Defoe eða Bent

Menn eru byrjaði að keppast við að tengja okkur við hina ýmsu framherja. Af því að það er stundum gaman að dýfa sér ofaní **slúðrið** og hundsa það að upprunar slúðursins séu ekki mjög áreiðanlegir, þá leyfi ég mér að birta tvennt:

1. Fulltaf fólki á YNWA, þar á meðal áreiðanlegir menn segja að [Jermaine Defoe](http://www.ynwa.tv/forum/index.php?showtopic=101297) sé á leiðinni til okkar og að í raun séu bara formsatrið eftir.
2. Breskt slúðurblað – veit ekki nákvæmlega hvaða – heldur því fram að Liverpool hafi [boðið í Darren Bent](http://www.sportnetwork.net/main/s78/st96560.htm) hjá Charlton. (greinin sem ég vísa í vísar eingöngu í umfjöllun slúðurblaðsins).

Ég spyr því, hvernig líst ykkur á þessa tvo? Eru þeir báðir spennó, eða bara annar þeirra? Hvorugir voru nógu góðir fyrir SGE í enska hópinn fyrir HM, þannig að það er spurning hvort þeir séu nógu góðir fyrir Liverpool. Ég segi nei.


Já, og [þetta](http://haukurhauks.blogspot.com/2006/05/nistelrooy.html) er fyndið. 🙂

9 Comments

 1. Ég veit ekki, verð að viðurkenna að ég er nú svolítið spenntur fyrir Defoe, hef ávallt hrifist af honum sem leikmanni. Hraður, leikinn, ákveðinn og skotviss. Búinn að eiga smá erfitt uppdráttar á þessu tímabili, þar sem Jol hefur nánast alltaf kosið að byrja með þá Mido og Keane, en stútfullur af hæfileikum að mínu mati.

  Þrátt fyrir að Bent hafi staðið sig vel, þá finnst mér hann samt stærra spurningamerki.

  Varðandi að vera nógu góður til fyrir Sven, þá finnst mér það enginn mælikvarði. Hann er að mínu mati sá sísti sem ég myndi fara eftir. Hann er að taka 17 ára gamlan ungling sem hefur akkúrat ekki neina reynslu, á HM í stað nokkurra enskra sem hafa staðið sig feykilega vel. Af hverju í ósköpunum tók hann ekki nýfæddan son Robbie Fowler með sér líka? Sven is not the man.

 2. Hvorugur þessara er að heilla mig upp úr skónum, mér líst þó betur á Darren Bent. En aðrir sóknarmenn heilla mig meira, t.d. Kæt 🙂 við sjáum bara til.

  Fréttin af Nistelroy var helvíti fyndin, svona eins og nafnabreytingin á sveitafélaginu Árborg yfir í Tuborg…

 3. Ég væri alveg til í að fá þá báða til okkar og þá værum við með,

  Cisse- Defoe- Bent- Fowler og Crouch

  Sem sagt 5 framherja en 4 góða 🙂

 4. Defoe væri góður kostur. Bent er meira spurningamerki. Gæti hafa átt óvenju gott tímabil núna og að hann fylgi því ekki eftir á næsta tímabili.

 5. Nei, helst ekki.

  En ef ég þarf að gera upp á milli þeirra tveggja þá kysi ég Defoe mun frekar en Bent.
  Ég er svolítið hræddur um að Bent sé “one season wonder”, ekki ósvipað Kevin Philips t.d.

  Þeir framherjar sem ég helst vildi væru Kuyt og þó ekki líklegt sé, Owen, hann á hvergi annarsstaðar að vera en hjá Liverpool.

 6. Mér líst vel á bæði Defoe og Bent, alls ekki báða því þeir eru svo líkir. En ég er hræddur um að þeir einspiili svolítið mikið.

  RvN þarf að líða mikið fyrir útlit sitt svo við skulum votta honum virðingu með eins mínútna þögn.

  ALLIR AÐ ÖSKRA EINS OG HESTAR 🙂

 7. Bent-arinn væri fínn kostur en þá þyrftum við að losa okkur við Crouch eða Morientes. Ef Defoe kæmi þyrftum við að losa okkur við Cissé þannig að spurningin er hvað viljum við? Bent fyrir 5m væri fínt mál en þá værum við að borga Charlton 2x þá upphæð sem þeir keyptu hann á.

 8. Fáum Bent og Kuyt. Seljum síðan Morientes.
  Þá erum við með Cisse- Kuyt- Bent- Fowler og Crouch.
  Það yrði nú bara ágætis sókn held ég 🙂
  Hinsvegar væri kannski möguleiki að skipta út Bent fyrir Defoe ef við erum að tala um einhverjar 2 stafa tölur fyrir Bent.

Kromkamp í hollenska hópnum

Arselóna í kvöld!