WBA á The Hawthorns á morgun.

Liverpool sækir WBA heim á morgun á The Hawthorns. Bæði lið hafa að miklu að keppa að þar sem Liverpool sækir stíft á Man U um baráttuna um 2.sætið og tryggja sér keppnisrétt í meistaradeildinni að ári hins vegar eru Bryan Robson og félagar í slæmum málum í 17.sæti deildarinnar eða rétt við fallsætið. En byrjum á því að skoða líkleg byrjunarlið hjá báðum liðum.

Líklegt byrjunarlið Liverpool:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Garica – Momo – Xabi – Kewell

Fowler – Crouch

Á bekknum: Dudek, Hamann, Morientes/Cisse, Agger/Warnock og Kromkamp.

Líklegt byrjunarlið WBA

Kuszczak

Albrechtsen ? C Davies – Watson – Robinson

Kamara – Wallwork – Johnson – Greening

Kanu – Ellington

Á bekknum eru líklega leikmenn eins og Gera, Clement, Inamoto og Campbell.

Liverpool er nú þegar komið með fleiri stig en eftir allt síðasta tímabil (58 stig) eða 64 stig og ennþá eru 6 leikir eftir (WBA, Bolton, Blackburn, West Ham, Aston Villa og Portsmouth). WBA hefur eingöngu fengið eitt stig af síðustu 18 mögulegum

Liverpool og WBA hafa mæst 5 sinnum í Úrvalsdeildinni og ekki bara hefur WBA tapað þeim öllum þá hafa þeir aldrei náð að skora gegn Liverpool.
garcia gegn wba.bmp

Liverpool er í 3ja sæti með 64 stig og 23 mörk í plús og hafa unnið 6 útileiki, gert 4 jafntefli og tapað 5. Við höfum skorað 17 mörk og fengið 15 á okkur.
WBA er í 17ja sæti með 27 stig og mínus 19 mörk og hafa unnið 6 heimaleiki, gert 1 jafntefli og tapað 9 leikjum. Þeir hafa skorað 21 mark og fengið á sig 21 mark.

Við spiluðum gegn WBA á gamlársdag og [unnum 1-0](http://www.kop.is/gamalt/2005/12/31/16.53.01/). Þá var Crouch sjóðheitur, Kewell átti frábæran leik og markvörður WBA Kuszczak varði hreint ótrúlega vel í þessum leik. Við hefðum átt að vinna hann minnst 4-0.

Ég segi að við eigum að vinna þennan leik og það nokkuð örugglega, við erum betri á öllum sviðum knattspyrnunnar… en því miður er það ekki trygging fyrir 3 stigum. Það þekkjum vel t.d. í leikjum okkar undanfarið í deildinni gegn Charlton og Birmingham. En núna er liðið búið að skora 18 mörk í síðustu 4 leikjum og virðist jafn auðvelt að skora í dag einsog það var erfitt þar á undan. Það vantar Gerrard þar sem hann er í leikbanni en ég tel að það komi ekki að sök á morgun þar sem við erum vel ?coveraðir? á miðjunni. Hvaða leikaðferð Benitez byrjar með er erfitt að segja til um en ég skýt á 4-4-2 og glimrandi sóknarbolti.

Dómari er Uriah Rennie. Hann er 46 ára gamall og líklega þekktastur fyrir það að hafa ?fallið? niður í 1.deildina árið 2000 þar sem hann þótti ekki næginlega góður. Ári síðar vann hann sig aftur upp í úrvalsdeildina.

Mín spá: 1-4

5 Comments

 1. vona að liv vinni,er samt hræddur giska 2-o vildi sjá garica & fowler frami cisse á hægri kant og gæti svissað við garsea

 2. eg vil bæta því við að vera með 2 framherja sem geta notað báðar fætur, er á við 3 einfætta

 3. höldum uppteknum hætti förum ekki undir 3 mörk
  svon 4-5 -0
  bara létt í dag

 4. Liðið komið.

  Reina. Finnan, Carra, Hyypia, Riise. Cisse, Alonso, Sissoko, Kewell. Crouch, Fowler.

  Bekkur: Dudek, Kromkamp, Warnock, Garcia, Moientes

Nytsamlegar upplýsingar um Liverpool.

Liverpool í Brussel