Liverpool staðfesta fjárfesta-viðræður

Talsmenn Liverpool hafa **staðfest** að þeir séu í viðræðum við fjársterka aðila [með fjárfestingu í liðinu í huga](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151892060329-1045.htm). Yfirlýsing frá klúbbnum hljómar svona:

>”The board of Liverpool FC has noted the recent press speculation concerning possible third-party investment into the club and can confirm that it is continuing discussions with a number of parties regarding a potential investment of new funds into the club.

>”Although the structure of any such investment is uncertain, it may include an offer for the entire share capital of the club. Shareholders will be kept updated as appropriate.”

Það, sem er athyglisvert í þessu er að þeir opna fyrir þann möguleika að liðið verði selt að fullu leyti. Það væri saga til næsta bæjar.

Einsog flestir vita þá hefur Liverpool lengi verið að leita að utanaðkomandi fjárfestingu til þess að geta hafið byggingu á nýjum velli og veitt meiri pening til leikmannakaupa. BBC [greinir](http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/4856122.stm) m.a. frá því að áætlaður kostnaður við völlinn geti numið allt að 170 milljónum punda.

Það er vonandi að eitthvað jákvætt komi útúr þessum viðræðum.

9 Comments

 1. Liverpool getur ekki verið selt í heild sinni. Stjórnarformaðurinn getur selt sinn hlut. Sem er meirihluti en aðrir eins og t.d. Morgan ráða því alveg hvað þeir gera. Það er ekki fyrr en þeir ná einhverri svakalegri prósentu, kannski 90% sem þeir geta innkallað hluti annarra og eignast þar með allt félagið.

 2. Ég var fjórum mínútum á undan!!! 🙂 hehe, eytt út.

  En já þetta er vissulega spennandi, þetta gæti þýtt nokkrir klassaleikmenn fyrir Liverpool en við skulum ekki gleyma því að þetta tekur væntanlega nokkuð langan tíma, það er ekkert víst að þetta verði komið í ljós fyrir sumarið þó svo að vissulega vonum við það!

 3. yfirtökuprósentan er töluvert lægri í Bretlandi ef ég man rétt… held að hún sé jafnvel í kringum 50%……

 4. Villi sagði

  Liverpool getur ekki verið selt í heild sinni. Stjórnarformaðurinn getur selt sinn hlut. Sem er meirihluti en aðrir eins og t.d. Morgan ráða því alveg hvað þeir gera. Það er ekki fyrr en þeir ná einhverri svakalegri prósentu, kannski 90% sem þeir geta innkallað hluti annarra og eignast þar með allt félagið.

  Þetta á bara við um hostile yfirtöku, stjórnin getur í heild sinni ákveðið að selja einum aðila alla hluta sem þeir ráða yfir sem setur þá kvöð á kaupandann að kaupa restina á sama gengi.

 5. yfirtökuskylda er eitt. þá er kaupanda gert skylt að bjóða öðrum að vera keyptir út á sama gengi. á íslandi er hún 42-43 %. Innlausnarskylda þar sem eigandi getur neytt hinna til að selja sér á einhverju verði og þeir geta ekki sagt nei við því er mun hærri. Það var það sem greyið litlu hluthafarnir í manu voru að reyna að stöðva. Ef Morgan á 20% sem mig minnir þá verður hann aldrei keyptur út gegn vilja sínum. Sem gæti verið mjög mikilvægt því hann hefur áhyggjur af skuldum Liverpool sem eru um 17 milljón pund. manu var keypt með skuldsettri yfirtöku og eru nú í bullandi skuldum til þess að borga yfirtökuna fyrir nýja eigandann.

 6. Þetta eru slæmar fréttir fyrir LFC og fótboltann yfir höfuð. Vonandi verður eyðileggingin ekki eins og hjá Chelsea. Sorgardagur hjá mér sem LFC aðdáanda.

 7. Rólegur eikifr, ég efast um að þetta tákni eitthvað í líkingu við það sem Chelsea eru að bralla með Abramovitch. Enda þarf Liverpool ekki að “kaupa” sér velgengni, hún er í blóðinu þarna fyrir norðan. :laugh:

  Mér þykir þetta vissulega spennandi mál, maður veit náttúrulega *ekkert* hvort eða hver er að ræða við klúbbinn og því er erfitt að mynda sér skoðun á hugsanlegri yfirtöku, en það er allavega mjög jákvætt að það sé loksins eitthvað að gerast í þessum málum.

 8. Það er nú ólíklegt að einhver komi með jafn botnlausa vasa og Roman hjá Chelsea.

Benítez og leikaðferðin

Arsenal og greinarskrif