Byrjunarliðið gegn Blackburn komið.

Bryjunarliðið gegn Blackburn [er komið](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152074060416-1345.htm). Gerrard og Crouch eru hvorugir með í dag. Gerrard er slæmur aftan í lærinu og verður klár fyrir leikinn gegn Chelsea.
Byrjunarliðið er komið og ég set þetta upp í 4-4-2 en þetta gæti alveg verið 4-3-3.

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

Cisse – Momo – Xabi – Riise

Fowler – Morientes

Varamenn: Dudek, Kromkamp, Garcia, Kewell og Traore.

S.s. þrjár breytingar frá síðasta leik. Kewell, Gerrard og Crouch út og Morientes, Warnock og Momo inn.

Mín spá: Fowler skorar og við vinnum 1-0.

18 Comments

 1. Gerrard á semsagt við einhver smávægileg meiðsli að stríða og honum er ekki hætt fyrir Chelsea leikinn. Einnig er Crouch hvíldur, enda getur Fowler ekki spilað í bikarnum.

 2. er ekki kominn tími fyrir Morientes að sýna að hann eigi heima í þessu liði, verður fróðlegt að sjá hvort hann og Fowler nái jafnvel saman að Crouch og Fowler.

 3. Ef fowler fær ekki samning núna þá verð ég klikk… hann er ´buinn að skora í seinustu 3 leikjum annað væri bara fáranlegt.
  Og Fowler og Morri eru að smellpassa saman öss…

 4. eins og staðan er í leikhléi þá er Aggi með þetta allt á hreinu og flott samvinna hjá Morientes og Fowler í markinu, einhverjir hefðu skotið sjálfir í þessari stöðu sem Morientes var í og hann á hrós skilið fyrir að líta upp og leggja á Fowlerinn sem klikkar ekki á svona færum 🙂

 5. jæja 1-0 yfir í hálfleik… en ekki verðskuldað… því ef þetta var ekki rangstæða.. þá eru þið hálvitar… heyra í honum snorra segja að þetta hafi verið réttur dómur…. þvílíkt og annað eins bullll….. cisse hefði nú ekki geta haft meyri áhrif en þetta.. boltinn fór 2 cm frá honum..
  En það jákvæða við þetta er að við erum 1-0 yfir og annað að 95% framherja hefðu skotið í aðstöðuni sem morientes var í… en hann gaf hann… var að hlaupa yfir í huganum þá held ég að eiður smári og rooney hefðu verið einu framherjarnir sem hefðu gefið boltan í þessari stöðu..

  kv Kristján R púllari…

 6. guð puð.. djöfull vona ég að þessi maður fái ekki anna samning…. ég myndi kalla það metnaðarleysi að semja við hann aftur .. með fyllri virðingu við hann.. þó svo að hann sé að skora fyrir okkur…
  .

 7. Kristján R – hvernig í *ósköpunum* geturðu kallað það metnaðarleysi að bjóða manni sem er búinn að skora **fjögur mörk í síðustu sjö leikjum** nýjan samning?

  Ég skil þig ekki. Gætirðu rökstutt þessa skoðun þína?

 8. Ef liðið OKKAR.. Liverpool á að ná lengra en 3 sætið (kanski 2) þá þurfum við heimklassa framherja.. .. með virðingu fyrir Robbie og alt sem hann hefur gert fyrir okkur….. þá er hann bara ekki sá leikmaður sem hann var.. og verðru það aldrey… þó svo að hann er búinn að skora 4 mörk… í mínum huga þurfa framherjar að vera léttir og snöggir… hann er það ekki.. hann er komin af léttasta skeiðinu..
  ég skammaðist mín fyrir að vera Pollari þegar hann kom til baka… en ég gleðst samt yfir því að hann skori.. því ekki geta hinir það …

 9. “.. ég skammaðist mín fyrir að vera Pollari þegar hann kom til baka… ” jæja Johnny. Ekki hljómar þú nú sem mikill Poolari. Þetta er maður sem er með Liverpool hjarta, og óskar sér ekkert frekar en að ljúka ferlinum með LFC. Peningar skipta hann engu máli, hann leggur sig 100% fram í alla leiki og skorar mörk fyrir LFC. Hvað getur maður farið framá meira í fari leikmanns?

 10. Hahahaha. Brandarakall.

  ,,guð puð.. djöfull vona ég að þessi maður fái ekki anna samning…. ég myndi kalla það metnaðarleysi að semja við hann aftur .. með fyllri virðingu við hann.. þó svo að hann sé að skora fyrir okkur… .´´

  Legg til að þessi ummæli verði í hávegum höfð á þessari síðu sem heimskulegusta komment síðunnar frá upphafi.

 11. hann er búinn að skora 3 mörk í seinstu 3 leikjum hvað er hægt að byðja um meira? við erum með “létta og snögga” framherja t.d. cissé ekki nær hann að skora svona. Mínu mati er Fowler besti framherinn sem við höfum í dag ekki spurning, hann á að fá nyjan samning og hann fær samning er alveg 100% viss um það.

 12. já hjartað…. en afhverju fór hann þá… hvar var hjartað þá…

  þið megið kalla þetta heimskuleg ummæli.. sama er mér… en við verður að higsa til framtíðar en ekki vera að sanka að okkur gömlum feitum púllurum.. þannig er bara málið

 13. Gætir þú rifjar upp fyrir mér hvers vegna hann var seldur frá Liverpool á sínum tíma? Heldurðu að það hafi verið vegna þess að hann hafi EKKI haft Liverpool hjarta Kristján?

 14. Kristján R ….

  Mig langar að segja svo margt óhugnalega ófrýnilegt um ummæli þín og þig sem stuðningsmann að það hálfa væri nóg…

  En til að vera ekki sparkað í burtu af þessu bloggi…þá læt ég þetta duga…. 😡 😡

 15. Kristján R, þú ert nú líklega ekki mjög gamall fyrst þú mannst ekki hvernig Fowler fór frá okkur hér um árið. Hann vildi EKKI fara, það er alveg ljóst, hann var bara ekki inn í myndini hjá Houlier og hann vildi losna við hann. Þó svo að Fowler hafi ekki verið að spila eins mikið og hann átti að vera að gera, þá bað hann ekki um sölu.

  Það er alveg ljóst að meira Liverpool hjarta er varla hægt að fynna.

  Nýan samning á kallinn og það strax.

 16. Djöfull er ég góður spámaður 🙂

  …og auðvitað eigum við að semja við Fowler aftur og það verður gert, 100% öruggt.

 17. Það er nú alveg greinilegt að þessi Kristján R hefur ekki fengið neitt páskaegg í ár og tekur það út á þessari síðu :confused:

  Þessi ummæli hans dæma sig nú algerlega sjálf sem barnaleg og eru skýr merki um lítinn skilning á fótbolta að mínu viti.

Blackburn á morgun!

Blackburn 0 – L’pool 1