Chelsea Upphitun 3: Af hverju við vinnum

Það vita allir að Chelsea er með gríðarlega sterkt lið. Þar er fáa veika hlekki að finna, en að sjálfsögðu eru þeir til staðar eins og í öllum öðrum liðum, hvort sem það er Liverpool eða hið geðþekka lið Brann í Noregi.

Chelsea verst vel og nýtir sér síðan skyndisóknir sem þarf að stoppa. Því miður hefur maður eins og Didier Drogba verið að spila mjög vel undanfarið en það er einn af þeim leikmönnum sem fara hvað mest í taugarnar á mér í liðinu. Aftur á móti hefur Frank Lampard ekki spilað neitt stórkostlega en hann er kannski að koma til. Claude Makelele er alltaf samur við sig. Oft er talað um Makelele sem vanmetnasta mann úrvalsdeildarinnar en ég held að það sé liðin tíð. Hann er einfaldlega einn af þeim allra bestu þrátt fyrir að vera kominn á efri ár.

Leikurinn verður klárlega ?hörkuleikur? og ég býst ekki við neinu markaflóði. Það skiptir gríðarlegu máli að ná að skora fyrst. Það lið sem skorar á undan á laugardaginn, það vinnur leikinn, spái ég í það minnsta. Bæði lið kunna að halda forystu sinni, eitthvað sem Liverpool er þó orðið þekkt fyrir núna.

Miðjan á laugardaginn verður einnig lykilhlutinn að mínu mati. Ég vona að Rafa spili með þá Momo og Xabi sem miðjumenn og Gerrard og Kewell á köntunum. Frammi vil ég sjá Peter Crouch og Robbie Fowler. Hraði Cisse nýtist okkur ekki og Nando hefur ekki spilað ýkja vel finnst mér. Reyndar hefur Chelsea spilað 4-4-2 að undanförnu líka, og breytt þar með úr 4-3-3 með mjög svo fljótandi kantmenn.

Það sem ég held aftur á móti að ráði úrslitum á laugardaginn er stuðningur áhorfenda. Ljóst er að Liverpool verður á ?heimavelli? enda styttra í Liverpool en London frá Manchester auk þess sem allir vita hversu marga hlutlausa miða stuðningsmenn Liverpool virðast alltaf redda sér. Þetta held ég að muni skipta miklu máli. Sama hvað hver segir þá er Old Trafford frábær völlur og það er eflaust frábært að spila þar.

Með sjálfstraustinu sem býr í liðinu núna, réttu leikskipulagi, fádæmri baráttu og stuðningi áhorfenda, þá förum við í úrslitaleikinn í FA bikarnum. Svo einfalt er það 🙂 Eða hvað?

10 Comments

 1. Ég efast um að þú fáir að sjá Fowler í liðinu. Er hann ekki cup-tied?

 2. Er það ekki rétt hjá mér að Momo Sissoko er í banni þar sem hann hefur fengið tíu gul spjöld á leiktíðinni?

 3. Fowler er cup-tied. Það er klárt. Vona samt að Sissoko sé ekki í banni, held allavega að það gildi bara í deildinni.

 4. Ef hann er í banni þá gildir það líka í bikar.

  Frank Lampard spilaði m.a. sína 159 leiki í röð þar sem að hann náði alltaf að haga því þannig að ef hann átti von á banni þá tók hann það út í bikarleik.

 5. Það er öruggt að Fowler má ekki spila en veit einhver fyrir víst hvort Sissoko byrjar í banni núna eða gegn West Ham á miðvikudag? Ef ég man rétt þá sagði Benitez að ástæðan fyrir því að Sissoko var ekki í liðinu gegn Bolton sú að ef hann fengi gult yrði hann í banni gegn Chelsea en svo var hann í liðinu gegn Blackburn og fékk gult svo varla tekur bannið gildi strax því þá hefði Benitez varla haft hann í liðiu gegn Blackburn heldur eða veit þetta einhver fyrir víst? Hér áður fyrr leið oft einhver tími þar til menn fóru í bann þar sem einhver nefnd sem kom saman einu sinni í viku þurfti að úrskurða menn í bann eftir 5 gul, 10 gul og svo framvegis, eina sem ég veit fyrir víst er að beint rautt spjald þýðir 3 leikja banni sem tekur strax gildi og 2 gul=rautt þýðir bann í næsta leik, vona allavega að Sissoko sé löglegur gegn Chelsea því án hans verður þetta erfiðara, það er næsta víst eins og einhver sagði 🙂

 6. Ég vona að Liverpool vinni, en þetta verður 50/50 hvort liðið vinnur. Mér finnst Lampard búinn að vera mjög sprækur í síðustu leikjum. Það er spurning hvort að menn hneigist ekki svolítið til þess að sjá þetta svart/hvítt þegar þeir halda með Liverpool og tala um Gerrard annars vegar og svo andstæðinganna Chelsea og Lampard hins vegar. Sennilega hluti af þessu öllu saman, en víðsýni sakar ekkert. Vil hrósa ykkur í leiðinni fyrir góða síðu. 🙂

 7. Ekki oft sem maður sér Hjalta klikka á svona hlutum. Robbie spilar ekki, það er algjörlega pottþétt. Momo er ekki í banni, veit ekki hversu mikið menn fylgjast með, en þetta með bannið hans var leiðrétt hérna í kommenta horninu á síðunni fyrir stuttu, en menn virðast ekki hafa haft mikinn áhuga fyrir því. Bara til að endanlega koma því á hreint, þá var borðið hreinsað eftir Bolton leikinn og því er hann ekki í banni.

  En Pétur, heldur þú að Rooney sé á leið til Liverpool? 😉

 8. Sissoko má spila, man ekki allveg hver var ástæðan, allavega verður bannið ekki tekið gildi fyrir þennan leik.

Chelsea Upphitun 2: Formið á móti Chelsea

Chelsea Upphitun 4: Dagurinn Fyrir