Getur Sissoko orðið einn af þeim bestu?

Rafa er á þeirri skoðun að Sissoko hafi alla burði til að verða [einn af bestu miðjumönnum heims](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N151834060323-1156.htm) og er ég hjartanlega sammála honum. Það var frábært að sjá drenginn gegn Birmingham, mættur með gleraugun og síðan þegar móðan var of mikil þá bara reif hann gleraugun af sér og hélt áfram.

Rafa segir m.a.:

“What pleased me most about Tuesday’s game wasn’t just the victory or the goals, it was to see Momo Sissoko playing again,” He was training all week with the special glasses, but during the game they began steaming up so he had more problems. He decided to take them off but wanted to continue playing. This shows how much courage the boy has. There was an element of risk in him playing without the glasses, but he has a strong character and he is a winner. For sure he can become one of the best midfielders around because he is so good mentally and in terms of ability…”

Þegar við erum með alla miðjumennina okkar heila þá er ENGIN miðja í hjá neinu félagsliði betri, ENGIN!

10 Comments

  1. Aggi, ég færi nú ekki að benda þér á stafsetningavillu nema bara vegna þess að fyrst seturu hana í hástafi og svo hástafi og feitletrun svona til að gera hana enn meira áberandi fyrir okkur. Miðja er kvenkyns orð og því aðeins eitt N í “engin”.

  2. ég þakka ábendinguna Hannes og laga þetta. Var að flýta mér þegar ég setti fréttina inn og las hana ekki yfir.

  3. Veit einhver hvenær dregið verður í Enska bikarnum?

    Er orðinn verulega spenntur.

  4. Varðandi stafsetningarvillur þá þyrfti að vera hægt að uppfæra kommentin sín og laga. En þar sem það er væntanlega erftitt skipta stafsetningarvillur eins og í “Enski” hér að ofan litlu máli ef innihaldið kemst til skila.

  5. tja, þið eigið samt engann hægri kantmann – það hlýtur að setja smá strik í kenningu þína

Viðtal við Reina (uppfært!)

Undanúrslit FA Bikarsins