Raúl?

Daily Mirror heldur því fram í blaðinu í morgun að [Raúl sé ofarlega á óskalistanum hjá Rafa Benitez](http://www.mirror.co.uk/sport/tm_objectid=16934423%26method=full%26siteid=94762%26headline=exclusive%2d%2drafa%2dwants%2dto%2dbe%2dreunited%2dwith%2draul-name_page.html). hinn 29 ára gamli Spánverji er náttúrulega klárlega einn af bestu framherjum í heimi síðustu árin, en hann hefur ekki leikið svo vel á þessu tímabili.

Mirror telja að hugsanlegt sé að Real Madrid láti Raúl fara fyrir lítinn sem engan pening í sumar og að Rafa sé aðeins tilbúinn að fá Raúl til liðsins ef það er tilfellið. Mirror menn vitna í “source close to Benitez”, sem segir:

>”Rafa hasn’t the cash to pay silly money for Raul and if he makes any sort of move now then it will become unfeasible. But it does seem Real may be looking to change, with Martin thinking the club can’t go forward unless it takes some major steps.

>”And if that means they’re ready to let him go for nothing or a nominal fee, as a mark of respect, to clear the way for new players, Rafa could be able to entice him to Liverpool.”

Já, ég veit að við erum örlítið brennd af fyrrverandi Real Madrid framherjum. En í Guðanna bænum, við erum að tala um **RAÚL**!

9 Comments

  1. Æi, er það ? Raul ? Er ekki frekar málið að ná í einhvern sem er ekki komin yfir sitt besta. Raul hefur ekki hrifið mig upp á síðkastið og ég held að hann bæti engu við sem ekki er til staðar hjá liverpool. :confused:

  2. Sammála síðasta ræðumanni. Fá einhvern sem er ekki kominn yfir sitt besta.

  3. Raul og Nando saman frammi. þeir þekkja hvorn annan þvílikt vel..
    væri alveg til í að prufa það fyrir engan pening. látum Cisse fara heim til Frakklands og Raul,Kuyt,Nando,Fowler og Crouch sjáum þetta..

  4. Ég hef ekkert verið að kíkja á sérstakar fréttir af Raúl, en það sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina er að hann er gulldrengur Real Madrid, hann er ótrúlega elskaður hjá liðinu … mér er persónulega sama þó að Real Madrid myndi hrynja niður í ekkert, en ég hef alltaf haldið að Raúl væri hálf-heilagur þarna.

    Aftur á móti er þetta áhugaverð pæling, hann gæti fengið nýtt líf hérna hjá okkur og virkað vel með Nando … hins vegar finnst mér Crouch og Fowler vera að pússlast vel saman og mér gæti dottið í hug nokkrir aðrir framherjar sem ég vildi fá frekar en Raúl (Kuyt, Owen t.d.)

  5. Ok, Raul er Real. Punktur. Þannig að þangað til ég sé hann fara þaðan með eigin augum trúi ég þessu aldrei.
    Raul og Morientes saman í framlínu? Fyrr frýs í helvíti.
    Af hverju haldiði að Morientes sé í Liverpool?
    Af því að sama hvað hann skoraði mikið þá var Raul alltaf tekinn framfyrir hann. Raul ýtti honum út, maðurinn ræður því sem hann vill ráða hjá Real.

  6. Held að þetta sér nú bara alrangt hjá þér Villi. Raul og Nando náðu hrikalega vel saman á sínum tíma og eru í dag algjörir perluvinir (og hafa verið lengi). Þegar Ronaldo kom, þá var Nando bolað út. Ekki að tilstilli Raul.

  7. Já það gæti nú alveg verið að ég hafi rangt fyrir mér. Væri ekkert í fyrsta skipti.
    En tel samt ekki að Raul sé að fara neitt, þótt það væri nú kannski fínt fyrir hann að breyta aðeins til. Það væri merki um svakalegar breytingar hjá Real og þrátt fyrir svakalegar yfirlýsingar nýja forsetans þegar hann tók við þá hafa menn ekki talið hann líklegan til breytinga. Hann er nú eftir allt saman hægri hönd mannsins sem bjó þetta Real calactico dæmi til.

  8. Ef við gætum fengið Raúl eða Ronaldo á eðlilegu verði þá eru þeir velkomnir til LFC hvenær sem er.

    Ég er pottþéttur á því að þeir myndu standa sig vel.

    Hvað gerist með aðra sentera hjá okkur þá tel ég þetta:

    Crouch verður áfram.
    Fowler fær nýjan samning.
    Cissé verður seldur, það er öruggt.
    Morientes… ég veit ekki… hann hefur ekki getað mikið en kæmi mér ekki á óvart að Rafa haldi tryggð við hann.

  9. Mikið hefur verið rætt og ritað um það undanfarið að Raul sé að koma eða Ronaldo.

    Mín persónulega skoðun er að ég vil frekar fá Ronaldo heldur en Raul. Raul hefur ekki gert neitt undanfarin 2 tímabil og er einfaldlega ekki nógu aðlaðandi leikmaður fynnst mér, Ronaldo aftur á móti er markahæsti maður Real en sammt í engu líkamlegu formi og hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið.

    Ronaldo er líka betri markaskorari en Raul og ég er viss um að Rafa gæti tekið smá af bumbuni á honum, og hlaupið hann í form og svo myndi hann standa sig vel hjá okkur.

    Ég er sammt að velja hvorn þeirra, helst myndi ég vilja hvorugan og frekar einhvern yngri og hressari sem á meira eftir.

Hillsborough og nýji Anfield

Gerrard tilnefndur (uppfært)