Kemur Adriano í sumar?

Ég fékk sendan tölvupóst seint í gærkvöld þar sem mér var bent á ákveðinn spjallþráð á YNWA.tv síðunni. Þar er mjög áreiðanlegur notandi, sem er persónulegur vinur Steven Gerrard og hefur skúbbað mjög mörgum fréttum löngu áður en þær hafa borist til fjölmiðla (Xabi Alonso, salan á Danny Murphy og Michael Owen, Morientes, Pepe Reina og Daniel Agger) og þessi ákveðni notandi mætti þarna inn í gær með mjög spennandi frétt.

adriano.jpgSvo virðist sem Liverpool gætu vissulega verið að fara að versla sér framherja í sumar, framherja af þeim heimsklassa sem ég er að vonast eftir að við kaupum. En ég verð að viðurkenna að þegar ég sá hvern viðkomandi var að tala um brá mér heldur mikið. Hann vill meina að hinn brasilíski **ADRIANO** hjá Internazionale sé með tilboð frá Liverpool á borðinu og sé að íhuga hvort hann eigi að taka því.

Internazionale myndu náttúrulega *aldrei* vilja selja þennan snilling, en svo virðist sem þeir ráði því ekki alveg. Adriano framlengdi við þá samning sinn síðastliðið sumar og þá var sú klausa sett í samning hans að ef Inter ekki næðu einu af tveimur efstu sætunum í Serie A í vetur og ef þeir kæmust ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar, þá mætti Adriano fara ef þeir fengju tilboð upp á 15 milljónir punda.

Inter eru ekki að fara að velta Juventus og AC Milan úr sessi í Serie A og þrátt fyrir að hafa unnið 2-1 heimasigur á Villareal í Meistaradeildinni í síðustu viku eru þeir langt frá því að vera öruggir inn í undanúrslitin. Samkvæmt þessum áreiðanlega heimildarmanni á YNWA.tv er Adriano með tilboð frá Liverpool á borðinu, samning og kaup fyrir 15 milljónir punda, og ætlar að taka ákvörðun um það eftir leikinn gegn Villareal á Spáni.

Þannig að ef Internazionale detta út gegn Villareal þykir frekar líklegt að hann taki tilboði Liverpool, sem myndi víst gera hann að launahæsta leikmanni liðsins ásamt Steven Gerrard og Fernando Morientes. Auk þess að koma með þessar upplýsingar upplýsti heimildarmaðurinn okkur um það að Steven Gerrard er einn þeirra sem kemur að þessari mögulegu sölu, sem og Fernando Morientes og Fabio Aurelio, bakvörðurinn brasilíski sem er góðvinur Adriano og er búinn að samþykkja að koma sjálfur til Liverpool í sumar.

Þessir þrír aðilar ku allir liggja í símanum þessa dagana til Ítalíu, þar sem þeir tala stíft við Adriano (sem talar góða ensku) og reyna að sannfæra kappann um að koma til Anfield.

Umræðuna getið þið lesið á þessum spjallþræði.

15 Comments

  1. Ég ætti að vita betur, en var samt alveg að kaupa þetta :blush: Kannaðist samt ekki við þessa umræðu á ynwa og var þó búinn að kíkja yfir þann vef í dag. Vísunin í vin Gerrard (Elisha Scott) var það sem sett mig útaf laginu :laugh:

  2. Þið hefðuð átt að bæta við að hann talaði kínverksku líka og að hann væri hvítur á maganum. En góð tilraun engu að síður.

    Annars finnst mér þetta aprílgabb vera í raun móðgun við Liverpool þar sem okkur vantar sóknarmann í sumar og Rafa vil kaupa heimsklassa sóknarmenn. Þessi blámaður er sóknarmaður í þeirri categoríu og því viljum við hann! Ohh…nú er ég búinn að mynda mér of miklar væntingar! Takk Kristján Atli! :rolleyes:

  3. Ég segi bara, ef mannkynið hleypur ekki fyrsta apríl eins og einu sinni á ári, til hvers er þá lífið eiginlega? :laugh:

    Gaman að sjá að það er til trúgjarnt fólk þarna úti, ekki satt Matti? 😉 :tongue:

  4. Er ég eini maðurinn sem kíki inn á þessa síðu sem finnst að fréttir sem þessar séu eðlilegar þegar LIVERPOOL á í hlut.

    Ef Adriano er með metnað til að vinna titla og spila með stærri klúbbi en Inter þá er LIVERPOOL rétti staðurinn að mínu mati.

    Gott grín samt og ég kokgleypti 😉

  5. Þeir á Liverpool.is eru álíka fyndnir og þið þar sem þeir eru að segja að Michael Owen sé á heimleið í sumar svo í lokinn segja þeir að frekari fréttir á þessu máli komi á morgunn.Er þetta aprílgabb? Mér finnst menn nú leggjast full lágt ef þeir eru að segja að óskadrengurinn sé á heimleið.En væri samt ekki slæmt að sjá þá Adriano og Michael Owen saman í framlínuni á næsta tímabili. En jú það er nú alltaf talað um það að menn verða að hlaupa fyrsta apríl og það gerum við ekki í þessum tilvikum.

  6. Þeir á Liverpool.is eru álíka fyndnir og þið þar sem þeir eru að segja að Michael Owen sé á heimleið í sumar svo í lokinn segja þeir að frekari fréttir á þessu máli komi á morgunn.Er þetta aprílgabb? Mér finnst menn nú leggjast full lágt ef þeir eru að segja að óskadrengurinn sé á heimleið.En væri samt ekki slæmt að sjá þá Adriano og Michael Owen saman í framlínuni á næsta tímabili. En jú það er nú alltaf talað um það að menn verða að hlaupa fyrsta apríl og það gerum við ekki í þessum tilvikum.

  7. Mér leist rosalega vel á þennan díl þar til ég fattaði að þetta væri aprílgabb. Ég myndi hinsvegar hlæja slatta ef Benítez tækist síðan óvænt að fá Adriano í sumar. Mér þykir það hinsvegar álíka líklegt og ef Robbie Fowler kæmi aftur til félagsins! …Nei bíddu…hann er kominn aftur! 😯 ..Kannski er þetta þá ekkert svo ólíklegt? 🙂

  8. Vá, ég KOLFÉLL fyrir þessu. Var farinn að sjá hann fyrir mér í rauða búningnum og allt og var farinn að hugsa til þess hvernig það yrði að styðja Villareal í seinni leiknum.

    🙂

    En ég er reyndar að lesa þetta 3.apríl, þannig að ég var ekki alveg jafn vakandi.

Liverpool í Brussel

WBA 0 – L’pool 2