Speedy getur ekki beðið

Hann Speedy okkar Gonzalez útskýrði það vel á opinberu heimasíðunni hvernig málin hans standa. Liverpool sótti um atvinnuleyfi fyrir hann, en því var hafnað á þeim grundvelli að Chile væri ekki í einu af 70 efstu sætunum á heimslista FIFA. Síðan hann fór að láni til Real Sociedad hefur hann slegið í gegn og eftir að hafa vitað lítið um strákinn getur maður ekki beðið eftir því að fá hann til Liverpool!

Eins og málin standa: Liverpool mun sækja um atvinnuleyfi fyrir hann í sumar. Ef það fæst ekki þá kemur hann síðar, en það er óvíst hvernær. Hann MUN fá spænskt vegabréf, en spurningin er bara hvenær. Í það minnsta skil ég þetta þannig, leiðréttið mig bara ef ég er að fara með fleipur.
>”I have heard that the passport application is progressing quite well, so let’s hope that I can get the EU Spanish passport which I think then might be enough to play in the UK without needing a work permit,” he told LFC Magazine. There are certain requirements they demand. Firstly, the country you play for must be in the FIFA top 70. Chile were lower than that at the time we applied. Then you must have played 75% of your country’s games, which I have done. So the top 70 issue was the problem. How can it be my fault that my country are not in the top 70, it is not like I play them by myself.

Einmitt!

Auk þess á hann spænska ættingja í föðurættinni og því lítur þetta ansi vel út. Vonandi kemur hann í sumar segir maður bara! Það er mjög líklegt að það gerist.

>”Once I get that I don’t think there will be any problem. It has all made me more determined to be a success in England with Liverpool.”

Allir Spánverjarnir okkar á HM!

Rummenigge vill launaþak