Aurelio fer frá Valencia

Fabio Aurelio, vinstri bakvörðurinn sem við höfum verið orðaðir við að undanförnu, hefur [tilkynnt](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=380352&CPID=23&title=Aurelio+confirms+Che+exit&lid=2&channel=Football_Home&f=rss) að hann muni EKKI semja við Valencia og fari því frá liðinu í sumar.

Liverpool hafa sagst vera í viðræðum við Aurelio, en það er þó ekkert víst í þeim málum. Það er ljóst að hann myndi styrkja vinstri bakvarðarstöðuna og hann og Riise ættu að geta skipt með sér hlutverkinu í stað þess að við þurfum að treysta á Djimi Traore eða Stephen Warnock.

2 Comments

  1. Ég hélt að Aurelio væri nú þegar öruggur!

    Annars er mér eiginlega orðið sama um Pongolle þar sem hann og Le Tallec báðir hafa greinilega mikinn metnað og vilja spila alla leikina fyrir okkur. Vissulega frábært ef menn hafa metnað en fótbolti er liðsíþrótt og menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það er ekki alltaf pláss fyrir þá. Hinsvegar hefur verið litið of oft framhjá Pongolle sem greinilega þýðir að Rafa hefur aðrar skoðanir á honum en margir aðdáendur. Ég treysti Rafa um þessi mál fyrst svo er komið.

Chelsea Upphitun 1: Fjórir dagar í Chelsea

Here we go again