Baráttan um 2. sætið

Jæja, Man U ætla að gera sitt besta til að lífga við baráttuna um 2. sætið í deildinni. Við höfðum fyrir nokkrum leikjum gefið upp alla von, en núna hafa Man U menn aðeins náð 4 stigum túr síðustu 4 leikjum á meðan að við höfum unnið síðustu 10 leiki.

Man U gerðu voru að gera jafntefli við Middlesboro í leik sem Man U hefði þess vegna getað tapað þrátt fyrir að þeir hefðu verið sterkara liðið. Van Nilsteroy misnotaði m.a. vítaspyrnu.

En allavegana, staðan fyrir lokaumferðina er því svona:

Chelsea 91 stig – 52 mörk í plús
Man U 80 stig – 34 mörk í plús
Liverpool 79 stig – 30 mörk í plús
Tottenham 65 stig – 16 mörk í plús

Semsagt, ef við vinnum síðasta leikinn okkar þá verður Man U að vinna sinn leik til að halda 2. sætinu. Þetta er í rauninni í höndunum á Man U, en ef að þeim mistekst að vinna Charlton (sem eru að spila í síðasta sinn undir stjórn Alan Curbishley) þá eru möguleikar okkar ágætir, en við eigum að spila við Portsmouth, sem er búið að tryggja sér sæti í deildinni.

18 Comments

 1. Miðavið hvernig man utd spilaði áðan þá eigum við góðan sjéns… man utd ( án Rooney ) spilaði eins og liverpool í fyrra án gerrard Í DEILDINNI 🙂

 2. Já, allt í einu erum við bara í bullandi séns á að ná þessu 2.sæti og það vita allir hversu mikilvægt það er að taka það og komast beint í CL. Hef góða trú á Charlton sem vilja pottþétt láta síðasta leikinn hjá Churbisley koma vel út þó það sé ekki nema jafntefli gegn Manjú sem er án Rooney!

  Sást bara í leiknum áðan að þeir eru mikið slakari án hans !! Miklu meiri missir fyrir þá en ef t.d. Gerrard yrði frá!

  Svo eru líka fréttir um að Cissé hafi verið á æfingu hjá Barca í dag og sé það hugsanlegt að skipta á honum og Giuly…aðeins 2 orð: JÁ TAKK!!!! 🙂

 3. Einhver sagði mér að 2 og 3 sætið gæfi beint sæti í cl vegna árangurs enskra liða síðustu 4 ár..

  annars vil ég fá 8 mill. fyrir cisse frekar heldur að en nota hann í skiptimynt. giuly ætti ekki að kosta mikið vegna samningur hans er að renna út

 4. Spurning hvort einnmitt Charlton mæti ekki í þennann leik á 200%, síðasti leikur mannsins, yrði nokkuð yndislegt að taka þetta á 1 stigi undir lokin 🙂

  Og já, með Cissé, frekar henda Morientes og halda Cissé.

 5. Vil bara taka það fram að sumir okkar voru aldrei búnir að gefa upp vonina! :tongue:

 6. Ég hef ekki trú á öðru en að bæði Liverpool og Man U eigi eftir að gefa sig 150% í lokaumferðina. Man U verður búið að jafna sig á Rooney áfallinu. Ég er einn af þeim sem var úrkula vonar – og ég veit að feita konan á eftir að syngja … en ef ég tapa bjórkassa út á eins stigs mun – þá verð ég spældari (heldur en ef munurinn hefði verið meiri) …

 7. Skulum ekki gleyma því að Portsmouth er sýnd veiði en ekki gefin … eins og þeir hafa verið að spila undanfarið a.m.k.

  Svo er spurning hvort þeir séu einfaldlega orðnir saddir, hafandi tryggt sér sæti í deildinni. Þeir get reyndar komist upp fyrir Aston Villa, það er það eina sem þeir hafa að keppa að.

  En auðvitað á Liverpool að taka þá í bakaríið 🙂

 8. Þetta er galopið og maður veit ekki hvernig maður reiknar Charlton út í síðasta leiknum undir stjórn AC. En Rooney er meiddur og þ.a.l. Scums eins og tveimur færri. Það er alltaf von og vonin fellst í því að Charlton taki stig á OT og við stöffum Portsmouth sem eru í spennufalli núna, og eflaust verða ekki upp á sitt besta á laugardaginn.

  PS: Vissuði að það heyrðist WAYNE í Rooney þegar hann meiddi sig? :biggrin: ósmekklegur húmor en mér fannst hann fyndinn. Good luck to him.

 9. Vitið þið hvorir spila á undan eða eru leikirnir á sama tíma?? Ég væri helst til í að vinna Portsm. og horfa svo á man u – charl… Go Hreidarson

 10. Trausti, leikirnir í síðustu umferðinni eru alltaf allir spilaðir sama dag og á sama tíma.

 11. Þetta er hið besta mál… þá erum við að spila uppá meira en bara heiðurinn í lokaumferðinni…

  1. og 2. sætið gefur sjálfkrafa rétt í CL
  3. og 4. sætið þá mæta liðin í síðustu útsláttarumferðina (3.umferð)
  (held ég)

 12. Ég hef haldið í vonina og geri enn, því ég veðjaði heilli flösku af sterku víni um að Liverpool yrði ofar en manú. Koma svo Liverpool.

 13. Trausti, Go Hreidarson verður í banni, því miður fyrir okkur! Hef enga trú á Charlton í þessari viðureign, ónýtt tímabil og menn verða örugglega þunnir eftir að hafa kvatt AC í kveðjuteitinu kvöldið áður… bara að við hefðum fengið meira en 2 stig út úr viðureignum okkar við Birmingham og 1 stig á móti Charlton í vetur þá væri annað sætið okkar… ótrúlega leiðinleg staðreynd á annars flottu tímabili!

 14. oohhh finn þetta ekki. ég var að lesa einhverstaðar um daginn að 2 og 3 sætið gæfi bæði beina þáttöku í CL fyrir lið frá Englandi.
  getur einhver hjálpað mér að finna þetta?

 15. Það er uppá margt meira að spila en bara auðveldari leið í riðlana í CL. Liðið í öðru fær 30% af sjónvarpspeningnum úr Meistaradeildinni, 3. sætið bara 15%. Svo er líka auka 500.000 pund í verðlaunafé. En mestu skiptir náttúrulega að ef Liverpool fer uppfyrir manc græði ég 10.000 kall. :tongue:

  p.s. Kiko, 3. sætið þarf að fara í umspil fyrir CL

 16. Hvað finnst mönnum um þessa heimsókn Cisse til Barcelona í gær,! Mynd og allt af kallinum á heimasíðu Barcelona.!

Jan Kromkamp á förum?

Af hverju er Gerrard ekki í markinu?