…dream of a team of Carraghers…

carra.bmp
Oliver Kay, sem skrifar um Liverpool fyrir The Times, [fjallar um Carragher á Official síðunni í dag](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/NG151933060403-1246.htm). Jamie Carragher er leikmaður sem ég held að allir stuðningsmenn LFC líti upp til og kunna að meta. Ekki minnkar þessi aðdáun eftir lestur greinar Olivers. Hann er klárlega “basic” maður og ekkert að flækja hlutina, sama klippinginn síðan hann var fermingadrengur og svona svart er smart og bleikt er steikt týpa.

Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Carra í liðinu og hefur hann skipt oftar um stöður en líklega flestir leikmenn félagsins. Byrjaði sem miðjumaður, síðan miðvörður, hægri bakvörður, vinstri bakvörður og aftur miðvörður. Hver svo sem er keyptur þá endar Carra alltaf í liðinu og það er ekki af því hann er besti knattspyrnumaður Englands heldur vinnusemi og dugnaður sem hefur ávallt einkennt hann.

Hann segir m.a.:

“It was in a period where the team wasn’t doing well. “It was after the treble in 2001 and then we’d finished second and then for the next two years under Gérard Houllier, it didn’t go well. At the time Arsenal were flying and Real Madrid were flying in Europe and I think our fans looked at Ashley Cole and Lauren and (Michel) Salgado and Roberto Carlos and thought, ‘ That’s what we need, an attacking full back. We don’t need Carra no more.’ And I was never going to be an attacking full back.”

og hann heldur áfram:

“He brought in (Sami) Hyypia and (Stéphane) Henchoz when I’d been playing centre back and that forced me to become a right back. Then he brought (Markus) Babbel in, so I moved to left back, and then he brought (John Arne) Riise in and I ended up going back to right back, and then (Steve) Finnan arrived. It was the same every season. I’d still end up playing, but I think that was just through my enthusiasm and dedication.”

Í dag er Carragher einn af 4 bestu miðvörðu Englands ef ekki Evrópu og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvaða leikmenn koma í sumar til félagsins þar sem nafnið hans ásamt Gerrard er ávallt fyrst á leikmannalistanum.

“It’s probably only about now where I feel comfortable with my position. Not comfortable in a bad way. I just mean where I’m not worried about what the manager’s going to do in the summer.”

Hvað varðar skemmtanir þá vitnar Carragher í Houllier þegar hann var að reyna að koma vitinu fyrir Gerrard um árið:

“It all goes back to something I think Gérard Houllier said about Stevie (Gerrard) a few years back. ‘Don’t go out to nightclubs. When you retire, you can buy a nightclub when you’ve finished.'”

…dream of a team of Carraghers…

4 Comments

  1. Bara forvitni Aggi, en hverjir eru þessir 4 bestu miðverðir Evrópu (Evrópubúar eða þeir sem spila í Evrópu?) í dag?

    Ég ætla að giska á listann þinn 🙂

    Listinn er í stafrófsröð (svo lengi sem hann inniheldur menn sem spila í Evrópu en ekki bara Evrópubúa) :

    Cannavaro
    Carragher
    Lucio
    Terry

  2. England: Carragher, Terry, Rio og Campbell en hafa ber í huga að Rio hefur verið slappur í vetur og Campbell á í vandræðum með kálið á sér.

    Ekki langt í að King tekur væntanlega sæti Campbells ef hann nær sér ekki aftur á strik.

    Í Evrópu þá er ég sammála þinni upptalningu.

  3. Lítið að gerast þannig að mig langaði að pósta þessu hérna inn, gaman a’ssu:
    >Daniel Agger has been named the Best Young Player in his native Denmark. This is not the first time that his outstanding talent has been recognised and it is just another addition to Agger’s collection of awards.
    >He was named Talent of the Year twice in 2004 and 2005 by the Spillerforeningen (the Danish equivalent of the English PFA).
    >The player was recently told by Liverpool boss Rafael Benitez to calm down after being over-enthusiastic with his aggressive challenges in training.

  4. glæsilegt… hann er eftir að verða mikilvægur leikmaður fyrir okkur í framtíðinni.

    já Gunnar það er lítið um að vera… (svona er að vera ekki lengur með í meistaradeildinni) úff

Lið helgarinnar.

Molar og mylsna