Milljónasti gesturinn

Jæja, teljarinn okkar ágæti stendur núna í

996.718

heimsóknum. Spennan er því gríðarleg eftir því hvenær við komumst yfir eina milljón. Ætli milljónasti gesturinn skríði ekki hingað inn á morgun. Gaman gaman. 🙂

8 Comments

 1. Magnaður fjandi hreint út sagt, þegar skoðað er hversu mikið bull flæðir upp úr ykkur þessum rugludöllum 😉

  Nei, svona að öllu gríni slepptu, þá er þessi síða alveg frábær frá a-ö og það er langt því frá að þið fáið nægilega mikið lof skilið fyrir að halda henni úti.

  Til lukku og megi síðan halda áfram að vaxa og dafna.

 2. Frábær síða hjá ykkur drengir og langt um skemmtilegri umfjöllun en á .is síðunni hjá klúbbnum.

 3. Enda ætti nú bara að leggja þá síður niður, alveg ferleg hreint út sagt :confused:

 4. Æi, ég nenni ekki útí þessa umræðu aftur.

  Það er algjör óþarfi að hrósa þessari síðu með því að gera lítið úr hinni. Þær eru allt öðruvísi upp byggðar og því samanburður ómögulegur.

  Mér finnst báðar betri. 🙂

 5. hvernig er það með markaðsmennina, er ekki forsenda fyrir því að selja einhverjar auglýsingar inná þessa mögnuðu síðu???

 6. Halli, hvaða bull er þetta!

  Fáránlegt að vera gera lítið úr liverpool.is síðuni því hún er búin að halda manni uppi með fréttir og ýmsan fróðleik í mörg mörg ár. Þessi síða er fyrir fréttir bara og er alveg frábær en inná .is ertu með allar upplísingar, pistlar Ian Rush þíddir yfir á íslensku, langar greinar um Sögu félagsinns, Anfield, The Kop, Academíuna, Hillsborough slysið, Fjármál félagsinns svo eitthvað sé nemt.

  Hægt að skoða markahæstu menn klúbbsinns auk þeirra leikjahæstu. Fáránlegt að vera að gera lítið úr þeirri vinnu sem er sett í hana og þeirri vinnu að halda klúbbnum saman hér á landi.

  2 frábærar síður og við Liverpool menn á íslandi getum verið stoltir af því að við erum höfum aðgang að þessum síðum.

  Takk fyrir þið sem setjið vinnu ykkar í Liverpool.is og takk Einar Örn, Kristján, Aggi og Hjalti

 7. Sammála síðasta ræðumanni, þær eru báðar nauðsynlegar fyrir okkur púlara, hvor á sinn hátt.

Mogginn

West Ham á morgun!