Allir Spánverjarnir okkar á HM!

Marca menn segjast hafa heimildir fyrir því hverjir 22 af 23 leikmönnunum, sem leika fyrir hönd Spánar á HM, eru. Samkvæmt [blaðinu](http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/camino_al_mundial/es/desarrollo/643960.html) eru allir Liverpool mennirnir í hópnum. Þeir sem eru öruggir samkvæmt Marca:

**Markmenn**: Casillas, **Pepe**, Canizares
**Varnarmenn**: Salgado, Ramos, Puyol, Juanito, Pablo, Marchena, Antonio López og Pernía
**Miðjumenn**: Xavi, **Xabi Alonso**, Fabregas, Marcos Senna, Albelda, **Luis Garcia**, Reyes
**Framherjar**: Torres, David Villa, **Fernando Morientes**, Raúl.

Þeir, sem berjast svo um síðasta sætið samkvæmt Marca eru Joaquin og Vicente.

Það er allavegana ljóst að það verður verulega skemmtilegt fyrir okkur Liverpool menn að fylgjast með Spáni. Það er alls ekki ólíklegt að bæði Xabi Alonso (Baraja ekki í hópnum) og Luis Garcia verði í byrjunarliði Spánverja, með Reina og Morientes á bekknum.

5 Comments

  1. Ég sé alveg fram á að halda eilítið með Spáni á þessu stórmóti. Hverjar ætli séu líkurnar á því að Luis García verði markakóngur HM? 🙂

  2. Ég tel jafnvel líkur á því að Morientes hrökkvi í gang. Hann er jú líklega búinn með óheppnis/klúður kvótann. Annars er ekki spurning að Spánn er liðið til að fylgjast með.
    Vitiði hvort Chile með okkar mann Speedy séu á HM..?

  3. Nei Trausti, Chile er ekki á HM. Argentína, Brasilía, Ekvador og Paragvæ verða frá S-Ameríku. Chile var nálægt því að ná fimmta sætinu í riðlinum, það gerðu þeir ekki eftir harða baráttu við Úrugvæ. Þeir töpuðu svo fyrir Harry Kewell og Ástralíu í umspili og því komust Ástralar á HM 🙂

  4. Já, maður á eftir að halda með Spáni mikið á þessu móti. Ætli þeir verði ekki bara næst uppáhalds á eftir Englendingunum.

Fréttir

Speedy getur ekki beðið