Sissoko ekki tilnefndur.

Það eru fleiri en við stuðningsmenn Liverpool [sem eru hneysklaðir](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=379253&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Rafa+shocked+at+Momo+snub) yfir því að Momo var ekki tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn, nefnilega Rafa Benitez.

“I don’t understand how they decide on the nominations. It was a surprise to me. Perhaps they think he is not 21 but 30. I’m sure anybody who has played against him would say he is one of the best…”

Ég veit í raun ekki út frá hverju er dæmt þegar leikmenn eru tilnefndir en t.d. að tilnefna Joe Cole sem einn af bestu leikmönnunum er afar undarlegt (líklega bara að því hann er Englendingur) og síðan Aaron Lennon og Anton Ferdinand á undan Momo Sissoko er náttúrulega skandall Bragi (bergmann).

3 Comments

  1. Þetta er komið í sama horfið og í stjörnuleiknum í NBA. Það er alltaf valinn MVP úr sigurliðinu sama hvað leikmenn í tapliðinu afreka. Ég tek svona 50% mark á svona kjöri ef mið er tekið af þeim sem eru valdir.

  2. Ég stend í þeirri trú að þetta séu ekki neinar tilnefningar. Þetta eru úrslit kosninga meðal leikmanna um besta manninn og besta unga. Svo er talið og tilkynnt um 6 efstu einhverju áður en úrslitin eru kynnt. Og þessar kosningar fara fram frekar snemma þannig að maður eins og sissoko er kannski ekki búinn að ná að spila einu sinni við öll liðin í deildinni er kannski ekkert voðalega þekktur á meðal leikmanna annarra liða sem sumir hverjir hafa kannski aldrei spilað við hann. Þið leiðréttið mig bara ef þið viljið en ég hef lesið það einhvers staðar að ekki sé um neinar tilnefningar að ræða.
    Og þá er ástæðan fyrir því að hann vantar ekkert samsæri heldur bara sú staðreynd að hann er ekkert eins þekktur og margir aðrir. Lýðræðið er ekki alltaf fullkomið!

Gerrard tilnefndur (uppfært)

17 síðan 96