Gerrard tilnefndur (uppfært)

Þá er búið að nefna þá sex, sem [koma til greina](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=378631&CPID=8&clid=8&lid=2&title=Chelsea+trio+on+PFA+short-list) í kjöri á leikmanni ársins í ensku deildinni. Þeir eru:

* Joe Cole – Chelsea
* Thierry Henry – Arsenal
* John Terry – Chelsea
* Steven Gerrard – Liverpool
* Wayne Rooney – Man U
* Frank Lampard – Chelsea

Ok, semsagt Steven Gerrard er tilnefndur, enda hann búinn að eiga frábært tímabil með Liverpool.

Wayne Rooney og Thierry Henry eiga svo sannarlega skilið að vera þarna líka, enda hafa þeir verið tveir bestu framherjarnir í ensku deildinni. Joe Cole hefur líka leikið virkilega vel og á skilið að vera þarna.

John Terry á líka skilið að vera þarna. Hann er undirstaðan í Chelsea vörninni, sem er undirstaðan fyrir góðu gengi Chelsea. En ef að John Terry er á listanum, AF HVERJU Í ANDSKOTANUM ER JAMIE CARRAGHER EKKI TILNEFNDUR? **AF HVERJU?** Ég er ekki að segja að John Terry eigi ekki að vera tilnefndur. Alls ekki. Hann er einn af tveim bestu varnamönnunum í enska boltanum í vetur. En af hverju er hinn ekki tilnefndur?

Hverjum hefði þá átt að sleppa af listanum spyr þá einhver. Ég skal segja þér: FRANK FOKKING LAMPARD! Hvað hefur hann getað á seinni hluta tímabilsins? Nákvæmlega ekkert. Ég skal vel viðurkenna að í fyrra var hann besti miðjumaður á Englandi og ég held að ég hafi m.a. talað um það á þessari síðu. En í ár hefur hann hins vegar versnað svo mikið að blaðamenn á Englandi eru farnir að gagnrýna hann, sem var áður óhugsandi.

Semsagt, ég er sáttur við að 5 af 6 leikmönnum á listanum. Ég er sáttur við að þarna séu 2 frá Chelsea og 1 frá hinum toppliðunum. En ég er EKKI sáttur við að Lampard sé þarna umfram Jamie Carragher.

(annars vekur athygli að þarna er aðeins einn “útlendingur”)


**Uppfært (EÖE)**: Ég gleymdi að setja inn [tilnefningar fyrir efnilegustu leikmennina](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=378632). Þeir eru:

* Darren Bent
* Wayne Rooney
* Cristiano Ronaldo
* Anton Ferdinand
* Aaron Lennon
* Cesc Fabregas

Ég spyr þá í framhaldi, HVAR Í ANDSKOTANUM ER **MOMO**? Bent er fæddur 84 en Momo 85.

30 Comments

 1. Ég er sammála þér Einar…furðulegt að Jamie skuli ekki vera á þessum lista…

  …en ég held að sú staðreynd að Terry skorar þetta 3 til 6 mörk á leiktíð komi honum askoti langt.. fær meiri athygli en Carragher.

  Svoleiðis er það.. :confused:

 2. Ég er sammála þér með það að Frank Lampard eigi í raun ekki heima á þessum lista í ár. Hefði frekar viljað sjá Carra, eða jafnvel menn eins og Shay Given, Darren Bent, Xabi Alonso eða William Gallas þarna frekar. Þeir ættu það allir skilið langt umfram Lampard, sem hefur ekki verið neitt sérstakur fyrir Chelsea í vetur.

  En af hverju er Joe Cole-útnefningin réttlát? Segið mér það. Maðurinn er ekki einu sinni alltaf í byrjunarliði Chelsea, og hefur átt alveg jafn marga dapra leiki og hann hefur átt góða leiki. Hefði ekki mátt fórna honum og Lampard og útnefna í staðinn t.d. Carra og William Gallas?

  Annars fannst mér John Terry verðskulda þessi verðlaun fyllilega í fyrra. Í ár finnst mér að Wayne Rooney ætti að vinna – hann er einfaldlega búinn að vera *það góður* í allan vetur fyrir United.

 3. Ég er þó ósáttari við það að Sissoko er ekkki tilnefdur sem efnilegasti leikmaðurinn!! Hvað er það??

 4. Hefur það ekki alltaf verið að leikmennirnir kjósa um áramótin um besta leikmanninn? Held að það sé ástæða þessarar niðurstöðu.

  Annars hljóta Rooney og Fabregas að taka þetta.

 5. Hjartanlega sammála Einari.

  Það er klárlega skandall að Carragher sé ekki tilnefndur sem besti leikmaðurinn (ef Terry og Lampard eru tilnefndir).

  Og af hverju er Sissoko EKKI tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn????

  Ótrúlegt….

  En ef ég á að veðja á það hver vinnur þá:

  Bestur: Gerrard
  Efnilegastur: Rooney

 6. Jú, þetta er alltaf valið snemma á tímabilinu. Sem ég hreinlega *skil* ekki. Af hverju má ekki gera þetta í lok tímabilsins. Það getur varla verið svo erfitt að telja atkvæðin.

  Annars, já, Kristján, þetta er rétt hjá þér með Cole. Réttara sagt, þá kemur mér *það ekki á óvart* að hann sé þarna, því að enskir fjölmiðlmenn rúnka sér fyrir framan mynd af Cole á hverju kvöldi. Hann virðist vera orðinn þeirra uppáhald.

  En annars, þá spái ég þessu svona:

  1. Rooney
  2. Gerrard
  3. Terry

  Efnilegustu – þar ætti Rooney auðvitað að vinna líka eðli málsins samkvæmt. En ef hann er tekinn út, þá er þetta svona:

  1. Fabregas
  2. Ferdinand
  3. Ronaldo/Bent

 7. Það er náttúrulega bara **RUGL** að Momo sé ekki tilnefndur. Ég veit að hann myndi aldrei vinna fram yfir Rooney og Fabregas, og ég er svo sem sammála því, en að Bent (ári eldri og reyndari í enska boltanum) og Aron fucking Lennon séu tilnefndir fram yfir hann?!? Komm on … hvaða enskudýrkun er þetta eiginlega? Það sjá **allir** sem hafa horft á Liverpool-leiki í vetur hvaða áhrif nærvera Momo hefur á liðið. Þetta er skandall að mínu mati!

  Annars spái ég þessu á eftirfarandi hátt: **Rooney fær verðlaun!** Svo er bara spurning hvaða verðlaun hann fær:

  a: ef hann er valinn bestur þá er Fabregas nánast sjálfkjörinn sem efnilegastur.

  b: ef menn sniðganga Rooney í valinu á besta manninum, þótt hann sé að mínu mati búinn að vera langbestur í deildinni í vetur, þá verður hann án nokkurs vafa valinn efnilegastur. Í því tilfelli myndi ég segja að Henry eða Terry taki “bestur” aftur.

  Rooney vinnur aldrei bæði, menn vilja heiðra sem flesta og setja hann því ekki tvisvar á blað. Enda er hann ekki lengur efnilegastur, hann er einfaldlega *bestur* og á þá tilnefningu skilið að mínu mati.

  Ég lifi það af að sjá Rooney, Terry eða Henry valda besta. Cole fær aldrei verðlaun, nógu slæmt að hann sé tilnefndur. En ef að Lampard vinnur þessi fokking verðlaun þá veit ég ekki hvað ég geri af mér …

 8. Rooney er notla búinn að vera lang bestur í allan vetur og á skilið að vinna þetta bæði.

 9. Aðallega finnst mér kjánalegt að menn geti verið valdir efnilegustu (þó bein þýðing sé vissulega bestu ungu leikmenn) leikmennirnir mörg ár í röð. Ímyndum okkur til dæmis tvo jafngóða leikmenn sem eiga nær sambærilegan feril fyrstu árin nema annar er árinu eldri en hinn – þá er ekki ólíklegt að sá eldri vinni fjórum sinnum en sá yngri aldrei, núna er til dæmis hætta á að allir ungir leikmenn séu blokkaðir í nokkur ár þegar ung stjarna á borð við Rooney kemur upp, hversu efnilegir sem þeir eru.

 10. Þetta eru broslegar tilnefningar. Maður skildi heldur aldrei í fyrra að Lampard eðaTerry voru að taka öll verðlaun á meðan Gerrard var sniðgenginn.
  Það er ekki erfitt að sjá hvort er meira afrek, að Chelsea kaupi enska titilinn eða Gerrard vinni CL eins og í fyrra.

  Ég held að Darren Bent verði efnilegastur – hann er búinn að vera nokkuð stöðugur allt tímabilið á meðan Fabregas er búinn að vera upp og niður allt tímabilið.

 11. Frank Lampard er med 14 mork i deildinni, 7 stodsendingahaestur i deildinni og er adal drifkrafturinn a midjunni hja besta lidinu i deildinni… Faranlegt ad vera pirradur yfir tvi ad hann se tarna.

  Siggi

 12. Fyrirgefðu, en nei – það er ekkert fáránlegt að pirra sig yfir þessu. Mörkin hans Lampard komu nánast öll á fyrri hluta tímabilsins. Á þeim seinni hefur hann verið slappur. Og hann hefur horfið þegar að Chelsea liðið hefur þurft á honum að halda, t.d. á móti Barcelona í báðum leikjunum. Það er munurinn á Gerrard og Lampard – Gerrard rífur liðið upp þegar illa gengur, en Lampard hverfur.

  Jamie Carragher er aðalmaðurinn í vörn, sem hefur haldið hreinu oftar en ÖLL LIÐ í deildinni. Fyrir það á hann skilið að vera tilnefndur. Hann hefur verið hreint ótrúlega stöðugur í allan vetur og fyrir það á hann skilið að vera á listanum, frekar en Lampard sem lék vel í tvo mánuði.

 13. Er ekki verið að tilnefna menn fyrir ÁRIÐ 2005, en ekki leiktíðina 2005-2006? Ef það er rétt hjá mér þá er kannski eðillegra að sjá Fat Lampard á þessum lista. En það er auðvitað rétt hjá fyrri ræðumönnum að hann er búinn að vera lélegur eftir áramótin.

  Ég held að Rooney vinni þetta. Hann á það alveg skilið. Furðulegt að tilnefna hann ennfremur sem efnilegasta leikmanninn. Hann er ekkert efnilegur lengur heldur einfaldlega frábær leikmaður. Fabregas verður valinn efnilegastur.

 14. Chelsea menn gætu alveg átt fleiri menn þarna, ef menn ætla að sleppa Lampard.

  Didier Drogba er búinn að vera frábær, og Arjen Robben líka, þannig að ef Lampard ætti að detta út (sem hann á ekki að gera) þá ætti annar hvor þeirra að vera þarna í staðinn.

 15. Pétur, við skulum ekki missa okkur 🙂

  Og nei, það er verið að tala um tímabilið núna, ekki árið 2005.

  Lampard er bara búinn að skora eitt mark í deildinni eftir áramót skilst mér, tvö mörk í FA bikarkeppninni og eitt í Meistaradeildinni, gegn Barcelona úr víti á lokamínútunni, auk þess skoraði hann annað markanna í FA bikarnum úr víti.

  Chelsea eru kannski efstir í deildinni, en hvorki þeir, að meðtöldum Lampard, hafa verið að spila neitt stórkostlega eftir áramót. Lampard er frábær leikmaður, en að vera þarna á undan Carra? No way…

  Er maður kannski blindur stuðningsmaður Liverpool? Alltaf þarf ég að spyrja mig að þessu :blush:

  Annars spái ég að Terry vinni þetta, annað árið í röð og ætli Rooney verði ekki sá besti ungi, annað árið í röð.. Fabregas var ekkert stórkostlegur á fyrri helmingi tímabilsins.

  Muna menn ekki eftir því þegar Arsenal gekk lítið og enginn skildi neitt í sölunni á Vieira… Hvar var Fabregas þá? Alveg ágætur, en ekki stórkostlegur. Hann hefur verið að spila vel undanfarið, en NB, sérstaklega í Meistaradeildinni….

 16. Ef sanngirnið ræður vinnur Shrek tvöfalt þetta árið. Þótt hann sé verulega fatlaður drengur hefur hann haldið Scums uppi í allan vetur. Momo og Carragher eru surprise “EKKI” tilnefningarnar á þessum lista og vekur það furðu mína að sjá þá ekki þarna í sitt hvorum flokknum. Carragher á miklu frekar að vera þarna en t.d. Gerrard að mínu mati, en ofmatið á Gerrard kemur honum þarna inn.

 17. Ok, Eiki, svona fer í taugarnar á mér. “ofmatið á Gerrard”? Hvað í ósköpunum meinarðu með því?

  Já, Carra er frábær varnarmaður og hann á skilið að vera á *listanum*. En Gerrard er besti miðjumaður í heimi og okkar besti leikmaður. Stundum held ég að stuðningsmenn Liverpool kunni ekki að meta hversu stórkostlegur leikmaður hann er, því við búumst við svo ótrúlega miklu af honum. Þetta er ekki ósvipað því og þegar Owen var hjá okkur.

  Carra er búinn að vera frábær í vetur, en Gerrard á samt hiklaust skilið að vera ofar á listanum en hann. Gerrard er okkar markahæsti maður, hann hefur á tíðum borið liðið á herðum sér og gleymum því ekki að mestallt tímabilið hefur hann spilað á *hægri kantinum*.

 18. Gerrard á skilið að vera kosinn leikmaður ársins á undan Rooney. Ég veit að þetta hljómar mjög hlutdrægnislega hjá mér en Rooney var arfa slakur í byrjun tímabils og í rauninni komst hann eiginlega ekki á skrið fyrr en um jólin eða þegar að tímabilið var hálfnað. Gerrard, aftur á móti, er búinn að halda þessu liði uppi mest allt tímabilið. Ef að við tökum t.d. fyrsta leikinn á tímabilinu í deildinni gegn Boro, þó svo að þetta var jafnteflisleikur, hvaða maður var líklegastur til þess að skora? Nákvæmlega, og svona hefur þetta verið út tímabilið, ef að hann skorar ekki þá leggur hann upp eða er aðdragandinn að markinu.

  Varðandi Joe Cole umræðuna þá er ég sammála breskum fjölmiðlum, hann er búinn að vera besti leikmaður Chelsea á þessu tímabili. Þar sem að ég hef séð 80% leikja þeirra í vetur þá get ég fullirt það að John Terry og Frank Lampard eru búnir að vera slakir í vetur (miðað við standardinn í fyrra), einnig Arjen Robben. Chelsea eru þegar búnir að fá á sig fleiri mörk en í fyrra en mennirnir sem að hafa verið að gera hlutina fyrir þá eru Cole, Crespo (hefur einhver skoðað tölfræðina hans í vetur? Held að það sé tæplega 1 mark á leik í deildinni) og Drogba, hvort sem að fólk hatar hann eður ei. Cole hefur fengið fá tækifæri undanfarið en það er bara vegna stæla í Mourinho og (t.d. að taka hann útaf eftir 20 mín leik eða svo) og getur það varla verið gott upp á sjálfstraustið, en fyrir það var hann frábær.

  Mér fynnst Carragher ekki eiga skilið að vera á listanum og já, ég veit að við erum búnir að halda hreinu 29 sinnum (eða svo) en það er ekki undir einum mani komið. Hann hefur verið að gera meira af einstaklings mistökum en í fyrra og virðist vera meira “shaky” en í fyrra, tek samt ekkert frá honum þá góðu leiki sem hann hefur átt en ég á samt erfitt með að muna eftir leik þar sem að hann virkilega skar úr. Persónulega finnst mér Finnan vera besti (eða mest stöðugi) varnarmaðurinn okkar í vetur en annars er ástæðan fyrir svona mörgum “clean sheets” bara liðið og hvernig það spilar: Crouch setur varnarmenn undir pressu og miðjan einangrar sóknarmenn andstæðingsins. Ég get lofað því að um leið og við fáum sókndjarfari kantmenn og sóknarmenn (eða “hraðari” rétara sagt) að þá mun liðið ekki halda hreinu eins oft því að þeir munu halda sig miklu ofarlegara á vellinum og munu ekki bakka í vörn eins oft og Kewell, Garcia, Gerrard, Crouch og Moro eru búnir að vera að gera á þessu tímabili. Get ekki séð Aguero, Bellamy, Owen, Joaquin, eða Gonzalez “backtracka” mikið (ef að einhver af þeim kemur, þeir eru amk linkaðir við okkur).

  Varðandi besti UNGI leikmaðurinn, hvað í fjandanum er Fabregas að gera á þessum lista? Mjög góður vinur minn er Arsenal stuðningsmaður og hann getur talið upp alla þá góða leiki sem að Fabregas hafur haft í úrvalsdeildinni á einni hendi. CL og PL er ekki sami hluturinn og það er verið að kjósa leikmann eftir því hvað hann hefur verið að gera á Englandi eða “domestic league and cup competitions”. Sissoko á kannski skilið að vera tilnefndur en hann á ekki skilið að vinna því að hann þarf að læra að skila boltanum rétt frá sér fyrst. Darren Bent á skilið að vinna þau verðlaun enda markahæsti ENSKI leikmaðurinn í úrvalsdeildinni og var í raun besti sóknarmaðurinn í deildinni þegar að 2-3 mánuðir voru liðnir.

 19. eikifr:

  Carragher á miklu frekar að vera þarna en t.d. Gerrard að mínu mati, en ofmatið á Gerrard kemur honum þarna inn.

  Þetta er náttúrulega mesta bull sem til er. Carragher er vissulega búinn að vera fínn, en það verður líka að miða við hina varnarmennina í deildinni sem eru ekki síður búnir að standa sig. Rio Ferdinand er t.a.m. miðvörður nr. 1 í Man Utd sem vermir nú annað sætið, og er auk þess í enska landsliðinu. Carragher á vel heima í enska hópnum, en hann virðist ekki komast lengra en það, og rétt eins og oft er sagt að Benitez viti hvað hann er að gera þá vill ég meina að Eriksson viti hvað hann er að gera þegar hann velur ekki Carragher nema sem varamann í bakvörðinn.

  Einar Örn:

  En Gerrard er besti miðjumaður í heimi og okkar besti leikmaður.

  Í fyrra fannst mér Gerrard ekki sýna það nægilega að hann væri “Steven Gerrard” en hann hefur svo sannarlega gert það í ár, og verið sannkallaður yfirburðamaður í liðinu. Hann er samt ekki besti miðjumaður í heimi, það er gróft ofmat.

  Og varðandi þessa umræðu um það að Lampard hafi bara verið ömurlegur fyrir áramót hef ég þetta að segja. Hann er búinn að skora 14 mörk í deildinni, er 4.markahæstur í deildinni. Ef menn ætla svo að spá hvaða menn séu búnir að skora jafnmörg mörk og hann, þá er Wayne Rooney einn þeirra, nema munurinn er nú sá að hann er framherji, og hann er búinn að eiga eitt besta tímabil sitt frá upphafi. Frank Lampard er miðjumaður með 14 mörk, það eitt er afrek. Einnig er hann frábær leikmaður. Það má ekki gleyma því að hann var valinn næstbesti leikmaður í heimi núna í desember, þannig að menn geta nú alveg sleppt því að segja að Jamie Carragher eigi skilið að vera þarna frekar en hann

 20. Pétur, tölfræðin segir okkur einnig að Liverpool er besta félagslið í heimi, eða er eithvað að marka tölfræði yfir höfuð? Your choice.

 21. Torres á leið til Arsenal??

  Las þessa frétt á fotbolti.net. Hvernig væri nú að setja smá púður í að fá leikmanninn til Liver.

  Koma svo Moores og Parry. Það væri hrikalegt að fara í gegnum þriðja félagaskiptagluggan í röð án þess að styrkja liðið þannig að það geti farið að blanda sér slaginn um sigurinn í deildinni.

  Fá Torres og Aguilero (þann Argentínska) og selja alla senterana nema Fowler.

  Áfram Liverpool!

 22. Einar Örn: Það pirrar mig svo miklu meira þegar menn sjá ekkert nema sinn eigin klúbb og líta ekki á hlutina með þeim augum að það séu fleiri lið en LFC sem spila. Ég t.d. er dyggur hatursmaður Scums Utd en ég get ekki litið fram hjá því að hann Rooney hefur haldið Scums uppi í allan vetur og hefur komið þeim í þá stöðu sem þeir eru í. Hann að öllum öðrum í kjörinu ólöstuðum á skilið að vinna tvöfalt í þessu kjöri.

  Hvað ofmatið varðar þá get ég sagt hvað mig áhrærir að Steven Gerrard er mjög góður leikmaður sem á hans rétta degi spilar jafn vel og þeir bestu í heiminum. Hann hefur gífurlega mikinn kraft og getur hlaupið endalaust. Hann gefst aldrei upp og hefur staðið sig vel hjá okkur….EN…ef menn horfa skynsamlegum augum á hlutina þá vantar honum dálítið uppá hvað hausinn áhrærir til að taka næsta skrefið. Sem fyrirliði LFC og maðurin sem á að vera hausinn í liðinu að þá geturðu ekki fengið rautt spjald (sama hvort um nágrannaslag eða annan leik er að ræða) á einni mínútu. Ég byggi ofmat mitt á honum af þeirri einföldu ástæðu að heimsklassa leikmaður þarf að hafa alla hlutina í lagi hvort sem það er hausinn, tveir jafnfljótir eða hvað það nú er. Við getum t.d. tekið Zinide Zidane sem dæmi um miðjumann sem Steven Gerrard ætti að taka sér til fyrirmyndar. Hann getur alveg náð þeim staðli sem hann er á með en það kemur með aldrinum. Svo fyrir utan þetta allt að þá eru enskir knattspyrnumenn yfir höfuð ofmetnir (sbr. verðið á þeim undanfarin árin).

  Eflaust fæ ég alveg að heyra það hjá ykkur hér inni en svona standa bara málin hjá mér. Við höfum allir misjafnar skoðanir á hlutunum og enginn ein skoðun er réttari en önnur þótt hún pirri menn. Ég stend við þessa skoðun mína þótt menn séu ósammála. Þessi listi yfir knattspyrnumann ársins og þann efnilegasta getur alls ekki verið fullur af Liverpool-mönnum “af því bara”. Vildi samt óska þess að við værum með þá alla þarna inni því þá værum við búin að vinna allar dollur…..en það kemur vonandi! :biggrin2:

 23. Og í guðanna bænum hættiði svo að líkja Lampard og Gerrard saman! Ef við ætlum okkur að miða Gerrard við þá bestu (þann besta) þá er Zinide Zidane viðmiðið. Lampard er leikmaður sem er blásinn mikið út líka en en hann hefur haldið Chelsea uppi undanfarin 2 árin með mörkunum sínum. Miða við þann besta please því við viljum að Gerrard nái toppnum. Það styttist í það þó.

 24. Zidane er heldur betur búinn að dala undanfarið ár, þannig að það er ekki réttlætanlegt að segja að hann sé viðmiðið..

 25. Já, en viðmiðið er sá toppur sem Zidane náði en ekki það sem hann er í dag. Sem minnir mig á að þessi Fowler-dýrkun er of mikil og samkvæmt Rafa að þá þarf hann að fara að taka í taumana strax svo hann fái ekki alla Fowler aðdáendur upp á móti sér. Persónulega vildi ég sjá Pongolle þarna í staðinn fyrir Fowler. En án gríns…ég er Liverpool-aðdáandi þótt ég sé ekki sammála meirihlutanum.

 26. Fowler er búinn að skora í 3 síðustu leikjum sem hann hefur byrjað. Pongolle er í varaliði Blackburn. Mér finnst vera meiri dýrkun í því að halda uppá svoleiðis menn.

 27. Æ djöfull er ég sammála þér Eikifr… maður verður full dreyttur af sumum liverpool aðdáendum… þeir eru að verða eins og man utd aðdáendur.. rígmontnir og sjá ekkert nema sitt lið…. en ég er alveg sammála með viðmiðið sem við eigum að setja fyrirliðanum okkar……. Zidane var klassa leikmaður, jú aðeins að dala núna enda að verða gamall.. þú hefðir aldrey séð hann gera það sem gerard gerði á móti everton, en þú hefðir sko séð hann senda eins góðar stoðsendingar og í leiknum gegn Arsenal… en bara á sinn mann og í átina að hinu markinu…. Gerard á bara eftir að bæta kollinn á sér og þá verður hann Heimsklassa miðjumaður…

  Kv frá Liverpool aðdáenda að austan…
  eikifr er þetta loftið hér fyrir austan sem fær okkur til að hugsa skírt 🙂

 28. Hvað segja menn um þessa frétt:

  http://mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1196221

  Ég spyr núna bara hvar ætlar hann að koma öllum þessum kantmönnum fyrir og verður það að okkur falli að hafa ekki náð honum í tveimur síðustu leikmannakaupagluggum, það hlýtur allavega einhver þá að fara frá þeim. Tökum við ekki bara Robben og kennum honum að standa í lappirnar?

 29. Mér er í raun alveg sama þótt hann fari til Chelsea… ég meina hann er EKKI 10+ mill. punda virði.

 30. Sorrý að ég sé að draga upp 2ja daga gamlan þráð, en ætlaði bara að benda á það að þarna er ekki beint um að ræða ’tilnefningar’, heldur eru þetta 6 efstu í kjörinu. Það er búið að kjósa, bara eftir að birta niðurstöður. Hver leikmaður kýs bara einn í hvorum hluta þannig að til að komast á topp sex þurfa þó nokkrir leikmenn að hafa kosið þennan eina.

  Þetta breytir auðvitað niðurstöðum, það er alltaf ákveðnir leikmenn sem eru líklegir í vera valdir nr 2 og 3 á eftir besta ef má nefna 3, en yrðu aldrei valdir nr 1. T.d. Momo.

  Alveg þori ég að veðja að það liggja ekki mörg atkvæði á bak við 6. sætið.

Raúl?

Sissoko ekki tilnefndur.