Blackburn á morgun!

Á morgun mæta okkar menn Blackburn á Ewood Park. Leikurinn hefst klukkan 13.30 og er ljóst að við ramman reip verður að draga þar sem mótherjar okkar eru í harðri baráttu um Evrópusæti.

Leikurinn á morgun átti að fara fram í dag, daginn sem sautján ár eru liðin frá Hillsborough, en Blackburn færðu leikinn góðfúslega fyrir okkur.

Blackburn er með 54 stig í sjötta sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Arsenal sem er í því fimmta. Liðið hefur komið einna mest á óvart og hafa eiginlega komið bakdyramegin upp töfluna. Ég áttaði mig í það minnsta varla á því í hversu góðri stöðu liðið er fyrr en nýverið!

Þeirra hættulegasti maður, að mínu mati, er kappi sem hefur verið bendlaður eilítið við Liverpool undanfarið. Það er Craig Bellamy sem hefur skorað þrettán mörk í deildinni á tímabilinu, fimm meira en okkar markahæsti maður í deildinni, Steven Gerrard. Bellamy hefur skorað sautján mörk í öllum keppnum.

Í pistli sínum talar Ian Rush um að hann vilji sjá Bellamy til Liverpool. Pistilinn má lesa í íslenskri þýðingu hér. Ég ætla ekki að fjalla um það hvort Bellamy eigi að koma í sumar núna þar sem þetta er upphitun fyrir leikinn, en hann er klárlega maður sem þarf að hafa góðar gætur á, og leikmaður sem margir vilja fá til liðsins og margir ekki!

Florent Sinama Pongolle er í láni hjá Blackburn en má ekki spila vegna samkomulags á milli liðanna. Þá er Tugay tæpur hjá þeim en hjá okkur vantar bara þá Agger og Bolo. Ég spái byrjunarliðinu á þessa leið:

Byrjunarliðið á morgun?

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise

Sissoko – Alonso

Gerrard – Garcia – Kewell

Crouch

Semsagt, 4-2-3-1. Eins og Rafa hefur þó bent á nýverið, þá er það ekki leikkerfið (tölurnar) sem segja allt. Auðvitað gæti Cisse líka bara byrjað á kantinum og Fowler frammi með Crouch eða jafnvel Morientes. En einhvernveginn verður maður að spá liðinu!

Mín spá: Ég held að þetta verði ekki auðunninn leikur. Ég ætla að spá 1-2 sigri okkar manna, en hallast þó jafnvel að því að jafntefli gæti orðið niðurstaðan. Þriðja sætið í deildinni verður niðurstaðan okkar í ár, við getum nánast alveg bókað það. Þrátt fyrir að Man U hafi gert jafntefli við lélegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar þá eru þeir ekki að fara að tapa mikið meira held ég. Svo er langt niður í Tottenham í fjórða sætinu.

Það sem er því mál málanna það sem eftir er af tímabilinu er FA bikarinn þar sem við mætum, jú enn einu sinni, Chelsea. Sigur í FA bikarnum og þriðja sætið í deildinni tel ég vera mjög ásættanlegt tímabil…. en fyrst, Blackburn!

YNWA

9 Comments

  1. Þetta verður strembinn leikur og við vinnum þetta tæpt, líklega 0-1. Gæti endað í steindauðu jafntefli og verður ekki mikið skemmtilegri leikur en sigurinn á Bolton um daginn.

    Ég held að Morientes fái sénsinn í þessum leik og Fowler mun pottþétt spila einhvern þátt í leiknum eftir markið gegn Bolton.

    Cisse var arfaslakur gegn Bolton en sterkur í leiknum þar á undan. Hann fær frí.

    Las einhversstaðar að Sissoko gæti verið tæpur og þá fær Hamann líklega sénsinn.

    Það er mikilvægt að vinna svona leiki og það er rétt sem Hjalti talar um að Blackburn eru í miklu betri stöðu en margur heldur. Eru svona músin sem læðist…

    En við verðum að vinna þennan leik, sérstaklega í ljósi þess að Man U gerði jafntefli við hið geysisterka lið Sunderland í gær 🙂

  2. United eiga ekki auðvelda leiki eftir þannig að það þarf alls ekkert að gefast upp strax, ég held enn í vonina að þeir nái að klúðra 3 af síðustu 4 leikjum sínum og við að vinna alla okkar! 🙂

  3. sammála Hannesi með M U. Liv á auðveldari leiki eftir, held ég þó svo að engin leikur sé auðveldur. 1-3 Fowler 2 crouch 1.. 2.sætið takk :laugh

  4. Mér líst vel á þessa spá hjá þér Hjalti. Fyrir utan þá staðreynd að ég stórefa að Momo verði í liðinu á morgun, þá tek ég bara undir þetta. *Vona* að við náum að innbyrða sigur í þessum leik.

    Momo er einu gulu spjaldi frá því að vera í banni gegn Chelsea, eins og Rafa sagði eftir leikinn við Bolton um helgina. Þannig að ég gæti ímyndað mér að Fowler verði í liðinu á morgun í hans stað, með García og Kewell á köntunum og Alonso og Gerrard á miðjunni, og svo Fowler og Crouch saman frammi.

    Þessi leikur leggst vel í mig. 🙂

  5. Eru menn búnir að reikna út hverjar eru líkurnar á því að Poolari fótbrotni í leiknum á morgun. Eru það ekki þrír í síðustu þremur heimsóknum á Ewood Park.

    Ég var á leiknum á Anfield í haust og það var sætt að sjá hvernig Cissé sussaði niður í stuðningsmönnum Blackburn því rétt áður en hann skoraði þá sungu þeir: Cissé-Cissé, how’s your leg?

    Sannarlega sorabellir þessar Blackburn bullur og ég vona að bæði Cissé og Carra skori á morgun.

  6. Djöfull er “speedy” að brillera þessa dagana…

    Svo horfði maður um daginn á FA youth cup, Liverpool vs man C. Helvíti skemmtilegur leikur og mjööög efnilegir leikmenn þar á ferð! Mæli með að horfa á þann leik ef þið getið einhvernveginn reddað ykkur eintaki

  7. Djöfull er rúnar júl að gerab góða pl????er ekki verið að tala um leikinn á sunnudag.Ekki gera vonir um menn sem hafa staðið sig ágætlega, en geta svo ekki mikið þegar þeir spila með alvöru liði eins og LIV. Cisse???Morentes???og fl.Cisse átti að hafa allt sem Owen hafði og meira en það,en hvað gerðist EKKERT

  8. Gerrard er ekki með í leiknum í dag, slæmur aftan í lærinu. Verður klár fyrir leikinn gegn Chelsea.

    Sissoko er líka tæpur…

Þarf að fínstilla vélina?

Byrjunarliðið gegn Blackburn komið.