Jose vill Simao

Jæja, stórvinur okkar Jose Mourinho hefur tilkynnt fjölmiðlum það að hann vilji [fá Simao Sabrosa til Chelsea](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=387601&CPID=8&clid=8&lid=2&title=Jose+hoping+to+snare+Simao) í sumar.

Við getum þá væntanlega kysst þann möguleika bless, þar sem það er afskaplega ólíklegt að lið vinni baráttur við Chelsea þegar kemur að því að kaupa leikmenn. Víst við gátum ekki borgað nógu mikið fyrir Simao í fyrra þá er ekki fræðilegur fokking möguleiki að við getum borgað nóg þegar að forseti Benfica er komin með rúblu merki í augun. Jose segir um Simao:

>”Simao has the quality to play for Chelsea. We have four fantastic players in that position, but one will leave this summer.

>”Simao could arrive but we are still in negotiations with Benfica.”

Jose ætlar á móti að selja einhvern af vængmönnunum sínum í sumar: Wright-Phillips, Duff, Robben eða Joe Cole. Af þeim verður að teljast líklegt að Cole og Robben séu nokkuð öruggir, en Wright-Phillips og Duff eru líklegri til að fara.

Liverpool er auðvitað talið hafa áhuga á Wright-Phillips, en það verður að teljast afskaplega ólíklegt að Chelsea séu í stuði til að selja okkur hann á mikið lægri upphæð en þeir keyptu hann á fyrir tæpu ári.

Það eru beisiklí þrír hægri kantmenn, sem ég vildi sjá hjá Liverpool – Simao, Wright-Phillips eða Joaquin. Af þeim er sennilega Joaquin sá eini sem við eigum sjens í. Ef annar af hinum kemur mun ég kyssa Kristján Atla, hvort sem honum líkar betur eða verr.

15 Comments

  1. Þetta eru virkilega áhugaverð ummæli:

    “We have four fantastic players in that position, but one will leave this summer.”

    Þetta þýðir að ef Simao fer til $$$$$$ þá er ekki alls víst að hann fái að spila jafnmikið og hjá t.d. Liverpool (líkt og raunin varð með SWP – en það má segja að hann hafi spilað sig út úr enska landsliðinu með því að fara til $$$$$$). Þannig að Simao verður að meta það hvort að hann vilji spila reglulega með sínu liði eða sitja á tréverkinu eða upp í stúku helming leikja liðsins…….??? :confused:

  2. Hann er búinn að svara fyrir púið, nú er bara sannfæra hann um að koma aftur og upplifa Anfield sem leikmaður Liverpool. Hef mikla trú á honum, en ekki viss hann sé betur settur hjá Jose og félegum.

    Áfram Liverpool

  3. Þessi ummæli þýða það að prísinn á Simao fór akkúrat núna upp um 400%.

    Annars verður interesting að sjá launakostnað Chel$ki á næsta tímabili. Nú þegar Ballack kemur og fær alveg fáránlegar tekjur í vikulaun þá munu Terry, Lampard & co. allir heimta launahækkun.

  4. Simao má fara til Mourinho og Kenyon mín vegna. Hins vegar væri ég alveg til að fá SWP, Duff eða Robben til okkar en það er klárlega afar ólíklegt.

    En líkt og áður þá treysti ég okkar manni, Rafa, fullkomlega fyrir því að fá þá leikmenn til okkar sem þarf til að koma okkur fyrir ofan Chelsea.

  5. Satt best að segja væri Simao minn fyrsti kostur af þessum mönnum öllum. En við vinnum víst ekki uppboð við Chelsea. :confused:

  6. Ég vil ekki sjá Simao hjá Liverpool – hvað þá Wright-Philips.

    Simao dró okkur á asnaeyrunum og sló okkur svo út úr CL.

    Wright-Philips er alls ekki nógu góður til að við myndum fórna Alonso eða Sissoko til að færa Gerrard inn á miðjuna.

    Það myndi ekkert gleðja mig meira en að Simao færi til Chelsea til að verma tréverkið.

    Áfram Liverpool!

  7. >Simao dró okkur á asnaeyrunum og sló okkur svo út úr CL.

    Simao dró okkur ekki á asnaeyrunum fyrir fimm aura. Hann vildi koma til Liverpool, en **Benfica** menn vildu allt í einu ekki selja.

    Og við förum varla að hafna leikmönnum fyrir að spila vel á móti okkur.

    Og hann verður ekki varamaður hjá Chelsea.

  8. Ég er sammála þér Einari, væri til í að sjá einn af þessum þremur í búningi Liverpool á næsta tímabili.

    C$$$$$$$ moron hefur reyndar gefið það út að hann muni ekki selja neinn af sínum leikmönnum til annara toppliða á Englandi. Þannig að SWP er út úr myndinni.

    Eflaust nota yfirmenn Benfica tækifærið og setja yfir 20 millj punda verðmiða á Simoa. Hefur reynst öðrum liðum vel þegar C$$$$$$$ á í hlut.

    Það verður spennandi að sjá hverjir koma og hverjir fara í sumar.

    Kveðja
    Krizzi

  9. Hmm, tilvitinunin í Moriniho sem ég les þarna á sky síðunni er nú:
    “Simao could arrive but we have still not had talks with Benfica.”
    Takið eftir orðinu “not” þarna.

  10. Einar minn, þetta er allt í lagi. Þú þarft ekki að búa til afsakanir til að kela við mig, þú blekkir engan með slíku. :blush: :laugh:

    Hins vegar minntu orð þín mig á eitt: **hvað skoraði Milan Baros mörg mörk í Úrvalsdeildinni í vetur?** Og hvað skoruðu okkar framherjar? Var ekki veðmál í gangi? Hmmm? Hvor okkar vann svo? 🙂

  11. Síðan er bara spurning hvort að þetta sé ekki bara snilldarlega vel gert hjá mourinho. Þá meina ég að hann ætlar ekki að kaupa simao en vill heldur ekki að við gerum það, og með því einungis að gefa það í skyn að hann sé að spá í honum þá hækkar verðmiðinn um einhver tug prósenta þar af leiðandi getum við ekki keypt hann. Mourinho er ekkert svo vitlaus eftir allt saman eða hvað

  12. Frábært svar já SSteini í ummælum nr. 13 við ummælum Freysa nr. 12! Skýrt og skorinort og segir sannleikann :biggrin:

  13. Ég hef nu talið að við þyrftum góðan hægri kannst mann og það vill ég fá.

Ballack og Chelsea-miðjan “ógurlega” …

Kromkamp í hollenska hópnum