Bolton á sunnudag!

dioufy_bolton_pompeytackle.jpg

Jæja, frívikan er búin og nú snúum við okkur aftur að alvörumálum. Um helgina er heil umferð í ensku Úrvalsdeildinni, nokkrir leikir á morgun og nokkrir á sunnudag. Á sunnudaginn taka okkar menn á móti **Bolton Wanderers** í leik sem er mikilvægur fyrir bæði lið, en þó kannski frekar fyrir Sam Allardyce og hans menn. Eins og við höfum komið inná áður eru okkar menn í frekar skrýtinni stöðu akkúrrat núna; þrjárfimm umferðir eftir, fimm stigum á eftir Man U og þeir eiga leik til góða en tólf stigum á undan Tottenham, sem eiga líka leik til góða.

Með öðrum orðum, þá er allt útlit fyrir að við sitjum pikkfastir í þriðja sætinu í vetur – það þarf allavega mikið að gerast til að við förum upp eða niður um sæti í deildinni áður en tímabilið er úti.

Bolton-menn hins vegar eru í bullandi baráttu. Þeir sitja eins og er í sjöunda sætinu, nítján stigum á eftir okkur en með tvo leiki til góða. Fyrir ofan þá eru Blackburn (fimm stigum ofar, einum leik meira), Arsenal (fimm stigum ofar, jafnmarga leiki) og Tottenham (sjö stigum ofar, einum leik meira). Fyrir neðan þá eru svo Wigan og West Ham, einu og tveimur stigum á eftir Bolton en bæði þau lið hafa leikið einum leik fleiri.

Með öðrum orðum, þá eru Bolton í ágætis séns á að lauma sér inn í Meistaradeildarsæti fyrir næsta haust, en þeir gætu líka endað um miðja deild án þátttökurétts í Evrópukeppni félagsliða.

Hvað byrjunarlið okkar manna varðar er erfitt um að segja. Fyrirliðinn Steven Gerrard kemur aftur inn í liðið en spurningin er bara, á kostnað hvers? Á að fórna Djibril Cissé, sem átti kjörleik á kantinum gegn W.B.A.? Eða á að fórna Fowler úr framlínunni og færa Cissé þangað?

Það er allavega ljóst að einhver verður að víkja, og ég spái því að Rafa muni láta *bæði* Fowler og Cissé víkja, og að þeir Gerrard og Luis García komi inní liðið sem yrði þá einhvern veginn svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Sissoko – Alonso – Kewell

García – Crouch

Ég er ekki frá því að þetta sé okkar sterkasta lið í dag. Það rífst allavega enginn um þessa vörn og þessa miðju hjá okkur, og Crouch virðist eiga sína stöðu skuldlaust frammi. En þótt Fowler, Cissé og Morientes hafi allir fundið skotskóna að undanförnu og átt góða leiki finnst mér Luis García hafa komið sérlega vel inn í liðið við hlið Crouch, og sérstaklega virðast þeir tveir duglegir að vinna saman og finna hvorn annan. Þannig að ég spái því að García fái kallið og verði í liðinu á sunnudag.

Og já, ég veit að það er mynd af Diouf efst í þessari upphitun. Ég ætlaði upphaflega að fjalla sérstaklega um hann í byrjun þessarar upphitunar, en bara það að sjá mynd af honum í Bolton-treyju varð til þess að svekkelsið og pirringurinn útaf honum gaus upp í mér aftur. Ég horfði á upprifjun úr síðustu HM-keppni um daginn og það var hreinlega *sárt* að sjá hversu ógeðslega góður Dioufy getur verið þegar hann bara nennir því. Verst að hann nennti því allt of sjaldan fyrir okkur, og kaus svo að hegða sér eins og fáviti þegar hann var búinn að yfirgefa klúbbinn. En hann verður með á sunnudaginn, sennilega frá byrjun, og vill örugglega helst af öllu skora mark gegn okkur. Vonandi gengur það *ekki* eftir.

**MÍN SPÁ:** Eins og Bolton-mönnum er einum lagið verður þetta mjög harður, þéttur og krappur leikur. Það verður mikið um stöðubaráttu og stympingar, og ég mæli með því að menn búist ekki við einhverri flæðandi súperknattspyrnu af hálfu okkar manna. Bolton-lið Allardyce einfaldlega leyfir mönnum ekki að komast upp með slíka fásinnu. Falleg knattspyrna, pppfffffftttt!

Í fyrra þurftum við að bíða fram á 91. mínútu eftir sigurmarkinu, sem Igor Biscan skoraði með flottum skalla eftir góða fyrirgjöf Djimi Traoré. Í ár myndi ég alveg þiggja sömu niðurstöðu, og því ætla ég að segja að Liverpool vinni **1-0 baráttusigur** í þessum slag.

Áfram Liverpool, og góða helgi góðir hálsar!

20 Comments

  1. Fín upphitun en það eru 5 umferðir eftir en ekki 3.
    Og við vinnum 3-0 🙂

  2. Eg vil sjáf Fowler frammi&Crouch á bekknum.Garcia skiptir við Gerrard & svo framv.Spila báðir frammi þegar við á. Liv 3 .Bolt 0. Svo langar mig að sjá þann danska& þann hollenska spila saman í vörn& gefa öðrum hvíld

  3. ath skrifaði síðast KL ca 1:oo hvað er í gangi kl er núna 1:24

  4. Vá, allt of löng bið eftir að sjá Liverpool spila…

    Vonandi þessi hvíld hafi farið vel í menn, og þá sérstaklega Gerrard sem er búin að hvíla sig mikið núna og er það nú bara fínt. Held að hvíldin hafi gert honum gott og hann verður í fantaformi á Sunnudaginn og leiðir okkar lið til 3-0 sigurs, skorar fyrsta markið og á þátt í hinum tveimur.

  5. Sælir! Ég vildi bara benda mönnum á að Speedy Gonzales er í beinni á sýn kl. 17.50 í dag. . Real Madríd – Real Sociedad…….

    Djöfull er annars sárt að sjá samantekt Moggans á Englandsmeisturum síðustu tíu ára. Uss.

  6. Ekki taka mark á mogganum,ég held að það sé engin blaðamaður þar.Sýn??lagi að horfa ef maður skrúfar fyrir talið

  7. Mér finnst leiðinlegt að sjá að menn séu búnir að gefa upp alla von á að ná öðru sætinu.

    United eiga eftir að spila við þessi lið: Arsenal, Sunderland, Tottenham, Middlesbrough, Chelsea og Charlton.

    Þeir þurfa bara að tapa þremur þessara leikja. Mér detta í hug Arsenal á morgun og svo Tottenham og Chelsea.

    Liverpool eiga eftir leiki við Bolton, Blackburn, West Ham, Aston Villa og Portsmouth.

    Á meðan United þarf að tapa þessum þremur leikjum þurfum við að vinna alla okkar. Ég sé því hreinlega ekkert til fyrirstöðu!

    Ok, þetta er kannski soldið langsótt, en það er samt algjör óþarfi að gefast upp strax og segja bara að við höfum ekki að neinu meira að keppa í deildinni á þessu tímabili. Ég reikna fastlega með því að Benítez og allir hinir hjá Liverpool hugsi svona eins og ég og séu enn að stefna á annað sætið!

    Þannig að…áfram Arsenal, Tottenham og…já Chelsea! :confused:

    Síðast en ekki síst…Áfram Liverpool! 🙂

  8. Hvað segi þið.Vilji þið sjá Fowler frammi á sunnudaginn,og þá með hverjum

  9. Já gefa cisse tækifæri frammi hann hefur ekki spilað sína réttu stöðu frá því að hann kom í liverpool

  10. Já, gonzales skoraði eftir hroðaleg mistök Casillas. Spurningin hvort að Reina verði ekki bara í markinu hjá Spánverjum í sumar. Mér fynnst hann hafa verið yfirburðar betri en Casillas á þessu tímabili, allavega í þeim leikjum sem maður hefur séð með Real M þá fynnst mér Casillas ekki vera eins öruggur.

  11. Ég neyðist til að vera ósammála Kristjáni varðandi það að Peter Crouch sé hluti af sterkasta liði Liverpool. Fernando Morientes er besti framherji liðsins. Fjölmiðlar í Bretlandi vilja síðan meina að Djibril Cissé muni halda stöðu sinni á hægri vængnum eftir góðan leik gegn WBA. Peter Crouch er fínn target-man, það verður ekki af honum tekið, en hann er enginn markaskorari.

    Annars verður það skandall ef Liverpool vinnur ekki á morgun eins og Bolton eru búnir að vera lélegir upp á síðkastið (búnir að tapa 3 leikjum í röð, og einungis búnir að vinna 3 leiki frá því í byrjun feb)

  12. Veit einhver hvort players sýni leikinn hja unglingaliðinu á fimmtudaginn. Þeir eru að fara að spila fyrri úrslitaleikinn i cup…

    sýndur a skysport 3, eða það segir íslendska liverpool heimasíðan.

?

Byrjunarliðið gegn Bolton