Er Luis García á förum frá Liverpool?

sanz_luis_garcia_gossip.jpgSú saga gengur nú fjöllum hærra í Englandi að Luis litli García sé á förum frá Liverpool í sumar, að því gefnu að réttur kaupandi finnist. Sagan segir meira að segja að Liverpool-hópurinn hafi hist í gær (sunnudag) í einkasamkvæmi í miðborginni til að kveðja hann með virktum.

Ástæðurnar ku vera þær að hann eigi í einhverjum vandræðum í einkalífinu, og þá sér í lagi sú að konan hans sé ekki að fíla England nógu vel og vilji komast aftur heim til Spánar. Eins og við vitum vel þá eru þessir knattspyrnukappar manneskjur eftir allt saman, menn með fjölskyldur, og þótt það sé súrt ef leikmaður á borð við Luis García þarf að yfirgefa Liverpool vegna ástæðna sem koma knattspyrnu í raun ekkert við, þá verður bara samt svo að vera.

Ég verð að viðurkenna að ég vona að þetta gerist ekki. Tumi Þumall er búinn að vera einn skemmtilegasti leikmaður okkar síðustu tvö tímabil og þótt hann eigi það til að gera mann gráhærðan með því að missa boltann á vondum stöðum eða klúðra einföldustu hlutum, þá þarf ekki að hugsa lengra aftur í tímann en til undanúrslitaleiksins við Chelsea í FA bikarnum til að muna hvers vegna hann er í liðinu hjá okkur. Hann er leikmaður sem skorar mikilvæg mörk í stórleikjum, og sem slíkur er hann í raun nánast ómissandi fyrir liðið.

Hins vegar, þá er þetta líka alltaf spurning um það hver kemur í staðinn ef leikmaður á borð við García fer. Til að mynda er verið að tala um áhuga Rafael Benítez á Yossi Benayoun hjá West Ham, en þau skipti myndi ég alls ekki fíla nógu mikið. Benayoun er góður en García er töluvert betri og reyndari leikmaður. Hins vegar hefur verið talað um að Rafa reyni að nota García sem gjaldmiðil til að landa Fernando Torres í sumar – við myndum þá kannski bjóða Atlético Madríd García + 10m punda, sem dæmi – og þau skipti gæti ég unað talsvert betur við.

Hvað svo sem verður þá gæti þetta orðið einhver óvæntasta brottför leikmanns frá Liverpool í sumar. Menn hefðu kannski frekar giskað á Fernando Morientes, Djibril Cissé eða Djimi Traoré … en ekki García. En við sjáum hvað gerist í þessu, sumarið er bara nýhafið og kannski verður Tumi ennþá á Anfield þegar næsta tímabil hefst. Ég vona það allavega.

16 Comments

  1. Já, ég var einmitt að spá í að skrifa um þetta – enda hefur maður verið að lesa talsvert um þessi vandamál hjá Garcia hjónunum.

    Þetta yrðu að mínu mati hræðilegar fréttir fyrir Liverpool. ég hef haldið gríðarlega mikið uppá Luis Garcia allt frá því að hann kom til Liverpool og hann hefur oftar en ekki lífgað uppá leiki, sem hann hefur spilað í.

    En já, ef þetta er vegna þess að konan hans getur ekki búið í Liverpool þá er afskaplega erfitt að vera reiður yfir því. Það hljómar asnalega, en maður þarf oft að rifja það upp fyrir fólk að við erum að tala um menn með fjölskyldur, en ekki nautgripi sem er hægt að færa á milli staða og ætlast til að allir aðlagi sig.

    En svo er það auðvitað líka málið hver kemur í staðinn. Reina inn fyrir Dudek, Momo inn fyrir Biscan – svona skipti vil ég sjá í sumar.

  2. Bara til að bæta við: Ef að Garcia fer, hvers konar leikmaður kemur í staðinn? Er það hægri kantmaður eða framherji? Það væri athyglisvert að sjá hvernig Rafa myndi höndla það.

    Og ef að Garcia fer, þá hlýtur það að auka líkurnar á því að Djibril Cisse verði áfram.

  3. Slæmt að missa Garcia en frábært ef hægt er að nota hann sem skiptimynt fyrir einhvern góðan leikmann. Hvað við getum fengið fyrir hann – 8-10m?
    Í því sambandi – hver var staðan á Joquin? Er hann hægri eða vinstri kantur?

  4. Þetta er afar vont mál… ég vona að þetta sé ekki reyndin en já maður hefur haft veður af þessu.

    Ef náttúrulega Garcia og frú líður illa þá er lítið hægt að gera en að leyfa honum fara…

    Vonandi gerist þetta ekki…

    Ég sé nefnilega engan replacment fyrir Garcia… nema einhvern sem kostar hálffjárlögin

  5. Skelfilegt ef Luis fer enda virkilega skemmtilegur leikmaður sem hefur, ásamt Gerrard, séð um að skora flest mikilvægustu mörk liðsins. Ég vil alls ekki að hann fari en ef konan er með heimþrá þá er lítið hægt að gera
    🙁

  6. Þetta eru ekki góðar fréttir, ef sannar eru. Garcia hefur þetta óvænta sem gerir hann að svo skemmtilegum leikmanni. Einnig er hann með markheppnari mönnum hjá Liverpool í dag. Ef satt er að hann verði seldu í sumar þá verðum við að fá einhvern í sömu gæðum eða betri en Garcia er til að fylla skarðið, annars tökum við engum framförum.

    Ég er ekki að tala um Pennant eða Yossi Benayoun, kaup á þeim væri merki um meðalmennsku. Sammála nafna mínum með Benayoun. Torres er aftur á móti leikmaður í þeim gæðaklassa sem bætir liðið. Að mínu mati myndir hann fullkomna spænsku byltinguna á Anfield.

    Ekki gleyma að við erum líka með góðan skiptidíl í honum Morientes. Þrátt fyrir slaka famgöngu með Liverpool þá er hann mjög stórt nafn í fótboltaheiminum og því sterk skiptimynt fyrir betri leikmann, jafnvel Simoa, Joquin eða Torres. Þetta eru leikmenn í það háum gæðaflokki að þeir myndu bæta liðið til muna.

    Þannig leikmenn þurfum við í dag þar sem Liverpool er komið í ákveðinn klassa, til að koma okkur klassa ofar þá þurfum við heimsklassa leikmenn svo einfalt er það.

    Það er alveg ljóst að við munum sitja eftir ef við kaupum meðalmenn sem komast ekki í landslið sinna þjóða (Pennant). Leikmenn í 4-5 millj. punda verðflokki eru jafn góðir og verðið gefur til kynna. Þó eru til undantekningar (Momo) en þær eru mjög fáar og afhverju að taka sénsinn. Á meðan styrkir C$$$$$$$ sig með heimsklassa leikmönnum, Ballack, jafnvel Shevchenko.

    Til að halda í við þá og jafnvel minnka bilið þá verðum við að hugsa eins. Maður hefur það nefnilega á tilfinningunni að Liverpool sé svo stutt frá því að ná hæstu hæðum að það væri sorglegt að klúðra því á með kaupum á nokkrum miðlungs leikmönnum.

    P.S. Getur einhver svarað mér afhverju geta man u og Arsenal keypt leikmenn á 20 millj punda en ekki við????????

    Keðja
    Krizzi

  7. Ráðlegg Garcia frekar að dumpa konunni ef honum líður vel í Liverpool en henni ekki :rolleyes: Ég sé engan sem gæti komið í stað fyrir hann 🙁

  8. Hrikalega slæmt að missa Garcia. Hann er einn af fáum í liðinu sem geta gert út um stórleiki og svoleiðis menn þurfum við að halda í.

    Kaup á Benayoun er merki um meðalmennsku að mínu mati.

    Ég var svo að heyra hjá Bödda og Valtýr að Eiður væri sennilega á leiðinni til manu eða ars. Ef við missum Garcia þá væri Eiður akkúrat maðurinn sem gæti leyst hann af hólmi. Það er ekkert loser talk þegar um Eið Smára er að ræða.

    Áfram Liverpool!

  9. Hrikalegt ef satt reynist…..

    Ég lít á Garsia sem einn mikilvægasta hlekkinn í liði Liverpool í dag…hann er þvílíkt markheppinn og hefur þennan sigurvilja til að koma okkur í gegnum erfiða leiki

    Ég verð að viðurkenna það að mér finnst það ekkert smá gremjulegt ef Garsia er að yfirgefa Liverpool afþví að spúsa hans er með heimþrá….hvurslags hörmungas bull er þetta….hvurslags prímadonnu er hann giftur segi ég bara….hvort er mikilvægara að spila fyrir Liverpool…i mean for crying out loud..hann er atvinnumaður í knattspyrnu..atvinnumaður í heimsklassa….hún getur bara drullast til að aðlaga sig….

    …og mér er slétt sama þó þið kallið mig karlrembu fyrir þessa skoðun…

    …ef þetta er ástæðan fyrir sögusögnum að Garsia sé að fara frá Liverpool og hann fer….þá reyti ég hár mitt… 😡

  10. >hvurslags prímadonnu er hann giftur segi ég bara….hvort er mikilvægara að spila fyrir Liverpool…i mean for crying out loud..hann er atvinnumaður í knattspyrnu..atvinnumaður í heimsklassa….hún getur bara drullast til að aðlaga sig….

    Í vor horfði ég á Barca-Chelsea á NOu Camp og tók svo beint flug fár Barcelona til Liverpool. Allir, sem hafa heimsótt þessar tvær borgir á sama deginum munu skilja af hverju fólk frá Barcelona fær heimþrá í Liverpool. 🙂

    Liverpool er fín borg, en það er samt talsvert líklegra að fólk vilji flytjast frá Liverpool til Barcelona en öfugt.

  11. Það er klárt mál að Liverpool borg hefur ekki eins mikið aðdráttarafl og t.d. Barcelona… í raun er Liverpool og já kannski Bítlarnir eina ástæðan að ég myndi heimsækja hana.

    Barcelona… hvenær sem er!

    En ég vona hvernig sem þetta fer að Luis Garcia verði áfram… hans var t.d. sárt saknað í leiknum á laugardaginn.

  12. Á meðan ástæðan er erfiðleikar í einkalífinu er auðveldara að kyngja því að García sé jafnvel á förum. Það verður vissulega mikil blóðtaka að missa þennan frábæra liðsmann og mun hann eflaust aldrei á ferlinum upplifa aðra eins stund og í Istanbul með LFC. Hann fer í góðu ef hann fer svo mikið er víst.
    Það gæti samt verið lán í óláni að García sé að fara þar sem áðurnefndur Fernando Torres gæti verið falur ef við bjóðum García + 10-13m á milli.

    Ég er á þeirri skoðun að Torres sé nr. 1,2 og 3 í sumar hvað stórkaup varðar og ef García fer er klárlega eftirmaður hans Shaun Wright Philips hjá Chelsea sá sem smell passar sem arftaki hans. Sjáið t.d. ef Torres kemur er klárt að framherjastöðurnar eru vel mannaðar án þess að við þurfum að losa okkur við neinn. Svo er SWP virkilega góður hægri kantari sem ekkert endilega bindur sig við hægri kantinn rétt eins og García gerði. SWP og García eru báðir smáir en þeir geta með útsjónarsemi (García) og snerpu (SWP) opnað upp varnir andstæðinganna sem okkur skortir.

    [quote]P.S. Getur einhver svarað mér afhverju geta man u og Arsenal keypt leikmenn á 20 millj punda en ekki við????????

    Keðja Krizzi
    [/quote]

    Af þeirri einföldu ástæðu að Scums eru t.d. að þéna svona u.þ.b. 1m pundum meira (133 m krónur) á hvern heimaleik miðað við okkur sem þýðir basically 1 stk heimsklassa leikmann í mismunn (jafnvel tvo). Síðan eru þeir í raun stærri en við á öllum sviðum hvað varðar fjármál enda næst stærsti klúbbur í heimi á eftir Real Madrid.
    Hvað Arsenal varðar að þá hefur bankabók þeirra fitnað gífurlega eftir að Arsene Wenger tók við þeim. Þeir hafa verið að slefa í 1.-2.sæti í fjölda mörg ár og verið á hverju ári í meistaradeildinni og fengið góðan pening. Svo hefur útsjónarsemi Wenger gert þennan klúbb að þeim klúbbi sem hann er í dag. Hann selur stjörnu á margar milljónir og lætur krakka koma í staðinn sem blómstrar. Kaupir t.d. Vieira á 1-2m frá AC á sínum tíma og selur hann á 12-14 núna. Besti managerinn hvað fjárhaginn varðar undanfarin árin. Það munar öllu ef gaffer-inn finnur ungling sem verður að stjörnu á einu tímabili (Fabregas t.d.). Vonandi gengur það eftir með Gonzales og Paletta já okkur rétt eins og með Sissoko. :biggrin:

  13. Ég skil ekki hvernig menn geta talað um hér, sérstaklega eftir bikarúrslitin, að kaup á Benayoun væru meðalmennska. Hann var stórhættulegur allan tímann og er almennt búinn að vera mjög góður síðustu tvo vetur með W.Ham og R.Santander. Á hinn bóginn er Fernando Torres sennilega alofmetnasti leikmaður Evrópu í dag og held að öll umræða um meinta hæfileika hans helgist af því að leikir Atlético Madrid eru ekki oft á dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva. Man Utd mun gera sig að algerum fíflum ef þeir skipta á RvN og Torres.

  14. Það er greinilegt að þú, Kjartan hefur ekki séð Torres spila fótbolta.

  15. Jú, ég hef nefnilega gert það. Held að margir sem tala fjálglega um hvað Torres sé góður hafi bara séð eitt og eitt mark með honum. Ég hef séð slatta af leikjum með spænska landsliðinu og Atlético Madrid og hef m.a.s. farið á leik með Atlético í Madrid á móti Espanyol. Miðað við það sem ég hef séð til hans þá finnst mér stundum eins og menn séu að tala um einhvern allt annan leikmann þegar þeir lofa hann í hástert.

  16. Jú, ég hef nefnilega gert það. Held að margir sem tala fjálglega um hvað Torres sé góður hafi bara séð eitt og eitt mark með honum. Ég hef séð slatta af leikjum með spænska landsliðinu og Atlético Madrid og hef m.a.s. farið á leik með Atlético í Madrid á móti Espanyol. Miðað við það sem ég hef séð til hans þá finnst mér stundum eins og menn séu að tala um einhvern allt annan leikmann þegar þeir lofa hann í hástert.

Kewell sennilega með á HM

Ekkert pláss fyrir Morientes í landsliðishópi Spánverja