Rummenigge vill launaþak

Karl-Heinz Rummenigge vill setja launaþak á evrópska knattspyrnu til að [minnka það ójafnvægi](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1766803,00.html) sem er á milli þeirra liða, sem eru rekin af eðlilegum forsendum og þeirra liða, sem eru rekin sem skemmtiefni fyrir milljarðamæringa.

Rummenigge vill að launaþakið verði prósentu-tala af veltu félaganna. Þetta er ólíkt því, sem gerist í Bandaríkjunum þar sem launaþakið er ákveðin upphæð, óháð veltu liðanna. Rummenigge segir:

>”We could have a salary cap: when a big proportion of turnover is spent on wages clubs are going to be in the red. We should have an overall salary budget capped at, say, 50% of turnover. Across Europe there should be harmonisation. 80 to 85% of professional clubs in Europe are losing money. The pressure of competition leads to misinterpretation.”

Einnig segir hann varðandi Chelsea:

>”We have a ?200m [£137.213m] turnover and Chelsea, who as everyone knows are owned by Roman Abramovich, have [a comparable] turnover [of £146.60m]. We make a ?35m profit; this is required for our investment. Chelsea lost ?204m; Mr Abramovich obviously stumped up for it. This [makes for] unequal competition but we are playing against each other in the Champions League. This is not acceptable.”

Það, sem þessi hugmynd KHR myndi þýða er að stærri liðin myndu áfram geta borgað bestu launin. Það þýðir að Liverpool gæti haft mun hærri laun en t.d. Charlton, sem er með mun minni veltu. En þetta myndi hins vegar þýða að lið sem eru rekin með bull tapi, einsog t.d. Fulham á árum áður og Chelsea í dag – lið þar sem milljarðamæringar dæla peningum inní klúbbana – þessi lið myndu ekki geta haldið því áfram. Ef liðin vilja borga há laun, þá verða þau að standa undir því án utanaðkomandi peningagjafa.

Sennilega eru þessar tillögur KHR full sniðnar að þörfum Bayern Munchen, en það er þó alveg ljóst að umræðan um peningaþak á eftir að aukast enn frekar á næstunni.

13 Comments

 1. Þetta er vond hugmynd. Sniðin að því að viðhalda ógnarhaldi stóru liðanna.

  Mér finnst ekkert að því að Chelsea sé í þessari stöðu. Það gefur öllum félögum von um að ná á toppinn einhverntímann. Það er gott að Man U einoki ekki titilinn og gaman fyrir aðdáendur Fulham, Wigan, Bolton osfrv. að sjá að vel reknir klúbbar geti komist langt neðan úr neðri deildunum og staðið sig. Kannski verður

  Chelsea er náttúrulega ekki vel rekin viðskiptaeining með svona tap, en til lengri tíma munu þeir snúa þessu við. Annars hrynja þeir að lokum. Og eitt er alltaf víst í fótbolta, þinn tími kemur og svo fer hann aftur og svo kemur hann kannski aftur. Þetta vitum við púllarar og þetta eru United menn að átta sig á.

  Peningar eru ekki allt eins og Benitez og Wenger hafa sýnt á móti Chelsea og Man U.

  Svo má hafa í huga að allar álíka hugmyndir sem hafa komið frá Bæjaralandi og Milanóborg hafa verið ákaflega fjandsamlegar allri skynsemi hingað til.

 2. Vandamálið með Chelsea er að kannski hrynja þeir ekkert að lokum! Ef við værum að tala um alvöru bissness þá myndi það gerast. En kannski missir Roman aldrei áhuga á Chelsea og kannski finnst honum bara fínt að tapa 200 milljón pundum á ári.

 3. Fyrir tíu árum voru allir að væflast yfir Jack Walker sem hafði “keypt” titilinn til Blackburn. Silvio Berlusconi hefur ekki tryggt Milan öruggan meistaratitil og Liverpool og Barcelona hafa gert útum aðalmarkmið Chelsea síðustu tvö ár.

  Það er eitt að hafa sykurpabba sem borgar allt… en annað að halda stöðugleikanum inni á vellinum. Chelsea virðist ekki jafn ósigrandi og áður, ég held að þeir fái svakalega samkeppni inni á vellinum á næsta ári og það er það sem skiptir að lokum máli.

 4. Daði. Á þeim 20 árum sem eru liðin síðan Berlusconi keypti Milan þá er liðið ekki búið að vinna meistaradeildina/Evrópukeppni meistaraliða nema 4 sinnum og scudetto (Seria a) 7 sinnum. Mundi telja það nokkuð góðan árangur :rolleyes: Talandi um að kaupa árangur mundi ég telja að Juve væri búið að borga dómurum ansi vel miðað við nokkra deildarleiki þeirra sem ég hef séð undanfarið þar sem allt er gert til að koma í veg fyrir að Milan nái Juve að stigum 😡

 5. Síðan að Abrahamovic keypti Chelsea hafa þær raddir gerst háværar sem heimta launaþak…svipað og í amerísku íþróttunum.

  Launaþak mun samt ekki breyta neinu nema þá fengju eiginkonur, feður, mæður, frændur og bestu vinir leikmanna rosalegar sporslur í gegnum fyrirtæki tengdum eigendum klúbbana. Nike, Carlsberg osfrv. myndu greiða leikmönnum hærri auglýsingasamninga og setja þá í ákveðin lið (sem er reyndar gert með marga suður ameríska leikmenn í dag…og leikmenn á Íslandi ef út í það er farið). Stærstu stjörnurnar fengju enn meira og vinstri bakverðirnir myndu lækka verulega í launum.

  Sterkustu liðin í Evrópu koma frá stærstu og ríkustu borgunum og eru með ríka bakjharla, einstaklinga og fyrirtæki. Þannig er það nú bara. Það sem menn gleyma alltaf er að atvinnumannafótbolti er ekki síður bissness heldur en íþrótt. Það vita þer sem eru í kringum enska boltann mætavel.

  Þetta með að borga dómurum, ég hef aldrei skilið af hverju dómarar fá ekki 250.000 kr. + per leik í toppdeildum til að eyða þessu tali. Það er sigurbónusinn hjá 1-3 leikmönnum.

 6. >Launaþak mun samt ekki breyta neinu nema þá fengju eiginkonur, feður, mæður, frændur og bestu vinir leikmanna rosalegar sporslur í gegnum fyrirtæki tengdum eigendum klúbbana. Nike, Carlsberg osfrv. myndu greiða leikmönnum hærri auglýsingasamninga og setja þá í ákveðin lið

  Ég get ekki séð að þetta sé vandamál í bandarískum íþróttum – að eiginkonur og fjölskyldur myndi fá peninginn. Það er auðvitað eftirlit með slíku og yrði hneyksli ef slíkt kæmist upp.

  Launaþakið virkar í USA – í sumum íþróttum raunar of vel. T.d. NFL þar sem launaþakið býr til þvílíkan jöfnuð að oft er erfitt að halda saman góðum liðum lengi. Skoðaðu bara lista yfir sigurvegarana í NFL á síðustu árum og berðu það saman við t.d. ensku úrvalsdeildina.

 7. Ef launin eiga að vera prósentuhlutfall veltu liðanna þá erum við í sömu sporum og við erum í dag. Stóru liðin sem græða mest borga mest en bara ekki eins stjarnfræðilegar upphæðir og gerast í dag. Litlu liðin borga minna og borga minna eftir því. Þetta er í raun engin breyting og ætti frekar að miðast við að ná jafnvægi í fótboltann en ekki til að stuðla að sama ójöfnuðinum og er í dag. Leikmenn elta peningana og gera það áfram hvort sem það verður launaþak eða ekki.

  Eins og þetta er í NBA deildinni að þá er stór galli þar á ferðinni en leikmenn sem gera t.d. 10 ára samning upp á $5m á ári fá $50m yfir þessi 10 ár. En þessir samningar virðast vera nánast ósnertanlegir sama hvort leikmaðurinn neitar að spila eða neitar að láta trade-a sér til annars liðs. Samt fær viðkomandi borgað þangað til hann fær ósk sína uppfyllta og/eða lið hans þarf að skipta honum fyrir síðri kost.

  Ég vil síður að það komi svoleiðis rugl í boltann en það er ljóst að það þarf að stoppa þessa vitleysu. Lið eins og Swansea á alveg að geta átt möguleika á að fá til sín góðan leikmann ef þeir geta borgað honum, rétt eins og Chelsea sem borgar bara stjarnfræðilega meira en önnur lið til að fá til sín leikmenn. Ég hef sagt það oft og segi það aftur….að fótbolti er að fara til helvítis! KHR er samt að mæla rétt þótt þetta sé ekki alveg rétta aðferðin.

 8. >Ef launin eiga að vera prósentuhlutfall veltu liðanna þá erum við í sömu sporum og við erum í dag. Stóru liðin sem græða mest borga mest en bara ekki eins stjarnfræðilegar upphæðir og gerast í dag

  Þetta er ekki rétt. Já, stóru liðin sem eru stór af því að þau ná árangri og skapa veltu geta áfram borgað há laun. En liðin, sem eru stór vegna utanaðkomandi peninga (sbr. Chelsea) gætu hins vegar ekki leyft sér að vera í sérflokki einsog áður.

 9. En á móti kemur að Wigan gæti það ekki heldur. Eða West Ham. Það væri mjög erfitt fyrir lið að vinna sig upp. Þannig að til þess að geta hækkað laun, og fá fleiri leikmenn, þarftu að selja fleiri miða á völlinn, fleiri treyjur, meiri bjór, meiri hamborgara, meiri leikskrár, bækur, sjónvarpsþætti o.s.frv.
  Og þá ertu kominn ansi langt frá fótbolta hvort eð er.
  Eins og maður er ósáttur á stundum við þetta chelsea dæmi þá eru lausnirnar sem eru nefndar oft miklu verri.

 10. Værum við svo mikið á móti þessu ef Steve Kraft hefði keypt Liverpool? Eða Bill Gates?

  Einar, það er rétt að fleiri lið eiga séns á að vera meistarar í USA en þau eiga heldur aldrei á hættu að falla. Og þau geta flutt í næstu borg ef þau telja sig geta fengið meiri pening frá skattgreiðendum í nýju borginni því skattgreiðendur borga fyrir vellina þeirra og margt annað.

  Launaþak er ekki leiðin. UEFA er með ákveðið leyfiskerfi í gangi og frekar rétt að þróa það. Þar verða lið að vera með unglingaprógram, mega ekki vera með útistandandi laun ofl.

  Spurning úr Íslenska boltanum, hvort hefur verið árangursríkara undanfarin ár að vera með ríkasta mann Íslands sem bakhjarl eða með Alþingismann sem formann?

 11. Einar þú kemur með tillögur um launaþak af og til :-). Mér finnst þetta vond hugmynd, engin ástæða til að apa þetta upp eftir Bandaríkjunum.

 12. Alveg finnst mér ótrúlegur rökflutningur að halda því fram að ekki sé hægt að setja launaþak á evrópskan fótbolta. Þetta er svo mikil tilhæfuleysa að það er ekki fyndið…

  Hvers vegna í ósköpunum dettur mönnum í hug að það sé hægt að setja launaþak á (flest)allar íþróttir í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu?

 13. Vegna þess að í USA erum við bara að tala um eina deild. Launaþakið í USA t.d. í körfunni, nær ekki yfir allar körfuboltadeildir veraldar. Þar er nefninlega ekki jafn mikil samkeppni á milli deilda milli landa eins og er í fótboltanum. Ruðningur, íshokkí, hafnarbolti og körfuboltinn (þessar 4 helstu) eru ekki í neinni samkeppni af viti við aðrar sambærilegar deildir.

  Til að setja launaþak á fótboltann, þá þarf það að vera að lágmarki fyrir alla Evrópu. Það er eins og gefur að líta, margfalt erfiðara í framkvæmd en að skella einu launaþaki á eina deild í USA.

Speedy getur ekki beðið

Aurelio eftirsóttur (uppfært)