Nýr fjárfestir?

Spænski marmilljónamæringur segir við Daily Express í dag að hann vilji gera Liverpool að einu besta liði í heimi. Maðurinn heitir Juan Villalonga og talið er að viðræður hafi þegar átt sér stað um komu hans inn í klúbbinn. “‘I want Liverpool to change from a domestically focused club into a global force,” sagði hann við Daily Express.

Juan Villalonga er fæddur 8. apríl 1953 og var stjórnarformaður Telefónica, stærsta símafyrirtækis Spánar. Hann tók við fyrirtækinu árið 1996 en var neyddur til að segja af sér árið 2000 eftir ásakanir um innherjaviðskipti. Þá var hann búinn að fimmfalda verðmæti fyrirtækisins og fjárhagslega framtíð sína um leið. Árið 2001 var hann síðan skipaður í stjórn Univision, sem er “US Spanish-language television network,” ég kann ekki við að þýða þetta 🙂

Það þekkja allir spænsku áhrifin innan sem utan vallar hjá Liverpool. Nú er spurning hvort þau færist inn í stjórnina líka? Við höfum áður verið orðaðir við menn á borð við Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands en ekkert hefur heyrst af þessum málum í langan tíma.

Mig dreymir enn um að fá verulega sterkan fjárfesti inn í klúbbinn til að tryggja nýjan og glæsilegan leikvang, og eins og nokkra dýra leikmenn til að geta keppt við Chelsea um Englandsmeistaratitilinn….


UPPFÆRT (Hjalti) –
Nú er talað um að Liverpool viti vel af áhuga Villalonga en að málið sé komið eitthvað á veg virðist vera bull og vitleysa. Það útilokar þó ekki að eitthvað gerist í framtíðinni en það er talið ólíklegt.

Árið 2004 réð Liverpool fyritækið Hawkpoint, en fjármálaráðgjafafyritækið hefur enn ekki fundið réttu fjárfestana. Steve Morgan, innfæddur Púllari ásamt bandaríkjamanninum Robert Kraft hafa einnig verið að skoða Liverpool og heimsótti Rick Parry meðal annars Kraft fjölskylduna til Bandaríkjanna, en sagði að það hefði aðeins verið kurteisisheimsókn. Kraft á líka New England Patriots, ameríska ruðningsliðið.

Samkvæmt BBC er leitin að mögulegum fjárfestum í fullum gangi.

5 Comments

 1. HAHA, Hann lítur út eins og the evil father í One Tree Hill.

  Einhvern veginn finnst mér Morgan samt vera skárri kostur, með Liverpool hjarta og það ætti að vera skilyrði til að komast í stjórn LFC.

 2. Sammála L.Á, ég vil ekki sjá einhverja útlendinga ná yfir Liverpool, þetta er og á að vera enskur klúbbur.

 3. Sko mér finnst þessi gaur vera einhver “pimp my ride” týpa sem myndi pimpa liðið upp! Eins og við höfum ekki nægt magn af súkkulaðikörlum hjá okkur…ég meina Peter Crouch toppar það sem toppa skal! :biggrin:

 4. Það þarf vart að taka það fram að Steve Morgan og hans
  fjölskylda á meirihlutann í Liverpool liðinu eins og er…. Og það er þá hann sem að þarf að selja sinn hlut, eða eitthvað af honum til að fá $$ inn í klúbbinn…

  Y.N.W.A

  Krissi

 5. One Tree Hill og Pimp My Ride?!!! Hvernig fer áhugi á Liverpool saman við áhorf á sápuóperur og raunveruleikaþætti? Jiminn! Ætlaði annars bara að stinga upp á því að þýða sjónvarpsstöðina sem Spænsku stöðina, í Bandaríkjunum, mætti bæta við. Skil annars ekkert í svona fjármálapælingum. Er þessi gaukur ekki eitthvað svona fjárfestafrík sem hugsar eingöngu um markaðsmál og gróða en setur fótboltann í þriðja sætið?

Að hafa áhrif á dómara

Benítez og leikaðferðin