Here we go again

Real Madrid hafa hlaupið með það í fjölmiðla að Steven Gerrard sé þeirra helsta skotmark í sumar. Þeir vilja kaupa Gerrard og Adriano frá Inter Milan… Það hlaut eiginlega að koma að því að Gerrard yrði orðaður við sölu frá Liverpool!

Ég held nú samt að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Gerrard hefur sagt að hann vilji vera hér áfram og það kæmi mér ekki á óvart að Rafa kæmi með frétt í dag með fyrirsögn eitthvað á þessa leið: “Rafa rubbishes Gerrard story” 🙂


Já og Pongolle er eitthvað að tjá sig í fjölmiðlum. Að mínu mati er þetta ávísun á að hann sé að fara í sumar. Hann segist hafa verið pirraður og muni fara frá Liverpool ef fleiri framherjar verða keyptir til liðsins. Sem er öruggt, þrátt fyrir að einhverjir fari líka. Pongolle verður nær örugglega einn af þeim. Hvað varð um demantana hans Houllier? Annar er varamaður hjá lélegasta liði í ensku úrvalsdeildinni og hinn væntanlega á leiðinni aftur til Frakklands. Ég væri alveg til í að lána bara Pongolle til heimalands síns en ekki selja hann strax. Hef enn trú á honum. En það má alveg selja Le Tallec…

2 Comments

  1. Já, það er erfitt að segja með Pongolle. Le Tallec virðist vera algjörlega heillum horfinn víst að hann kemst ekki að í lélegasta liði í sögu Úrvalsdeildarinnar!

    Pongolle á ennþá möguleika, en ég efast um að það að lána þá til Frakklands muni gagnast Liverpool mikið.

  2. Ég er nokkuð viss um að þeir munu fara heim og svo eftir 2-4 ár á annar þeirra ef ekki báðir eftir að vera búinn að slá svakalega í gegn. En framtíð þeirra liggur ekki hjá okkur er ég hræddur um. En greyið Le Tallec kemst ekki í lið Sunderland þótt að senterarnir þar hafi ekkert skorað í vetur, og með ekkert þá meina ég ekkert. Efast um að þessir 2 aðal hafi náð 3 samtals í deildinni. þannig að ég er ekki viss um að hann hafi fengið sanngjarnt tækifæri þar.

Aurelio fer frá Valencia

Real Madrid er samansafn af hálfvitum!