Lið helgarinnar

Xabi Alonso er maður helgarinnar hjá okkur. Hann er sá eini, sem kemst í lið vikunnar hjá fjölmiðlum.

[Sky](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=377914) – þar er Xabi

[Á BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/shared/spl/hi/football/squad_selector/team_of_the_week/html/ss_team.stm) er enginn úr Liverpool liðinu.

[Á ESPN](http://soccernet.espn.go.com/columns/story?id=364365&root=england&cc=5739) er Xabi svo í liðinu.

5 Comments

 1. Ég veit að þessi lið helgarinnar eru bara álit eins manns á einhverjum fréttamiðli, en …

  Þessi Garth Crooks (þílíkt nafn!) hjá BBC hlýtur að vera blindur. Ég hefði valið Fowler í lið helgarinnar fram yfir Drogba, og sennilega Kevin Davies líka. Og svo er Alonso ekki í liðinu hjá honum? Missti hann af leiknum okkar?

  Oh jæja, mitt lið helgarinnar væri svona: Reina, Finnan, Carra, Hyypiä, Riise, Kewell, Alonso, Gerrard, García, Crouch, Fowler.

  En það er bara ég … 🙂

 2. Ég held að þessi BBC maður hafi bara séð 2 leiki um helgina. 4 Chelsea menn og 4 manutd menn er bara grín…eða eru öll önnur lið bara svona léleg?

 3. Drogba átti reyndar svakalegan leik og algerlega verðugur í lið vikunar.

 4. Garth Crooks er gríðarlega vafasamur gaur, sem virðist á stundum vera með eitthvað agenda. Þó hann hafi verið hetja á White Hart Lane sem leikmaður, þá er eins og hann geti aldrei fallist á að liðið geri neitt vel/rétt í dag.

  Og fyrst hann getur ekki gætt sanngirni í garð eins liðs, af hverju ætti maður þá eitthvað að gera ráð fyrir því að hann geri það gagnvart öðrum? Algjör höfðingjasleikja sem ber að sneiða hjá í umræðu um fótbolta.

Liverpool 1 – Bolton 0

Hverjir eru orðaðir við Liverpool