US%3Aofficial&q=daniel+alves+site%3Aeoe.is&btnG=Search) , fyrst fyrir [tæpu ári](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/21/10.30.26/)


Já, og Steven Gerrard [segist vera verulega spenntur fyrir komu Mark Gonzales](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152270060518-0853.htm). Gonzales æfði með Liverpool mönnum og Gerrard segir hann vera mjög góðan. Spennandi.

13 Comments

 1. Mér líst vel á þennan Alves, mjög sókndjarfur bakvörður með mikinn hraða og góða tækni. Eina spurninginn er hvernig honum gengi að aðlagast enska boltanum.

  Með þessa tvo í bakvörðunum yrði sóknarþungi liðsins mun meiri auk þess að hraðinn hjá öftustu fjórum myndi aukast til muna. Það er nefnilega helst hraðann sem vantar í varnalínu okkar manna í dag.

  Í öllu talinu um hægri kantmann þá vil ég skjóta einu nafni inn í umræðuna. Hann spilar líka hjá Sevilla eins og Alves. Nafnið er Navas, frábær leikmaður sem er einungis 20 ára og þykir eitt mesta efnið í spænska boltanum. Hefur mjög mikinn hraða og góða tækni auk þess að vera með bannvænar fyrirgjafir. Skoraði stórglæsilegt mark á móti Real í síðasta leik. Leggið þetta nafn á minnið (Bjarni Fel).

  Kveðja
  Krizzi

 2. Finnst engum öðrum pressan á Speedy alltaf vera að aukast og aukast. Mér finnst þetta ekki ná nokurri átt. Ég skil að þeir reyni að tala hann upp til að hjálpa til við að fá atvinnuleyfi en ég er að verða ansi hreint leiður á þessu endalausa lofi.

  Rafa kemur varla fram í viðtali án þess að ræða um ágæti Speedy og Pako hefur verið duglegur við það einnig. Nú er fyrirliðinn að tala hann upp. Fyrir jafn ungan strák gæti öll þessi pressa haft áhrif á hann.

  Mér finnst að nú megi menn slaka aðeins á…

 3. Ég vil segja að okkur vantar:
  Alvöru framherja.
  Hægri kantmann.
  Vinstri bakvörð.

 4. Eru menn ekki bara að gera sem mest úr honum svo yfirvöld sjái hversu góður hann er? Hann þarf að fá atvinnuleyfi ef ég man rétt út á “sérstaka hæfileika”, þessvegna hefur Rafa klippt saman video með honum og svona…

 5. Með Speedy, þá er ekki verið að gera neitt annað en að tala hann í gegnum atvinnuleyfið, simple as that, svo er hann reyndar skruggu góður í þokkabót.

  Varðandi Alves, þá myndi ég fagna þeim kaupum gríðarlega. Þó svo að Waakeen sé ofar á mínum lista, þá tæki ég Alves í einu hendingskasti ef mér væri boðinn hann. Ég held að þó svo að hann sé hörku góður í hægri bakk, þá sé Rafa fyrst og fremst að hugsa um hann á hægri kantinn, því hann er akkúrat ekki síðri þar.

  Aggi, held að ef Alves komi, þá vanti bara framherjann á þinn óskalista. Aurelio er svo gott sem kominn í höfn.

 6. Ég er mjög spenntur fyrir Alves ef hann er hægri bakkari. Sá hann á móti Real Madrid um daginn þar sem hann virkaði mjög sterkur á mig. Fannst samt eins og hann væri hægrameginn á miðjunni eða eitthvað svoleiðis. Alla vega var hann mjög framsækinn sem er mér að skapi. Sá leikinn reyndar bara með öðru auganu.

  Nú er bara að kaupa framherja (tvo takk) og reyna af öllum mætti að halda í Garcia.

  Áfram Liverpool!

 7. Hver er þessi Waakeen ? hjá hvaða liði spilar hann? og í hvaða landsliði er hann? Kveiki ekki á nafninu.

  Kv
  Krizzi

 8. SSteinn gott mál ef það er rétt. Ég vil þá panta Dirk Kyut!

  RAFA heyrir þú í mér?

 9. Ég skil að hugurinn er að hafa áhrif á þá sem taka ákvörðun um atvinnuleyfið, en allar þessar lofræður gera mörgum stuðningsmönnum ansi háar væntingar.

  Um daginn var ég á players og heyrði menn á næsta borði vera að ræða um ágæti Speedy og í fyrstu hélt ég að þeir væru að ræða um Ronaldinhio svo mögnuð voru lýsingarorðin. Ég spurði í gamni hvort þeir hefðu séð hann spila og þeir svöruðu neitandi.

  Einnig hef ég séð á þeim erlendu spjallborðum sem ég kíki inná, að margir eru búinir að gera sér upp þvílíkar væntingar og ég er bara ekki viss um að það sé innistæða fyrir þessu öllusaman og ef hún er til staðar þá er alltaf hætta á því að pressan verði leikmanninum um megn og hann nái ekki að finna sig af þeim sökum.

  Auðvitað er ég spenntur fyrir stráknum og hlakka mikið til að sjá hann. Hann kemur til með að styrkja liðið, það er pottþétt, en líkurnar á því að hann valdi mörgum stuðningsmönnum vonbrigðum finnast mér aukast með hverri lofræðunni núorðið.

  Ég man að þegar Cissé kom þá var búið að hæpa hann uppúr öllu valdi, vissulega voru það öðruvísi aðstæður en engu að síður þá var búið að gera hann nánast ómennskan í fjölmiðlum. Hann átti liggur við að vera engu síðri en Henry.

  Flo Po og TLT voru einnig hæpaðir og hafa svo ekkert gert í mörg ár. Flo er enn efninlegur en TLT er hreinlega lélegur leikmaður sem hefur ekki einu sinni hugarfarið til að vera hjá LFC hvað þá getuna.

  Að mínu mati þá eiga þessar lofræður Rafa, Pako og leikmanna liðsins eftir að setja mikla pressu á þennan unga leikmann, þó svo það sé ekki það sem þeir eru að ætla sér með þessu.

 10. >Hver er þessi Waakeen ? hjá hvaða liði spilar hann? og í hvaða landsliði er hann? Kveiki ekki á nafninu.

  Ssteinn er að tala um Joaquin – Ssteinn er bara að stafa þetta einsog hann ber nafnið fram. Nafnið hans Joaquin er ekki borið fram “Jóakín” heldur frekar “Hvakín”. 🙂

 11. Og Julan, ég er sammála þér. Menn væru sennilega ekki að gera þetta nema útaf þessum atvinnuleyfismálum. Menn vilja halda honum í fréttum eins mikið og hægt er.

 12. Ég lít svo á að því meira hrós sem þessi piltur (Gonzalez) fær, því betra. Hann þarf alla þá hjálp sem hann getur þegið til að tryggja komu sína til Liverpool.

  Ég vill frekar að Gonzalez spili fyrir Liverpool og þurfi að burðast með miklar eftirvæntingar á bakinu, en að hann sé ekkert hæpaður upp og fái ekki að koma. Hann velur eflaust sjálfur pressuna fram yfir síðari kostinn.

Barcelona: Evrópumeistarar 2006!

5 farnir